Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru samsteypusöfn og þjóna bæði almenningi og nemendum í Fjarðabyggð.
Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru sex. Þau eru á Breiðdal, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði. Öll söfnin eru staðsett í grunnskólum bæjarkjarnanna. Söfnin búa yfir góðum safnkosti og boðið er upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna, fyrirtæki og stofnanir.
Helstu þjónustuþættir eru útlán gagna, s.s. skáldsögur, fræðibækur, tímarit, myndasögur, spil og púsl. Einnig gegna söfnin viðamiklu hlutverki þegar kemur að nemendum, bæði til afþreyingar og náms. Veitt er upplýsingaþjónusta í formi heimildaleitar og boðið er upp á lesaðstöðu.
Einnig gegna söfnin viðamiklu hlutverki í þjónustu við nemendur á öllum aldri bæði í námi og tómstundum. Bókasöfnin eru þekkingarveitur og fræðslustofnanir sem halda uppi virkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu ásamt því að stuðla að varðveislu menningararfs. Á bókasöfnunum er lesaðstaða og barnahorn, þá er boðið upp á millisafnalán og aðgang að rafbókasafni. Leiðbeiningar og upplýsingar um Rafbókasafnið. Ekki er greitt fyrir bókasafnsskírteini.
Á bókasöfnunum er tekið vel á móti nýjum hugmyndum og starfsfólk þar er tilbúnið að styðja við og taka þátt í alls konar verkefnum sem eiga heima undir hatti bókasafna.
Opnunartími bókasafnanna er styttur yfir hásumarið og er opnunartími breytilegur milli ára.
Bókasafnið í Neskaupstað á Norðfirði er til húsa í Nesskóla á jarðhæð, Skólavegi 9, 740 Neskaupstað, s. 470 9110, boknes@fjardabyggd.is.
Hægt er að leita í safnakosti safnins með því að smella á viðkomandi hlekk: