Fara í efni

Fréttir

18.09.2025

Nýr vefur sveitarfélagsins kominn í loftið

Nýr vefur Fjarðabyggðar hefur verið opnaður á slóðinni www.fjardabyggd.is
16.09.2025

Heilsudagur að hausti

Nemendur og starfsfólk Eskifjarðar nýttu daginn til útivistar í dag í björtu og fallegu veðri.
16.09.2025

Kjarval á Austurland

Nemendur í 5. og 6. bekk Eskifjarðarskóla fengu þann heiður að taka þátt í listfræðsluverkefninu Kjarval á Austurlandi, sem er á vegum BRAS 2025 í samstarfi við Skaftfell – listamiðstöð Austurlands.
15.09.2025

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar heimsótti Fljótsdalshrepp

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ásamt bæjarstjóra og starfsmönnum heimsótti Fljótsdalshrepp föstudaginn 29. ágúst síðastliðin.
15.09.2025

Íbúafundur um Brothættar byggðir á Stöðvarfirði

Íbúafundur um Brothættar byggðir á Stöðvarfirði fór fram á dögunum og var hann fjölmennasti til þessa.
15.09.2025

Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og björgunarsveitanna undirritaður

Jóna Árný Þórðardóttir,bæjarstjóri ásamt forsvarmönnum björgunarsveitanna í Fjarðabyggð, undirrituðu samstarfssamning milli Fjarðabyggðar og björgunarsveitanna í sveitarfélaginu.
15.09.2025

Bæjarráð hækkar framlag til Píeta samtakanna

Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað á fundi sínum í gær að hækka árlegt framlag sitt til Píeta samtakanna úr 700.000 kr. í 1.500.0000 kr. fyrir árið 2025. Píeta samtökin gegna mikilvægu hlutbverki. Jafnframt viljum við hvetja íbúa til að nýta sér þjónustuna ef þurfa þykir.
15.09.2025

Nafnasamkeppni fyrir leikskólann Dalborg

Innan tíðar mun ný viðbygging vera tekin í notkun í leikskólanum Dalborg. Verða þá teknar í notkun tvær nýjar deildir og af því tilefni stendur til að endurnefna allar deildir leikskólans.
15.09.2025

Sinfó í sundi í sundlaug Eskifjarðar og Stefánslaug, Norðfirði.

Næstkomandi föstudagskvöld geta sundlaugargestir í sundlauginni á Eskifirði og Stefánslaug á Norðfirði notið þess að hlusta á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í beinni útsendingu en þá verður tónleikunum Klassíkin okkar útvarpað við fjölmargar sundlaugar landsins.
15.09.2025

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað hafa gengið vel að undanförnu og mega teljast nokkuð á undan upphaflegri áætlun, enda hefur tíðarfar þessa árs verið með eindæmum hagstætt. Lokið er við uppsetningu 14 af 20 keilum og vinna við grindarkerfi þvergarðs er hafin. Tekin hefur verið ákvörðun um að keilum verði fjölgað um fimm.
15.09.2025

400. fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hélt sinn 400. fund frá sameiningu árið 2006, á fimmtudaginn síðastliðin. Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn 13. júní árið 2006 að Sólbrekku í Mjóafirði.
15.09.2025

Frístundaheimili Reyðarfjarðar fær nýtt nafn: Hjartasel

Í takt við stefnu okkar um að byggja upp faglegt starf í frístundaheimilum Fjarðabyggðar ákváðum við að breyta nafni Skólasels á Reyðarfirði og aðgreina það betur frá skólanum.
15.09.2025

Eskifjörður í hátíðarskapi – Útsæðið tókst með eindæmum

Fjölmennt var á Eskifirði um síðustu helgi þegar bæjarhátíðin Útsæðið var haldin með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa, dagana 13.–17. ágúst.
15.09.2025

Tony & Svens: Partýbingóið sem kveikti stemninguna á Austfjörðum

Þeir eru ungir, kraftmiklir og fengu hugmynd síðasta sumar sem hefur slegið í gegn.
20.08.2025

Skólabyrjun grunnskóla Fjarðabyggðar skólaárið 2025 til 2026

Nú stendur undirbúningur næsta skólaárs sem hæst. Starfsfólk grunnskólanna á Austurlandi sóttu fjölbreytt námskeið dagana 8. til 14. ágúst. Námskeiðin eru skipulögð í samstarfi allra sveitarfélaganna á Austurlandi. Starfsfólk sækir einnig þekkingu víða annars staðar t.d. hafa nokkrir kennarar tekið þátt í námskeiðum um byrjendalæsi frá HA og starfsfólk Nesskóla fór í námsferð til Finnlands.
13.08.2025

Lærdómssamfélag um innra mat og gæðastarf í grunnskólum Fjarðabyggðar

Stjórnendur grunnskólanna í Fjarðabyggð hittust á vinnufundi á Reyðarfirði þann 12. ágúst, megináherslan var á innra mat og gæðastarf. Undurbúningur þessarar vinnu hófst í upphafi árs en næstu þrjú skólaár verður lögð áhersla á uppbyggingu lærdómssamfélags um innra mat og gæðastarf, í samvinnu skólanna og innan hvers skóla.
12.08.2025

