Fara í efni

Veitur

Fjarðabyggðarveitur hafa yfirumsjón með veitum sveitarfélagsins, vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og fráveitu. Í því felst m.a. viðhald og framkvæmdir, tæknimál, fagleg stefnumótun, framtíðarþróun og eftirlit og gæðastjórnun veitnanna.

Inná íbúagáttinni er að finna allar helstu upplýsingar vegna reikninga, notkunnar og fleira sem varðar hitaveituna undir flipanum ,,Orkan mín". Einnig er hægt að skila inn upplýsingum vegna notendaskipta.

 

Gjaldskrá

1. gr.

Hitaveita  Fjarðabyggðar  selur  afnot  af  heitu  vatni  úr  veitukerfi  sínu  samkvæmt  verðskrá þessari  og  reglugerð  hitaveitunnar  fyrir  heitt  vatn  nr.  908/2005.  Gjöld  samkvæmt  gjaldskrá þessari eru gefin upp án skatts á smásöluverð á heitu vatni og virðisaukaskatts, nema annað sé tekið   fram,   og   leggjast   þessir   skattar   á   þau   skv.   gildandi   reglum   á   hverjum   tíma. Virðisaukaskattur á sölu á heitu vatni til hitunar húsa og laugarvatns er 11%.

2. gr.

Ekki  er  takmarkaður  aðgangur  húsveitu  að  heitu  vatni  umfram  það  sem  heimæð  og veitukerfi  gera.  Hitaveitu  Fjarðabyggðar  er  heimilt  að  setja  upp  búnað  hjá  notanda,  sem tryggir aðra notendur gegn óeðlilegum þrýstibreytingum og er starfsmönnum veitunnar einum heimilt að breyta stillingu búnaðarins.

3. gr.

Seðilgjald  kr. 269  leggst  á  útsenda  prentaða  reikninga  en  hægt  er  að  komast  hjá gjaldinu með því að nýta greiðslukortaþjónustu eða beingreiðslur í banka. Reikningar birtast í heimabönkum þeirra sem nýta sér slíka þjónustu.

4. gr.

Reikninga  skal  greiða  á  eindaga.  Séu  reikningar  ekki  greiddir  á  eindaga  er  send  út tilkynning  um  vanskil.  Reikningar  eru  því  næst  sendir  til  innheimtuaðila.  Vextir  leggjast  við skuldina sé ekki greitt á eindaga

5. gr.

Hitaveitugjöld eru krafin mánaðarlega. Lesið verður af mælum mánaðarlega og reikningar gerðir  fyrir  raunnotkun  hvers  mánaðar.  Fyrir  þær  veitur  sem  ekki  er  möguleiki  að  lesa  af mánaðarlega  er  áætlunarreikningur    sendur  út  reikningur  byggður  á  áætlun  sem  tekur  mið  af fyrri  notkun.  Einu  sinni  á  ári  hið  minnsta  er  sendur  uppgjörsreikningur  sem  byggður  er  á álestri og er hann uppgjör á þeim áætlunarreikningum sem sendir hafa verið.

6. gr.

Húseigandi, eða sá sem skráður er fyrir mæli, er ábyrgur fyrir því að tilkynna flutning og er ábyrgur  fyrir  orkunotkun  þar  til  tilkynning  um  annan  notenda  hefur  verið  móttekin  hjá hitaveitunni.

7. gr.

Verð fyrir afnot af heitu vatni er eftirfarandi:

  1. Samkvæmt vatnsmæli fyrir hvern rúmmetra vatns: 

    Grunnverð kr. 190,43

  2. Samkvæmt vatnsmæli fyrir hverja kílóvattastund (kWh):

    Grunnverð kr. 4,07

  3. Mælagjald – fast gjald.

    Mælir Krónur á ári
    15 og 20 mm 37.011
    25 mm 124.651
    32 mm 240.698
    40 mm 489.984
    50 mm 945.255

Um  afnot  á  vatni  hitaveitu  til  annarra  nota  en  húshitunar  gilda  sérstök  gjöld  sem  ákveðin 

eru hverju sinni en þó með hliðsjón af gjaldskrá hitaveitunnar.

       D. Önnur gjöld:

Tegund Verð
Umbeðinn aflestur af mælum 1.695 kr.
Lokunargjald 2.298 kr.
Skiptigjald 2.815 kr.
Innheimtugjald er í höndum innheimtuaðila.

8. gr.

Bráðabirgðaheimlagnir.

Lögn Grunnverð Lengdargjald, kr./metra
20 mm 31.942 4.487
25 mm 40.373 5.738
32 mm 41.720 5.738

Lengdargjald  er  greitt  fyrir  hvern  metra  í  heimlögn  sem  lögð  er  til  bráðabirgða.  Ef 

bráðabirgðaheimlögn   verður   síðar   notuð   sem   aðalheimlögn   fyrir   hús,   greiðist   ekkert 

lengdargjald  vegna  bráðabirgðatengingar.  Bráðabirgðaheimlagnir  skulu  aflagðar  innan  24 

mánaða frá tengingu þeirra.

