Í Safnahúsinu á Norðfirði eru þrjú áhugaverð söfn til húsa. Náttúrugripasafnið, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og á jarðhæð Safnahússins er svo Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar.
Söfnin í Fjarðabyggð

Opnunartími safnanna er alla daga vikunnar yfir sumartímann (1. júní til 31. ágúst) frá kl. 13:00–17:00.
Frá 1. september til 31. maí eftir samkomulagi í síma 4709063 eða sofn@fjardabyggd.is
Frakkar á Íslandsmiðum er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann (15. maí til 30. september) frá kl. 10:00–18:00.
Frá 1. október til 14. maí eftir samkomulagi í síma 470 9063 eða sofn@fjardabyggd.is
Safnið er eina sinnar tegundar á Austurlandi og starfar á fjórðungsvísu. Safnið hefur ekki eingöngu mikla menningarlega þýðingu fyrir byggðarlagið heldur allt Austurland. Í safninu eru munir sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla.
Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var reist árið 1995 í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra.
Í safninu er saga franskra skútusjómanna á Íslandi rakin, en Fáskrúðsfjörður var helsta bækistöð þeirra hér við land. Blómatími Frakka á Íslandsmiðum hófst um 1860 og stóð um 50 ára skeið. Safnið er í frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði og er allt hið glæsilegasta. Endurbyggingu húsanna lauk sumarið 2014.
Gjaldskrá safna
G J A L D S K R Á – A D M I S S I O N
Gildir frá 1.4.2025
Safnahúsið í Neskaupstað, Neskaupstað - The Museum House in Neskaupstaður
Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði - East Iceland Maritime Museum in Eskifjörður
Íslenska stríðsárasafnið, Reyðarfirði - The Icelandic Wartime Museum in Reyðarfjörður
Tegund | Gjald |
---|---|
Fullorðnir (18 - 67 ára) | 2.000 kr |
Börn ( 0 - 15 ára ) | Ókeypis |
Börn ( 16 – 17 ára ) | 1.700 kr. |
Eldri borgarar (67+) | 1.700 kr. |
Öryrkjar | 1.700 kr. |
Hópar (20+) á mann | 1.700 kr. |
Safnapassi í öll söfn (2) | 3.650 kr. |
Félagar í ICOM og FÍSOS | Ókeypis |
Opnun safns utan hefðbundins opnunartíma.
Innheimta er 12.000 kr. grunngjald fyrir opnun safns utan hefðbundins opnunartíma ásamt aðgangseyrir af hverjum safngesti skv. gjaldskrá fyrir hópa færri en 20. Heimilt er að innheimta grunngjald þrátt fyrir skilgreiningu í gjaldskrá um frían aðgang barna (0 – 15), félaga ICOM (International council of museums) og FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna).
(1) Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði að hlutaðeigandi safni, ticket is valid for one year in the museum issued to person. (2) Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði í öll söfn Fjarðabyggðar, ticket is valid for one year in the all museum of Fjardabygg issued to person
Leiga á sal á jarðhæð í Safnahúsinu Neskaupstað.
Gjald: Heill dagur kr. 22.500 - Hálfur dagur kr. 17.000
G J A L D S K R Á – A D M I S S I O N
Gildir frá 1.4.2025
Frakkar á Íslandsmiðum, Fáskrúðsfirði
Les pêcheurs Français en Islande, Fáskrúðsfjörður
Tegund | Gjald |
---|---|
Fullorðnir ( 18 - 67 ára ) (1) | 2.500 kr |
Börn ( 0 - 15 ára ) | Ókeypis |
Börn ( 16 – 17 ára ) | 2.000 kr. |
Eldri borgarar ( 67+ ) | 2.000 kr. |
Öryrkjar | 2.000 kr. |
Hópar ( 20+ ) á mann | 2.000 kr. |
Safnapassi í öll söfn (2) | 3.650 kr |
Félagar í ICOM og FÍSOS | Ókeypis |
Tegund | Gjald |
---|---|
Adults ( age 18 – 67 ) (1) | 2.500 kr |
Children ( age 0 – 15 ) | Free |
Children ( age 16 and 17 ) | 2.000 kr. |
Senior citizens ( age 67 + ) | 2.000 kr. |
Physically challenged | 2.000 kr. |
Groups ( 20 + ) pr./per: | 2.000 kr. |
Museum pass (2) | 3.650 kr. |
Members of ICOM – FÍSOS | Free |
Opnun safns utan hefðbundins opnunartíma:
Innheimta er 12.000 kr. grunngjald fyrir opnun safns utan hefðbundins opnunartíma ásamt aðgangseyrir af hverjum safngesti skv. gjaldskrá fyrir hópa færri en 20. Heimilt er að innheimta grunngjald þrátt fyrir skilgreiningu í gjaldskrá um frían aðgang barna (0 – 15), félaga ICOM (International council of museums) og FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna).
(1) Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði að hlutaðeigandi safni, ticket is valid for one year in the museum issued to person. (2) Miði gildir sem óframseljanlegur ársmiði í öll söfn Fjarðabyggðar, ticket is valid for one year in the all museum of Fjardabygg issued to person