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar 2025. Óskað er eftir tilnefningu um snyrtilegustu lóð einkaaðila og snyrtilegustu lóð fyrirtækis.
07.08.2025

Nýtt útilistaverk prýðir sementstankana á Reyðarfirði

Listamaðurinn Stefán Óli Baldurson, einnig þekktur sem Mottan, hefur nú lagt lokahönd á glæsilegt listaverk á sementstönkunum á Reyðarfirði. Verkið markar upphaf átaks á útilistaverkum í Fjarðabyggð og er jafnframt það stærsta sem listamaðurinn hefur tekist á við hingað til, en tankarnir eru um 30 metra háir og 8 metrar í þvermál.
06.08.2025

Neistaflug 2025 heppnaðist frábærlega – Fjölbreytt dagskrá og glimrandi stemning

Neistaflug var haldið í 32. sinn um verslunarmannahelgina í Neskaupstað og fór fram með glæsibrag. Hátíðin stóð fyrir sínu sem einn stærsti og fjölbreyttasti viðburður ársins í Fjarðabyggð. Hún laðaði að sér bæði heimamenn og gesti víðs vegar að af landinu, sem fylltu bæinn lífi, gleði og fjöri.
05.08.2025

Bæjarstjóri heimsótti vinnuskólann og Sjávarútvegsskólann – yfir 140 ungmenni að störfum í sumar

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri heimsótti nýverið bæði vinnuskóla Fjarðabyggðar og Sjávarútvegsskóla unga fólksins þar sem hún ræddi við nemendur og kynnti sér fjölbreytt og mikilvægt sumarstarf ungmenna víðs vegar um sveitarfélagið.
25.07.2025

Franskir dagar og afhending á bátnum Rex

Franskir dagar voru settir á fimmtudaginn var, þegar Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri setti hátíðina að viðstöddu fjölmenni. Í kjölfarið á setningunni var haldið í hina árlegu Kenderísgöngu, þar sem þáttakendur halda í smá óvissuferð um Fáskrúðsfjörð þar sem ýmislegt er á boðstólnum.
25.07.2025

Lokasýning Skapandi sumarstarfa

Föstudaginn 25. júlí næstkomandi, munu Skapandi Sumarstörf opna loka­sýninguna sína og þar með ljúka enn einu kraftmiklu og spennandi sumri.
25.07.2025

Báturinn Rex kominn til Fáskrúðsfjarðar

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri Fjarðabyggðarhafna áttu fund með Guðmundi Guðlaugssyni og syni hans Birni Þór Guðmundssyni.
15.07.2025

Fuglafjarðar harmonikufelag spiluðu í Safnahúsinu

Í gær kom færeyska harmonikkubandið Fuglafjarðar harmonikufelag í heimsókn í Safnahúsið á Norðfirði og tróð upp fyrir áhorfendur á pallinum.
15.07.2025

Nýr skólastjóri hefur verið ráðinn að Nesskóla á Norðfirði

Sigrún Júlía Geirsdóttir hefur ráðin í stöðu skólastjóra Nesskóla frá og með 1. ágúst 2025. Sigrún Júlía er uppalin á Fáskrúðsfirði en hefur lengst af búið í Neskaupstað.
15.07.2025

Bráðabirgða tjaldsvæði tekið í notkun á Norðfirði

Komið hefur verið upp bráðbirgðatjaldsvæði á túni á Bökkunum á Norðfirði ofan Bakkavegar þar sem fyrrum var tjaldsvæði.  Tjaldsvæðið er án þjónustu en salernisaðstaða er við áningarstað Fólkvangsins og þar má losa minniháttar úrgang ferðamanna. 
27.06.2025

Skotgengur að ljósleiðaravæða í Fjarðabyggð

Míla, í samstarfi við Fjarðabyggð, hefur á síðustu mánuðum unnið að lagningu ljósleiðara í Fjarðabyggð.
27.06.2025

Fyrsta rannsóknasetur HÍ á sviði menntavísinda opnað á Eskifirði

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hafa undirritað viljayfirlýsingu vegna nýs rannsóknaseturs Háskóla Íslands sem staðsett verður á Eskifirði. Um er að ræða fyrsta rannsóknarsetur Háskóla Íslands á sviði menntavísinda.
04.06.2025

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní haldinn í Breiðdalsvík

Í ár mun þjóðhátíðardagurinn vera haldinn í Breiðdalsvíks og mun Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði sjá um skipulagninguna að þessu sinni. En hefð hefur skapast fyrir því að íþróttafélögin á hverjum stað sjái um skipulagninguna með aðstoð sveitarfélagsins og sem liður í þeirra fjáröflun. Dagskráin mun verða auglýst þegar nær dregur.
27.05.2025

Íþróttadagur grunnskóla Fjarðabyggðar

Íþróttadagur Grunnskólanna í Fjarðabyggð var haldinn 21. maí sl. í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Þangað komu nemendur 7. – 10. bekkjar úr öllum grunnskólum sveitafélagsins. Dagskráin hófst um hádegi og fór fram til 17:00. Þar var árgöngum skipt eftir litum og nemendur hvattir til þess að klæða sig í viðeigandi lit til þess að sýna samheldni.
1 2 3 ... 71