Framhaldsnám
Verkmenntaskóli Austurlands er eini framhaldsskólinn í Fjarðabyggð. Þar eru fjölbreyttar verklegar og bóklegar námsleiðir í boði. Verkmenntaskólinn sinnir breiðum hópi nemenda á öllum aldri, m.a. með fjölbreyttu framboði fjar- og dreifnáms. Kennsluaðstaða í skólanum er góð, við hann er heimavist og mötuneyti. Almenningssamgöngur miðaðar við þarfir framhaldskóla nemenda eru í boði. Aðrir framhaldsskólar á Austurlandi eru Menntaskólinn á Egilsstöðum og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.

Áætlun almenningsvagna: strætó.is
Austurbrú bíður upp fjölbreytta þjónustu vegna símenntunar s.s. námsráðgjöf, raunfærnimat og námskeiðahald, auk þjónustu við fjarnema á háskólastigi. Í Hallormsstaðaskóla er boðið upp á staðbundið háskólanám í Skapandi sjálfbærni.
Síðast uppfært: 03.09.2025