Sigrún Júlía Geirsdóttir hefur ráðin í stöðu skólastjóra Nesskóla frá og með 1. ágúst 2025. Sigrún Júlía er uppalin á Fáskrúðsfirði en hefur lengst af búið í Neskaupstað. Hún þekkir vel til í Nesskóla þar sem hún hefur starfað sem umsjónarkennari í meira en 20 ár ásamt því að sinna tungumálakennslu á unglingastigi og þá hefur hún einnig verið stigstjóri unglingastigs.
Nýr skólastjóri hefur verið ráðinn að Nesskóla á Norðfirði

Hún er með B.Ed. próf í grunnskólakennarafræðum og M.Ed próf íslenskukennslu auk viðbótardiplóma í faggreinakennslu, allt frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún sótt fjölda námskeiða, s.s. ART þjálfaranámskeið, fjölda dönskunámskeiða og námskeiða í Uppeldi til ábyrgðar. Sigrún Júlía hefur einnig fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og hefur sinnt nefndarstörfum í sveitarfélaginu, verið varabæjarfulltrúi og varaþingmaður Framsóknar fyrir Austurlandskjördæmi eitt kjörtímabil.
Fráfarandi skólastjóri, Karen Ragnarsdóttir Malmquist, hverfur til starfa að skólamálum í öðrum landshluta. Við þökkum henni innilega fyrir hennar framlag til skólastarfs í Fjarðabyggð og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Við óskum Sigrúnu Júlíu til hamingju með starfið og bjóðum hana velkomna til starfa sem liðsmann í öflugan hóp skólastjórnenda í Fjarðabyggð.