Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Leiðakerfið er byggt upp með það að markmiði að koma til móts við þarfir notenda hvað varðar skóla, vinnu og tómstundir. Kerfið er keyrt á tveimur leiðum. Leið 1 tengir saman svæðið frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og Leið 2 gengur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjaðrar.
Gjaldfrjálst verður fyrir alla í allar ferðir í almenningsamgöngum í Fjarðabyggð, og ekki þarf að sýna miða eða kaup kort.
ÍS-Travel á Reyðarfirði annast akstur beggja leiða í kerfinu.
Fyrir ferðir utan Fjarðabyggðar er hægt að skoða tímatöflu inná strætó.is