Fara í efni

Skólaþjónusta

Fjarðabyggð rekur skólaþjónustu sem heyrir undir fjölskyldusvið og þar er leitast við að samþætta alla þjónustu við börn og fjölskyldur. Skólaþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra. Þjónustan miðar að því að efla skóla sem faglegar stofnanir til að leysa flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi.

Stuðningsþjónusta barna í leik- og grunnskólum. 

Leik- og grunnskólar Fjarðabyggðar eru skólar án aðgreiningar og starfa eftir hugmyndafræðinni “Uppeldi til ábyrgðar”. Lykilatriði í farsælu skólastarfi er samvinna foreldra, kennara, barna og sérfræðinga og því er rík áhersla lögð á þverfaglegt samstarf.

Foreldrar geta leitað aðstoðar tengiliðs skóla ef grunur vaknar um:

  • Félagslega erfiðleika
  • Vanlíðan
  • Námserfiðleika
  • Þroskafrávik
  • Einelti

Foreldrar og starfsfólk skóla taka sameiginlega ákvörðun um hvort ástæða er til að óska eftir stuðningi frá skólaþjónustu. 

Helstu áherslur þjónustunnar eru:

  • Að grípa hratt inn í mál barna
  • Að styðja við starfsfólk skóla, foreldra og börn
  • Þverfagleg samvinna milli kerfa 
Síðast uppfært: 03.09.2025