mobile navigation trigger mobile search trigger

Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð

Leiðakerfið er byggt upp með það að markmiði að koma til móts við þarfir notenda hvað varðar skóla, vinnu og tómstundir. Kerfið er keyrt á tveimur leiðum. Leið 1 tengir saman svæðið frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og Leið 2 gengur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjaðrar.

Gjaldfrjálst verður fyrir alla í allar ferðir í almenningsamgöngum í Fjarðabyggð, og ekki þarf að sýna miða eða kaup kort.     

ÍS-Travel á Reyðarfirði annast akstur beggja leiða í kerfinu.

Fyrir ferðir utan Fjarðabyggðar er hægt að skoða tímatöflu inná strætó.is

Leið 1

Leið 1 ekur á milli Neskaupstaðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Neskaupstað til Fáskrúðsfjarðar, og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Neskaupstaðar. Eftir hádegið eru síðan fjórar ferðir frá Neskaupstað til Fáskrúðsfjarðar, og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Neskaupstaðar. 

Tímatöflur - Leið 

Leið 2

Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar, og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur.

Til að panta ferða á leið 2A og 2B er hægt að hringja í síma 892 0955 eða senda tölvupóst á ivar@is-travel.is

Síðasta ferð dagins er ekin skv. pöntunarþjónustu. Athugið, panta þarf ferð sex klukkustundum áður en ferð er farin.

Tímatöflu má finna hér

Ábendingar 

Til að koma á framfæri ábendingum er hægt að gera það í gegnum ábendingakerfið á heimasíðu Fjarðabyggðar. Ábendingum þaðan er komið á framfæri samdægurs og svarað eins fljótt og auðið er.

Einnig er hægt að senda ábendingar á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is.

Aðrar samgöngur 

Strætó BS hefur umsjón með akstri leiðar 91, frá Neskaupstað til Egilsstaða. Leiðin er tenging við flugvöllinn á Egilsstöðum og eknar eru tvær ferðir á dag, alla virka daga.

Allar upplýsingar um leiðatöflur eða annað sem varðar þennan akstur má finna á heimasíðu Strætó með því að smella hér.

ÁBENDINGAR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending