Fara í efni

Menningarmiðstöðvar á Austurlandi

Á Austurlandi eru þrjár menningarmiðstöðvar sem hver um sig sinna fjölbreyttri menningarstarfsemi. Þær sérhæfa sig á mismunandi sviðum menningar og veita öfluga aðstöðu fyrir skapandi starf. Markmið miðstöðvanna er að efla menningarlíf á svæðinu og miðla upplýsingum um menningarmál til íbúa og gesta.

Eskifjörður, Fjarðabyggð

Sérhæfing: Tónlist

Tónlistarmiðstöð Austurlands hefur aðsetur í Eskifjarðarkirkju. Hljómburður hússins telst einstakur og hönnun þess stuðlar að góðum sjón- og hljóðrænum samskiptum milli flytjanda og áhorfenda.

 

Seyðisfjörður, Múlaþing 

Sérhæfing: Myndlist 

Skaftfell er helsti vettvangur myndlistar á Austurlandi og býður upp á sýningar, vinnustofur og fræðslu á sviði sjónlista. Þar er einnig rekin alþjóðleg gestavinnustofa fyrir listamenn. 

Egilsstaðir, Múlaþing 

Sérhæfing: Sviðslistir 

Sláturhúsið er miðstöð sviðslista og skapandi greina. Þar fara fram ýmsir viðburðir, sýningar og þverfagleg skapandi verkefni sem stuðla að þróun menningarlífs á svæðinu. 

Menningarmiðstöðvar Austurlands vinna saman að því að efla menningartengd tækifæri og bjóða upp á aðstöðu fyrir listamenn, menningarviðburði og samfélagsverkefni. 

Upplýsingar um starfsemi miðstöðvanna má finna á heimasíðum þeirra eða með því að hafa samband við Menningarstofu Fjarðabyggðar: 
menningarstofa@fjardabyggd.is 

 

Síðast uppfært: 28.05.2025