Fara í efni

Sjóminjasafn Austurlands

Safnið er eina sinnar tegundar á Austurlandi og starfar á fjórðungsvísu. Safnið hefur ekki eingöngu mikla menningarlega þýðingu fyrir byggðarlagið heldur allt Austurland. Í safninu eru munir sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla.

Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er staðsett í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem byggt var 1816. Gamla búð hefur þjónað margvíslegum hlutverkum í bæjarfélaginu eftir að verslun var flutt, fyrst sem pakkhús og síðar fiskgeymsla, veiðarfærageymsla o.fl. Endurbygging hússins hófst árið 1968 og þar var þá flutt ofar í lóðina til að rýma fyrir vegaframkvæmdum og árið 1983 var verkinu lokið. Þá var búið að ákveða stofnun sjóminjasafns á Eskifirði og var því komið fyrir í húsinu. Safnið var opnað almenningi 4. júní 1983. Einnig er safnið með sýningaraðstöðu á efri hæð Randulffs Sjóhúss á Eskifirði, sem reist var af norskum síldarveiðimönnum í upphafi 20. aldar. Á neðri hæðinni er rekinn veitingastaður yfir sumartímann. 

Opnunartími:


Sjóminjasafn Austurlands er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann (1. júní til 31. ágúst) frá kl. 13:00–17:00. 
Frá 1. september til 31. maí eftir samkomulagi í síma 470 9063 eða sofn@fjardabyggd.is 

Heimasíða safnsins
 

Gjaldskrá safna

G J A L D S K R Á – A D M I S S I O N

Gildir frá 1.4.2025

Safnahúsið í Neskaupstað, Neskaupstað - The Museum House in Neskaupstaður

Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði - East Iceland Maritime Museum in Eskifjörður

Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði - The Icelandic Wartime Museum in Reyðarfjörður

Tegund Gjald
Fullorðnir (18 - 67 ára) 2.000 kr
Börn ( 0 - 15 ára ) Ókeypis
Börn ( 16 – 17 ára ) 1.700 kr.
Eldri borgarar (67+) 1.700 kr.
Öryrkjar 1.700 kr.
Hópar (20+) á mann 1.700 kr.
Safnapassi í öll söfn (2) 3.650 kr.
Félagar í ICOM og FÍSOS Ókeypis

Opnun safns utan hefðbundins opnunartíma.

Innheimta er 12.000 kr. grunngjald fyrir opnun safns utan hefðbundins opnunartíma ásamt aðgangseyrir af hverjum safngesti skv. gjaldskrá fyrir hópa færri en 20. Heimilt er að innheimta grunngjald þrátt fyrir skilgreiningu í gjaldskrá um frían aðgang barna (0 – 15), félaga ICOM (International council of museums) og FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna).

(1)  Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði að hlutaðeigandi safni, ticket is valid for one year in the museum issued to person. (2)  Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði í öll söfn Fjarðabyggðar, ticket is valid for one year in the all museum of Fjardabygg issued to person

Leiga á sal á jarðhæð í Safnahúsinu Neskaupstað.

Gjald: Heill dagur kr. 22.500 - Hálfur dagur kr. 17.000

Síðast uppfært: 08.09.2025