Fjárhagsaðstoð er veitt vegna framfærslu einstaklinga og fjölskyldna. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Fjarðabyggð, hafa tekjur undir tekju- og eignamörkum og geta ekki séð sér og sínum farborða með öðrum hætti.
Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, m.a. vegna nauðsynlegra tannlækninga og ábyrgð á greiðslu tryggingar vegna leiguhúsnæðis.
Til að hægt sé að afgreiða umsóknir þarf að skila inn þeim fylgigögnum sem tiltekin eru á umsóknareyðublaðinu og öðrum þeim gögnum sem starfsmenn óska eftir til að geta lagt mat á aðstæður.
Fjárhagsaðstoð sem veitt er á grundvelli ófullnægjandi, rangra eða villandi upplýsinga er alltaf endurkræf. Sá sem nýtur fjárhagsaðstoðar skal tilkynna ef breytingar verða á tekjum og fjölskylduaðstæðum.
Sótt er um fjárhagsaðstoð með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Sótt er um sértæka fjárhagsaðstoð í gegnum íbúagátt hér að neðan.
Markmiðið er að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum til sjálfshjálpar. Þess vegna er fjárhagsaðstoð einungis veitt í tengslum við félagslega ráðgjöf og önnur úrræði eftir því sem við á hverju sinni, t.d. virka atvinnuleit, endurhæfingu eða meðferð. Stundum er samstarf við Umboðsmann skuldara og eða við þjónustufulltrúa bankanna varðandi ráðgjöf og stuðning.
Fjárhagsaðstoðíbúagátt