Slökkvilið
Slökkviliðið sinnir mikilvægu hlutverki í öryggis- og neyðarþjónustu sveitarfélagsins og er ávallt reiðubúið til að bregðast skjótt við þegar hættu ber að höndum. Hlutverk þess er að vernda líf, umhverfi og eignir samkvæmt lögum um brunavarnir.

Starfsemi slökkviliðsins felur meðal annars í sér:
- Slökkvistarf
- Sjúkraflutningar
- Eldvarnareftirlit
- Almannavarnir
- Viðbrögð við mengunarslysum
- Björgun fólks úr bílsslysum
- Forvarnarstarf
- Öryggisvaktir
Slökkvilið Fjarðabyggðar er með starfstöðvar á eftirtöldum stöðum:
- Norðfjörður: Slökkvilið og sjúkraflutningar
- Reyðarfjörður (sólarhringsvaktir): Slökkvilið og sjúkraflutningar
- Fáskrúðsfjörður: Slökkvilið og sjúkraflutningar
- Stöðvarfjörður: Slökkvilið
- Breiðdalsvík: Slökkvilið og sjúkraflutningar
- Djúpivogur: Sjúkraflutningar
Alls starfa um 80 manns hjá slökkviliðinu við slökkvistörf og sjúkraflutninga. Slökkviliðið leggur áherslu á fagmennsku, skjót viðbrögð og gott samstarf við aðrar viðbragðs- og öryggisaðila með það að markmiði að tryggja öruggt og vel varið samfélag.
Síðast uppfært: 20.08.2025