Fara í efni

Í neyð skal alltaf hringja í 1-1-2

Slökkviliðið sinnir mikilvægu hlutverki í öryggis- og neyðarþjónustu sveitarfélagsins og er ávallt reiðubúið til að bregðast skjótt við þegar hættu ber að höndum. Hlutverk þess er að vernda líf, umhverfi og eignir samkvæmt lögum um brunavarnir.

Starfsemi slökkviliðsins felur meðal annars í sér:

  • Slökkvistarf
  • Sjúkraflutningar
  • Eldvarnareftirlit
  • Almannavarnir
  • Viðbrögð við mengunarslysum
  • Björgun fólks úr bílsslysum
  • Forvarnarstarf
  • Öryggisvaktir

Slökkvilið Fjarðabyggðar er með starfstöðvar á eftirtöldum stöðum:

  • Norðfjörður: Slökkvilið og sjúkraflutningar
  • Reyðarfjörður (sólarhringsvaktir): Slökkvilið og sjúkraflutningar
  • Fáskrúðsfjörður: Slökkvilið og sjúkraflutningar
  • Stöðvarfjörður: Slökkvilið
  • Breiðdalur: Slökkvilið og sjúkraflutningar
  • Djúpivogur: Sjúkraflutningar

Alls starfa um 80 manns hjá slökkviliðinu við slökkvistörf og sjúkraflutninga.  Slökkviliðið leggur áherslu á fagmennsku, skjót viðbrögð og gott samstarf við aðrar viðbragðs- og öryggisaðila með það að markmiði að tryggja öruggt og vel varið samfélag. 

Hægt er að hafa samband við slökkviliðið í síma 470 9080 eða á netfangið slokkvilid@fjardabyggd.is og eldvarnareftirlitið á netfangið slfb@eldvarnaeftirlit.is

Forvarnir

Heimili

Eldvarnir miða að því að tryggja líf þitt og heilsu, í öðru lagi geta eldvarnir dregið verulega úr tjóni á eignum. Það ætti fyrst og fremst að hafa eftirfarandi til staðar og í lagi:

 

  • Reykskynjara, nægjanlega marga og rétt staðsetta

  • Flóttaleiðir, nægilega margar og greiðfærar

  • Slökkvibúnað af réttri gerð og rétt staðsettan

  • Þekkingu á fyrstu viðbrögðum

  • Muna símanúmer Neyðarlínunnar 112

Brunarvarnaráætlun Fjarðabyggðar 2023-2028

Eldvarnabandalagið og HMS hafa gefið út góðar leiðbeiningar varðandi eldvarnir á heimilum, sjá hér að neðan.

Eldvarnir - handbók heimilisins                     Hlekkur á vertu eldklár


 Gjaldskrá slökkviliðs