- Verkefni skipulagsnefndar, sbr. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulagstillögur, skipulagsskilmálar og tillögugerð til bæjarstjórnar um skipulagsáætlanir og breytingar á þeim.
- Umsóknir um framkvæmdaleyfi, samanber 1. mgr. 13. gr. skipulagslaga. Skiptingu jarða, landa, lóða og breytingu á landamerkjum samkvæmt 48. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdanefnd
Skipulags- og framkvæmdanefnd er skipuð fimm fulltrúum og jafn mörgum til vara.

Skipulags- og framkvæmdarnefnd fer með eftirtalin verkefni:
- Verkefni byggingarnefndar samanber 7. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
- Umsóknir um byggingarleyfi og tillögugerð til bæjarráðs um afgreiðslu byggingarleyfismála sem ekki sæta fullnaðarákvörðun nefndarinnar eða byggingarfulltrúa.
- Tillögugerð til bæjarráðs um staðbundnar byggingarsamþykktir.
- Staðsetningu listaverka á almannafæri í bæjarlandinu.
- Verkefni náttúruverndarnefndar skv. 14. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og verkefni gróðurverndarnefndar skv. 19. gr. laga nr. 17/1965 um landgræðslu.
- Stefnumótun í umhverfismálum og ábyrgð á gerð umhverfisáætlunar.
- Fyrirsvar varðandi fólkvanga sem bærinn á aðild að enda sé það ekki falið öðrum aðilum.
- Fegrun bæjarins og aðgerðir til að bæta umgengni með áherslu á samstarf við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga.
- Umhirðu á lóðum í eigu sveitarfélagsins og á opnum svæðum bæjarins.
- Eftirlit með framkvæmdum og umhirðu á götum, gangstéttum, útvistar- og grænum svæðum í bænum, sem og á öðru landi bæjarins.
- Stefnumótun í úrgangsmálum, þar með talið sorphirðu, og framkvæmd á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
- Ábyrgð á samningum um úrgangsmál, þ.m.t. söfnun, flutningi og förgun og tillögugerð til bæjarráðs um gjaldskrár varðandi meðhöndlun úrgangs.
- Dýravernd, þar með talið útgáfu leyfa og eftirlit með hunda- og kattahaldi.
- Stefnumótun í umferðaröryggismálum og aðgerðir til að auka umferðaröryggi.
- Umsjón með götumerkingum.
- Umsjón og skipulag skipulagðra samgangna.
- Ábyrgð á umferðarsamþykkt fyrir Fjarðabyggð og tillögum til breytinga á henni.
- Tillögugerð til lögreglustjóra varðandi varanleg sérákvæði um notkun vega til umferðar og aðrar ákvarðanir sem hljóta þurfa staðfestingu stjórnvalda ríkisins, sbr. 84. - 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.
- Ábyrgð á samþykkt um búfjárhald og búfjáreftirlit samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013.
- Umsjón með refa- og minkaveiðum.
- Tillögugerð til bæjarráðs um gæðakröfur við byggingu fasteigna og viðhald þeirra.
- Tillögur til bæjarráðs að forgangsröðun viðhalds og nýframkvæmda að höfðu samráði við forsvarsmenn málaflokka og notendur húsnæðis bæjarins.
- Vörslu fasteigna bæjarins og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu sveitarfélagsins.
- Umsjón með nýbyggingarverkefnum og hönnunar- og byggingarstjórn.
- Skilgreina þjónustu sem látin er í té í þjónustu- og framkvæmdamiðstöð auk tækjamiðstöðvar.
- Ábyrgð á þjónustu og rekstri þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar auk tækjamiðstöðvar Fjarðabyggðar.

Þuríður Lillý Sigurðardóttir
Formaður (B)

Kristinn Þór Jónasson
Varaformaður (D)

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir
Aðalmaður (D)

Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir
Aðalmaður (L)

Elís Pétur Elísson
Aðalmaður (B)
Síðast uppfært: 12.08.2025