9. gr

Lögn Inntaksgjald kr.
20 mm 587.717
25 mm 764.028
32 mm 1.031.437
40 mm 1.444.011
50 mm 2.093.583

 

Tengigrind er ekki innifalin í heimæðargjaldi.

Ef  heimlagnagjald  stendur  ekki  undir  kostnaði  í  frágengnu  hverfi  er  heimlagnagjald  fyrir nýja eða stækkaða heimlögn greitt samkvæmt kostnaðaráætlun.Heimæð  hitaveitu  liggur  frá  götulögn  eða  tengibrunni  og  inn  fyrir  húsvegg  húsveitu  að inntaksloka. Aukagjald fyrir hvern mæli umfram þann fyrsta skal vera 33.676 kr.

10. gr

Lengdargjald  í  dreifbýli  skal  vera  samkvæmt  kostnaði  en  lengdargjald  í  þéttbýli  er 9.554 kr. og er greitt fyrir hvern metra umfram 20 metra innan lóðamarka.

11. gr.

Önnur atriði til skýringa:

Stærð  heimlagnar  fer  eftir  hússtærð  og  starfsemi  sem  þar  er  áætluð.  Húseigandi  og hönnuður   ákveða   stærð   heimlagna   en   hitaveita   Fjarðabyggðar   ákveður   lágmarksstærð heimlagna fyrir íbúðarhús.Eigandi  íbúðarhúss/fyrirtækis  þarf  að  sækja  tímanlega  um  heimlögn  á  þar  til  gerðu eyðublaði,  hvort  sem  um  er  að  ræða  nýja  heimlögn,  færslu,  breytingu  eða  stækkun  á  eldri heimlögn. Teikningar skulu fylgja umsókn.Heimlagnargjald  skal  greitt  fyrir  hverja  heimlögn  er  tengir  húsveitu  við  kerfi  veitunnar. Heimlagnargjald skal greitt áður en vinna við lagningu hefst.Þegar heimlögn er stækkuð eða þegar heimlögn er breytt samkvæmt beiðni viðskiptavinar, skal  greiða  fyrir  breytinguna  samkvæmt  samkomulagi  og  skal  tekið  mið  af  raunkostnaði  við breytinguna. Heimilt  er  að  veita  afslátt  af  tengigjöldum  ef  tengikostnaður  er  sannanlega  lægri en gjaldskrá miðar við. Heimilt  er  að  leggja  álag  á  tengigjald  ef  tengikostnaður  er  sannanlega  hærri  en  gjaldskrá miðar við.Gjaldskrá  þessi,  sem  samþykkt  er  af  bæjarráði  og  bæjarstjórn  Fjarðabyggðar,  er  hér  með staðfest samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. janúar 2025  og  birtist  til  eftirbreytni  öllum  sem  hlut  eiga  að  máli.  Jafnframt  er  úr  gildi  felld  eldri gjaldskrá sama efnis.

1. gr.

Álagningarstuðull.

Álagningarstuðull  fyrir  fráveitugjald  er  0,3232%  af  húsmati  fasteigna.  Fráveitugjald  er 

innheimt    bæði    af    húsmati    heimila    og    fyrirtækja.    Fráveitugjald    er    innheimt    með 

fasteignagjöldum.

2. gr.

Þjónustugjald

Fyrir hverja fasteign innan marka Fjarðabyggðar með eigin fráveitu, eða fráveitu sem ekki er 

tengd  holræsakerfi  í  eigu  Fjarðabyggðar,  skal  greiða  árlegt  þjónustugjald,  sbr.  22.  gr. 

samþykktar um fráveitu í Fjarðabyggð. Greiða skal sérstakt gjald fyrir hverja rotþró, ef fleiri 

en ein rotþró er á sömu fasteign.

Undanþegnir  frá  gjaldskyldu  eru  aðilar  sem  framvísa  samningi  um  tæmingu  rotþróa  við 

þjónustuaðila  með  gilt  starfsleyfi  heilbrigðiseftirlits,  sbr.  18.  gr.  samþykktar  um  fráveitur  í 

Fjarðabyggð.

Ef fleiri en ein húseign er tengd rotþró skal þjónustugjaldi deilt með jöfnum hætti á fasteignir, 

nema ef sýnt er fram á aðra eignar- eða notkunarskiptingu á þrónni.

3. gr.

Gjaldskrá

Þjónustugjald samkvæmt 1. gr. skal vera árlegt gjald sem hér segir:

Stærð rotþróar í lítrum – þjónustugjald Verð kr.
< 3.500 lítrar 24.646
3.500 – 5.500 lítrar 36.968
5.500 – 8.000 lítrar 47.750
> 8.000 lítrar 47.750
Fyrir hvern viðbótarrúmmetra 7.700

Tímagjald hreinsibíls á klst. - 19.763

Förgunargjald er samkvæmt verðskrá Sorpstöðvar Fjarðabyggðar.

