Fjarðabyggðarappið

Nýtt starfsmannaapp Fjarðabyggðar
Nýja starfsmannaappið (Fjarðabyggðarappið) er hannað til að efla upplýsingaflæði og einfalda daglegt starf okkar.
Í appinu færð þú á einum stað aðgang að öllum þeim helstu upplýsingum sem þú þarft. Eins og til dæmis, verklagsreglur, almennum starfsupplýsingum, mannauðsstefnu og fleira.
Appið mun nýtast sérstaklega vel við:
- innleiðingu nýs starfsfólks
- þjálfun og fræðslu
- örnámskeið og stutt fræðsluerindi
- upplýsingar um viðburði, tilkynningar og annað sem skiptir starfsfólk máli
Meginmarkmið appsins
- Auka nýtni og virkni starfsfólks í samskiptum þvert á svið og stofnanir.
- Fjarðabyggð sem ein heild – við vinnum öll saman.
- Þétta stofnanir og deildir með auknum samskiptum í lokuðu, öruggu umhverfi.
- Allt á einum stað – aðgengilegt, notendavænt og einfalt í notkun.
Upplýsingar og samskipti á einum stað
Appið styður upplýsingamiðlun í allar áttir:
- fréttir um það sem er að gerast
- tilkynningar og skilaboð til starfsfólks
- umræðuvettvangur þar sem starfsfólk getur komið ábendingum og hugmyndum á framfæri
- hópar til að skiptast á upplýsingum (t.d. hlaupahópar, uppskriftahópar o.fl.)
- spjalleiginleikar fyrir einkaskilaboð milli starfsfólks
Í gegnum bókasafn appsins verður auðvelt að nálgast:
- mannauðshandbók
- stefnur og verklagsreglur
- stjórnendahandbók
- önnur lykilskjöl sem nýtast í starfi
Góð samskipti – sterkur vinnustaður
Góð samskipti eru grunnstoð árangurs á hverjum vinnustað. Þar sem upplýsingaflæði er skilvirkt og samskipti eru opin og uppbyggileg, skapast sterkt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk upplifir stuðning og virðingu.
Allir leggja sitt af mörkum til jákvæðrar vinnustaðamenningar, en leiðtogar gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki í að móta og viðhalda jákvæðu samskiptamynstri. Appið er nýtt verkfæri til að styðja það hlutverk.
Tækifæri í nýju appi
Nýja appið er tækifæri til að:
- auka virkni og þátttöku
- þétta hópinn um alla Fjarðabyggð
- byggja upp góða vinnustaðamenningu
- tryggja skilvirkt upplýsingaflæði þar sem enginn situr eftir
Við hvetjum allt starfsfólk til að kynna sér appið, prófa sig áfram og nýta það sem sameiginlegt samskipta- og upplýsingatól.
Allt starfsfólk fær boð um aðgang að appinu með sms skilaboði eða tölvupósti. Hafi þér ekki borist slíkt er hægt að hafa samband við næsta yfirmann.