Fara í efni

Safnahúsið á Norðfirði

Í Safnahúsinu á Norðfirði eru þrjú áhugaverð söfn til húsa. Náttúrugripasafnið á Norðfirði lýsir náttúru Austurlands með aðgengilegum og lifandi hætti. Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar snýr að hand- og iðnverki fyrri tíðar. Á jarðhæð Safnahússins er svo Myndlistarsafn Norðfirðingsins Tryggva Ólafssonar. Safnið er stærsti eigandi að verkum þessa óvenjulega listamanns og er ný sýning sett upp á verkum hans á hverju ári.

Opnunartími:


Safnahúsið á Norðfirði er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann (1. júní til 31. ágúst) frá kl. 13:00–17:00. Frá 1. september til 31. maí, eftir samkomulagi í síma 4709063 eða sofn@fjardabyggd.is 

Tryggvi Ólafsson er í hópi þekktustu myndlistarmanna þjóðarinnar en hann skipaði sér snemma á ferlinum í framvarðarsveit íslenskra myndlistarmanna með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl. Tryggvi er fæddur í Neskaupstað árið 1940. Hann hóf ungur að mála og nam myndlist bæði hér á landi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og í Kaupmannahöfn við Konunglegu listakademíuna 1961. Lengst af starfsævinnar var Tryggvi búsettur í Kaupmannahöfn.

Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar opnaði formlega í september 2001 og færði Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, þá safninu að gjöf verkið Kronos fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Veg og vanda af stofnun safnsins átti Magni Kristjánsson, skipstjóri og æskuvinur Tryggva og var safnið fyrst til húsa í gamla Kaupfélagshúsi bæjarins. 

 

Safnið var stofnað af vélstjóranum og athafnamanninum Jósafat Hinrikssyni sem ættaður var frá Neskaupstað. Safnið byggir á munum sem tilheyra sjávarútvegi, járn- og eldsmíði, bátasmíði og gömlum atvinnuháttum. Einnig geymir safnið eftirlíkingu af eldsmiðju Hinriks Hjaltasonar, föður Jósafats, þar sem Jósafat lærði og hóf starfsferil sinn. Safnið er áhugaverð heimild um framkvæmdir og smíðatækni fyrri ára. Það var áður til húsa í Súðavogi 4 í Reykjavík, þar sem Vélaverkstæði J. Hinrikssonar var til húsa. Árið 2000 afhentu erfingjar Jósafats Fjarðabyggð safnið til varðveislu í Neskaupstað. 

Safnið var stofnað 1965. Fyrsta sýning þess var opnuð sumarið 1970 í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað,  en árið 1971 var sýningarsalur safnsins opnaður að Mýrargötu 37.  Var Hjörleifur Guttormsson fyrsti forstöðumaður safnsins og aðalhvatamaður þess.  Árið 1989 flutti safnið að Miðstræti 1,  þar sem það var til húsa til ársins 2006, en þá var það flutt í Safnahúsið á Norðfirði, Egilsbraut 2. 

Safnið hefur að geyma flesta íslenska fugla auk fjölda flækinga og ágætu fiskasafni með ýmsum sjaldséðum fiskum. Einnig eru í safninu ýmsir gripir af sjávarbotni, þar á meðal mjög gott safn skeldýra. Villtu íslensku spendýrin eiga sína fulltrúa á safninu og þar er einnig mjög gott steinasafn. Þá varðveitir safnið austfirskt plöntuvísindasafn og skordýrasafn. 

Gjaldskrá safna

G J A L D S K R Á – A D M I S S I O N

Gildir frá 1.4.2025

Safnahúsið í Neskaupstað, Neskaupstað - The Museum House in Neskaupstaður

Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði - East Iceland Maritime Museum in Eskifjörður

Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði - The Icelandic Wartime Museum in Reyðarfjörður

Tegund Gjald
Fullorðnir (18 - 67 ára) 2.000 kr
Börn ( 0 - 15 ára ) Ókeypis
Börn ( 16 – 17 ára ) 1.700 kr.
Eldri borgarar (67+) 1.700 kr.
Öryrkjar 1.700 kr.
Hópar (20+) á mann 1.700 kr.
Safnapassi í öll söfn (2) 3.650 kr.
Félagar í ICOM og FÍSOS Ókeypis

Opnun safns utan hefðbundins opnunartíma.

Innheimta er 12.000 kr. grunngjald fyrir opnun safns utan hefðbundins opnunartíma ásamt aðgangseyrir af hverjum safngesti skv. gjaldskrá fyrir hópa færri en 20. Heimilt er að innheimta grunngjald þrátt fyrir skilgreiningu í gjaldskrá um frían aðgang barna (0 – 15), félaga ICOM (International council of museums) og FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna).

(1)  Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði að hlutaðeigandi safni, ticket is valid for one year in the museum issued to person. (2)  Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði í öll söfn Fjarðabyggðar, ticket is valid for one year in the all museum of Fjardabygg issued to person

Leiga á sal á jarðhæð í Safnahúsinu Neskaupstað.

Gjald: Heill dagur kr. 22.500 - Hálfur dagur kr. 17.000

Síðast uppfært: 08.09.2025