mobile navigation trigger mobile search trigger

Velferð aldraðra

Sú þjónusta sem sveitarfélagið veitir og lýtur að velferð aldraðra spannar breitt svið og ólíkar þarfir. Þjónustuíbúðir er snerta eldri þegna samfélagsins eru í umsjá félagsþjónustu Fjarðabyggðar. Í þeim tilvikum sem húsnæðismál snerta leiguhúsnæði í eigu sveitarfélgsins kemur þó framkvæmdasvið Fjarðabyggðar einnig við sögu, sem umsjónaraðili þess húsnæðis. 

Búsetuþjónusta félagsþjónustunnar miðar að því, að gera einstaklingum kleift að búa á heimili sínu eins lengi og hugur og starfsþrek er til. Áhersla er jafnframt lögð á samstarf við íbúa og hagsmunasamtök þeirra, með það fyrir augum að vinna gegn félagslegri einangrun eða rjúfa hana þar sem hennar verður vart og efla möguleika einstaklingsins til virkrar þátttöku í samfélaginu. Að sama skapi er leitast við að tryggja sérstök húsnæðisúrræði þegar þeirra er þörf.