Fjárhæð árgjalds miðast við að tæming og skoðun rotþróar eigi sér stað annað hvert ár. Komi 

fram  beiðni  um  eða  ef  nauðsynlegt  er  að  tæma  rotþró  sérstaklega,  skal  greiða  sérstakt  gjald 

sem er 70% álag á árlega greiðslu.

Fjárhæð  árgjalds  miðast  við  að  hreinsibíll  þurfi  ekki  að  nota  lengri  barka  en  30  metra.  Ef 

leggja þarf lengri barka þá bætast við 3.081 kr. að 50 metrum, en 9.666 kr. eftir það.

Ef  fleiri  en  ein  húseign  nýtir  rotþró  og  um  er  að  ræða  íbúðarhúsnæði  eða  sumarbústaði 

sérmetna í fasteignamati, skal aldrei innheimta hærra gjald skv. 1. mgr. en 23.103 kr. af hverri 

húseign.

Sveitarstjórn  er  heimilt  að  innheimta  sérstakt  aukagjald  þar  sem  þannig  háttar  til  að  um 

óvenjumikinn  kostnað  er  að  ræða  við  hreinsun  og  tæmingu  rotþróa  eða  þegar  sérstakar 

aðstæður krefjast aukinnar þjónustu. Gjaldið skal nema tímagjaldi fyrir hreinsibíl, skv. 2. gr., 

fyrir  tíma  umfram  2ja  klst.  vinnu-  og  aksturstíma,  sem  sérstaklega  er  tilkominn  vegna 

viðkomandi rotþróar.

4. gr.

Gjalddagi og innheimta

Gjalddagi og innheimta þjónustugjalds skv. 2. gr. fer fram með sama hætti og á sama tíma og 

álagning  fasteignaskatts.  Gjöld  samkvæmt  gjaldskrá  þessari  er  heimilt  að  innheimta  með 

fjárnámi  í  fasteign  sem  rotþró  tengist  án  tillits  til  eigendaskipta.  Njóta  gjöldin  lögveðréttar  í 

lóð  og  mannvirkjum  næstu  tvö  ár  eftir  gjalddaga,  með  forgangsrétti  fyrir  hvers  konar 

samningsveði og aðfararveði.

5. gr.

Stofngjald fráveitu

Stofngjald   fráveitu   skal   innheimta   af   öllum   fasteignum   sem   tengdar   eru   fráveitu 

Fjarðabyggðar   og   skráðar   eru   í   fasteignamat.   Gjaldið   skal   innheimt   við   útgáfu 

byggingarleyfis.  Verð  miðast  við  skólplögn  og  regnvatnslögn  (100-150mm)  sem  lögð  er  að 

lóðamörkum.

Tengigjald vegna nýtengingar fráveitu við einstaka fasteign er 282.524 kr.

Gert er ráð fyrir að fjölbýlishús, par- og raðhús o.s.frv. sé með óskipta lóð og einungis 

ein tenging er fyrir hverja lóð. Sé óskað eftir fleiri tengingum inn á lóð greiðist það 

skv. Raunkostnaði.

Sé sótt um stærri heimlögn en getið er um hér að ofan þarf að snúa sért til veitna 

Fjarðabyggðar með fyrirspurn um verð. Sama á við t.d. í þéttingu byggðar í grónum 

hverfum þar sem tenging er ekki til staðar eða ef aðstæður eru óvenju erfiðar þannig 

að ætla má að tengikostnaður sér úr takti við almennar tengingar

6 .gr.

Einingarverð og gildistaka

Gjaldskrá  þessi  er  sett  með  heimild  í  15.  gr.  laga  um  uppbyggingu  og  rekstur  fráveitna  nr. 

9/2009 og öðlast gildi 1 janúar 2025. Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá nr. 1437/2023.

1.gr

Hitaveita Fjarðabyggðar selur afnot af heitu vatni úr fjarvarmaveitukerfum sínum samkvæmt 

gjaldskrá þessari.

2.gr

Ekki  er  takmarkaður  aðgangur  húsveitu  að  heitu  vatni  umfram  það  sem  heimæð  og 

veitukerfi gera. 

3.gr.

Seðilgjald  kr.  261  -  leggst  á  útsenda  prentaða  reikninga  en  hægt  er  að  komast  hjá 

gjaldinu með því að nýta greiðslukortaþjónustu eða beingreiðslur í banka. Reikningar birtast í 

heimabönkum þeirra sem nýta sér slíka þjónustu.

4.gr.

Reikninga  skal  greiða  á  eindaga.  Séu  reikningar  ekki  greiddir  á  eindaga  er  send  út 

tilkynning um vanskil.. Reikningar eru því næst sendir til innheimtuaðila. Vextir leggjast við 

skuldina sé ekki greitt á eindaga

5.gr.

Hitaveitugjöld eru krafin mánaðarlega. 

6.gr.

Staður Eining Án vsk. Með 2% jöfnunargjaldi Með 11% vsk.
Orkugjald Norðfirði kr/kWh 14,64 14,93 16,57
Orkugjald Reyðarfirði kr/kWh 18,09 18,45 20,48

 

Síðast uppfært: 20.08.2025