Fara í efni

Þórsmörk - listamannasetur

Menningarstofa Fjarðabyggðar býður upp á gjaldfrjálsa rannsóknardvöl í Þórsmörk í Neskaupstað, þar sem listamenn geta dvalið og unnið að listsköpun sinni á ákveðnum tímabilum ár hvert.

Þórsmörk listamannasetur býður listamönnum upp á allt að átta vikna rannsóknardvöl í Neskaupatað, Norðfirði. 
Dvalir eru skipulagðar í samstarfi við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði, með áherslu á staðbundnar rannsóknir á náttúru, náttúruafurðum, umhverfi, handverksögu og frásögnum íbúa Fjarðabyggðar.  

  • Listamenn og hönnuðir í öllum miðlum
  • Sýningarstjórar
  • Rannsakendur á sviði lista, menningar og matargerðar 
  • Dvalarstaður: Þórsmörk – Þiljuvellir 11, 740 Neskaupstað.
  • Einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu fyrir eldamennsku, stofu og vinnurými.
  • Sýningarsalir og samkomueldhús á jarðhæð.
  • Silfursmiðja í kjallara (aðgengi með leyfi).
  • Aðstaða í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði eftir samkomulagi (keramíkvinnustofa og smíðaverkstæði).

Listamenn skulu halda a.m.k. 2 – 4 viðburði, eftir lengd dvalar (4 eða 8 vikur). Dæmi um viðburði:

  • Opin vinnustofa
  • Listamannaspjall
  • Sýningar í samráði við Menningarstofu
  • Námskeið fyrir íbúa Fjarðabyggðar (kostnaður greiddur af Menningarstofu) 
  • Dvalartímabil: 4 – 8 vikur (Tímabilinu mars –  október)
  • Kostnaður: Ferðakostnaður, verkefnakostnaður og máltíðir greiðast af listamanninum.
  • Innifalið: Svefnrými, vinnustofa, sýningar- og viðburðarými, faglegur stuðningur. 

Tekið er á móti umsóknum árlega í byrjun árs á netfangið menningarstofa@fjardabyggd.is. Umsóknarfrestur fyrir 2025 var 20. febrúar.

Umsókninni þarf að fylgja:

  • Portfolio listamanns
  • Kynningarbréf með áherslu á staðbundnar listrannsóknir
  • Ósk um tímabil (4 – 8 vikur, mars – október )

Viðmið við yfirferð umsókna:

  • Listrænt gildi tillögu
  • Skýrt staðbundið rannsóknarefni
  • Virkjun samfélagsins er kostur
  • Hæfni umsækjanda til að starfa sjálfstætt
  • Jafnræði og þátttaka einstaklinga úr minnihlutahópum 

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Menningarstofu á netfangið menningarstofa@fjardabyggd.is 

Síðast uppfært: 12.08.2025