mobile navigation trigger mobile search trigger

Persónuverndarstefna

Sveitarfélagið Fjarðabyggð vinnur með persónugreinanleg gögn um einstaklinga og vistar í upplýsingakerfum sínum. Fjarðabyggð leggur ríka áherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika, örugga og ábyrga meðferð upplýsinga í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlaga).

Um er að ræða persónugreinanleg gögn er varða íbúa og starfsfólk sveitarfélagsins. Sveitarfélagið vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru starfsemi síns vegna og heimilt er að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykki einstaklinga og annarra þeirra sem að verkefnum koma.

Sveitarfélagið hefur skipulagt vörslu og vinnslu allra gagna á þann veg að þau séu varin með tryggum hætti. Einungis þeir sem hafa til þess skilgreindar heimildir fá aðgang að viðeigandi gögnum. Þeir geta unnið með gögnin, uppfært, eða breytt. Óviðkomandi geta ekki skoðað gögnin.

Gögnin eru afrituð og þannig tryggt að mikilvæg gögn séu ætíð til staðar og glatist aldrei. Jafnframt leitast sveitarfélagið ætíð við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.

Skipuð hefur verið öryggisnefnd sem hefur það hlutverk að fylgja eftir upplýsingaöryggismálum.

Fjarðabyggð veitir einstaklingum, sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem sveitarfélagið vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn.

Skipaður hefur verið persónuverndarfulltrúi sem m.a. tekur við beiðnum einstaklinga og setur þær í farveg þannig að unnt sé að svara einstaklingum innan ásættanlegs frests.