Fara í efni

Þjónusta

Í Fjarðabyggð er öflug og fjölbreytt þjónusta. Meðal þjónustustofnana má nefna Fjórðungssjúkrahús Austurlands, Verkmenntaskóla Austurlands, útibú Vegagerðar ríkisins, Lögreglustjórann á Austurlandi, Náttúrustofu Austurlands, Heilbrigðiseftirlit Austurlands og útibú Matís sem staðsett er á Norðfirði, rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Breiðdal. Rannsóknasetrinu er einkum ætlað að sinna rannsóknum á sviði jarðfræði og málvísinda.

Öflugir leikskólar, grunnskólar, tónlistarskóli og æskulýðsmiðstöðvar eru einnig starfræktar í byggðakjörnum Fjarðabyggðar og þar fer fram öflugt og faglegt starf.

Samhliða þessu er menningar- og félagslíf í miklum blóma ásamt kröftugu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem haldið er uppi af öflugum ungmennafélagum í hverjum byggðakjarna. Fjarðabyggð býr vel að öflugum innviðum þegar kemur að íþróttastarfi. Þrír innanhús íþróttavellir í fullri stærð eru í sveitarfélaginu, auk nokkura minni íþróttasala. Einnig er á Reyðarfirði fjölnota íþróttahús, Fjarðabyggðarhöllinn, sem nýtist vel til knattspyrnuiðkunar ásamt gervigrasvelli utanhús í Neskaupstað og góðum grasvelli á Eskifirði.

Verslun dafnar vel sem og rekstur hótela, gistihúsa og veitingahúsa. Dagvöru- og lágverðsverslanir, handverksbakarí, bankar, lyfjaverslanir og sérverslanir ýmiss konar eru í Fjarðabyggð, svo að nokkur dæmi séu nefnd ásamt fjölda aðila í iðntengdum þjónustugreinum. Eins er landbúnaður stundaður, einkum í Breiðdal, Norðfjarðarsveit og Fáskrúðsfirði. 

Síðast uppfært: 27.08.2025