Skapandi sumarstörf
Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð eru frábær tækifæri fyrir ungt fólk sem vill efla listsköpun sína og lífga upp á sveitarfélagið með skapandi verkefnum og listviðburðum. Skapandi sumarstörf eru fyrir einstaklinga með áhuga á myndlist, sviðslistum, skrifum, ljósmyndun, tónlist, kvikmyndagerð eða öðrum skapandi greinum.

Opnað er fyrir umsóknir á hverju vori. Skapandi sumarstörf er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 25 ára. Starfið byggist á skapandi þjónustu við samfélagið, svo sem listrænum viðburðum í byggðakjörnunum. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna sjálfstætt og í hóp undir leiðsögn verkefnastjóra. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á að læra nýja hluti, kanna ný listform og þróa eigin verkefni.
Við val á umsækjendum er tekið tillit til:
- Reynslu og frumleika hugmynda
- Sýnileika og fjölbreytni verkefna
- Kynjahlutfalls og gæða umsókna
Umsókninni þarf að fylgja kynningarbréf með upplýsingum um umsækjanda, áhugasvið og hugmyndir að verkefnum.
Hvernig sæki ég um?
Sótt er um skapandi sumarstörf á ráðningarvef sveitarfélagsins.
Frekari upplýsingar:
Verkefnastjóri Menningarstofu, veitir nánari upplýsingar í síma 470-9061 eða á netfangið menningarstofa@fjardabyggd.is.
Síðast uppfært: 04.09.2025