Fara í efni

Félagsheimilin

Fjarðabyggð býður upp á fjölbreytt og vel búin félagsheimili fyrir veislur, dansleiki, ráðstefnur og fundi. Þar má nefna Egilsbúð í Neskaupstað með sviði og veitingaþjónustu í boði rekstraraðila, Valhöll á Eskifirði með stórum sal og sviði, Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði – glæsilegt tónleikahús með frábæra aðstöðu og tvo minni sali – og Skrúð á Fáskrúðsfirði sem hentar vel fyrir margvíslega viðburði.

Nánari upplýsingar og bókanir er hægt að fá hjá Menningarstofu á netfangið menningarstofa@menningarstofa.is eða í síma 470 9000. 

Hægt er að senda inn bókun fyrir Egilsbúð í gegnum íbúagátt Fjarðabyggðar.

Rekstraraðili Valhallar er Vinir Valhallar, fyrir frekari upplýsingar og bókanir er hægt að hafa samband í síma: 866-3322.

Rekstaraðili Skrúðs er Slysavarnadeildin Hafdís, fyrir frekari upplýsingar og bókanir er hægt að hafa samband í síma: 847-4872.
 

Gjaldskrá félagsheimila

Egilsbúð

Aðstaða 1-4 tímar 4-8 tímar Sólahringur Pr. tíma Þrif Gæsla
Stórsalur 35.450 kr. 70.850 kr. 94.400 kr. (1) Tónleikahaldari
Hljóðmaður 10.600 kr.
Eldhús 0 kr. 0 kr. 0 kr. 0 kr. 0 kr.
Fundarsalur 1 11.850 kr. 23.700 kr. 47.250 kr.
Fundarsalur 2 17.800 kr. 35.450 kr. 59.000 kr.
Salur 17.800 kr. 35.450 kr 59.000 kr.

Tónleikahald og aðrir menningarviðburðir samkvæmt gjaldskrá. 

STEF gjald er innheimt af Fjarðabyggð og bætist við leigu nema um annað sé samið. 

STEF gjaldið er breytilegt eftir fjölda gesta og fyrirkomulagi tónlistarflutnings.

Viðburðir í húsinu sem kalla sérstaklega á aukin þrif eru ekki innifalin í leigu.(1) 

Leigutaka ber að greiða tjón sem verða kann á húsnæði og innanstokksmunum vegna 

viðburða. Leigutaka ber að upplýsa forráðamann um tjón sem verður á húsnæði eða búnaði. 

Leigusamningur skal gerður um hverja útleigu.

 

Skrúður

Aðstaða 1-4 tímar 4-8 tímar Sólarhringur Þrif Gæsla
Stór og lítill salur húsið allt (2) 17.800 kr. 39.150 kr. 71.000 kr. (1) Tónleikahaldari
Einkasamkvæmi allt húsið (2) 0 kr. 0 kr. 50.950 (1)

Stór salur, svið ásamt áföstum kaffisal fyrir stærri fundi, kvikmyndasýningar, leiksýningar, 

dansleiki og tónleikahald. Búnaður í húsinu er m.a. hljóðkerfi, myndvarpi og sýningartjald.

Innifalið í leigu eru afnot af eldhúsi og búnaði.

Tónleikahald og aðrir menningarviðburðir samkvæmt gjaldskrá. 

STEF gjald er innheimt af Fjarðabyggð og bætist við leigu nema um annað sé samið. STEF 

gjaldið er breytilegt eftir fjölda gesta og fyrirkomulagi tónlistarflutnings.

(1) Almennt gildir að leigutaki þrífi húsnæði áður en því er skilað nema samið sé um annað við 

Slysavarnardeildina Hafdísi. Hægt er að fá keypt þrif en við það hækkar leiga sem nemur 

kostnaði við þrifin. Upphæð er breytileg.

(2) Hægt er að fá keypta aðstoð við hljóð- og tæknivinnu vegna tónleika- og annarra viðburða 

en um slíka þjónustu er samið sérstaklega við Slysavarnardeildina Hafdísi. 

Leigutaka ber að skila húsnæði og búnaði í sama ásigkomulagi í lok leigutíma og greiða tjón 

sem verða kann á húsnæði, búnaði og innanstokksmunum.

Leigusamningur skal gerður um hverja útleigu og húsnæðið skal tekið út eftir hverja útleigu.

 

Valhöll

Aðstaða 1-4 tímar 4-8 tímar Sólarhringur Þrif Gæsla
Stór salur / svið (2) 23.700 kr. 47.250 kr. 94.400 (1) Tónleikahaldari
Salur með bar og anddyrissalur 17.750 kr. 35,450 kr (1)


Stór salur og svið fyrir stærri fundi, kvikmyndasýningar, leiksýningar, dansleiki og 

tónleikahald.

Minni salur með bar ásamt anddyri með skjá og myndvarpa:

Eldhús aðstaða (til framreiðslu)

nnifalið í leigu eru afnot af eldhúsi og búnaði.

Leiga á húsnæðinu vegna styttri funda stendur til boða og er þá leigugjald 11.03650 krónur.

STEF gjald er innheimt af Fjarðabyggð og bætist við leigu nema um annað sé samið. STEF 

gjaldið er breytilegt eftir fjölda gesta og fyrirkomulagi tónlistarflutnings.

(1) Almennt gildir að leigutaki þrífi húsnæði áður en því er skilað nema samið sé um annað 

við Vini Valhallar. Hægt er að fá keypt þrif en leiga hækkar sem nemur kostnaði við þrifin. 

Upphæð er breytileg. 

(2) Hægt er að fá keypta aðstoð við hljóð- og tæknivinnu vegna tónleika- og annarra viðburða 

en um slíka þjónustu er samið sérstaklega við Vini Valhallar. 

Leigutaka ber að skila húsnæði í sama ásigkomulagi í lok leigutíma og greiða tjón sem verða 

kann á húsnæði og innanstokksmunum.

Leigusamningur skal gerður um hverja útleigu.

Síðast uppfært: 04.09.2025