Fara í efni

Íslenska stríðsárasafnið

Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra. Megináhersla er lögð á lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina og sýningar safnsins snúast um að koma þeim til skila á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestum gefst kostur á að fara inn í bragga og bíósal, auk þess að skoða muni og fjölda mynda frá stríðsárunum.

Opnunartími:
 

Íslenska stríðsárasafnið er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann (1. júní til 31. ágúst) frá kl. 13:00–17:00. 
Frá 1. september til 31. maí eftir samkomulagi í síma 470 9063 eða sofn@fjardabyggd.is 

Gjaldskrá safna

G J A L D S K R Á – A D M I S S I O N

Gildir frá 1.4.2025

Safnahúsið í Neskaupstað, Neskaupstað - The Museum House in Neskaupstaður

Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði - East Iceland Maritime Museum in Eskifjörður

Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði - The Icelandic Wartime Museum in Reyðarfjörður

Tegund Gjald
Fullorðnir (18 - 67 ára) 2.000 kr
Börn ( 0 - 15 ára ) Ókeypis
Börn ( 16 – 17 ára ) 1.700 kr.
Eldri borgarar (67+) 1.700 kr.
Öryrkjar 1.700 kr.
Hópar (20+) á mann 1.700 kr.
Safnapassi í öll söfn (2) 3.650 kr.
Félagar í ICOM og FÍSOS Ókeypis

Opnun safns utan hefðbundins opnunartíma.

Innheimta er 12.000 kr. grunngjald fyrir opnun safns utan hefðbundins opnunartíma ásamt aðgangseyrir af hverjum safngesti skv. gjaldskrá fyrir hópa færri en 20. Heimilt er að innheimta grunngjald þrátt fyrir skilgreiningu í gjaldskrá um frían aðgang barna (0 – 15), félaga ICOM (International council of museums) og FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna).

(1)  Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði að hlutaðeigandi safni, ticket is valid for one year in the museum issued to person. (2)  Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði í öll söfn Fjarðabyggðar, ticket is valid for one year in the all museum of Fjardabygg issued to person

Leiga á sal á jarðhæð í Safnahúsinu Neskaupstað.

Gjald: Heill dagur kr. 22.500 - Hálfur dagur kr. 17.000

Síðast uppfært: 04.09.2025