Fara í efni

Fréttir

06.11.2025

Ný viðbygging við leikskólann Dalborg á Eskifirði tekin í notkun – stórt skref fyrir leikskólamál í Fjarðabyggð

Með nýrri viðbyggingu við leikskólann Dalborg á Eskifirði tekur Fjarðabyggð stórt skref í leikskólamálum.
Fréttir Skólar
06.11.2025

Fyrri umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2026

Miðvikidaginn 5. nóvember fór fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun til 2029.
Fjármál Fréttir
05.11.2025

Þétt dagskrá Menningarstofu í október

Gífurlega mikið hefur verið á dagskrá hjá Menningarstofu síðustu misseri en eftirfarandi þó helst í október.
29.10.2025

Uppbygging Stríðsárasafnsins hefst – saga lifnar við

Fyrsti áfangi endurbóta á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði fer nú af stað. Með uppbyggingunni verður tryggð framtíð safnsins sem lifandi menningar- og söguseturs.
Fréttir Menning
28.10.2025

Dagar myrkurs í Eskifjarðaskóla

Síðastliðinn föstudag, 24. október, héldum við upp á Daga myrkurs í Eskifjarðarskóla. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum í tilefni dagsins. Margir bekkir tóku þátt í að skreyta stofurnar með hryllilegum skreytingum – og þá sérstaklega hurðir bekkjarstofanna.
Fjölskyldusvið Menning Skólar
22.10.2025

Starfshópur leggur fram tillögur um framtíð íþróttahúss á Eskifirði

Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að kostnaðar- og verkáætlun á grunni nýbyggingar við sundlaugina. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur lokið vinnu sinni við greiningu á stöðu og framtíð íþróttaaðstöðu á Eskifirði. Í niðurstöðum hópsins eru kynntar þrjár sviðsmyndir, þar sem metnir eru kostir og gallar mismunandi leiða til endurnýjunar eða nýbyggingar íþróttahússins.
Íþróttir
22.10.2025

Glæsileg pólsk kvikmyndahátíð á Eskifirði

Fimmta pólsk kvikmyndahátíðin í Fjarðabyggð lauk um þar síðustu helgi með frábærri þátttöku og góðri stemningu. Fjölbreytt dagskrá, áhugaverðar kynningar og lifandi umræður einkenndu þessa einstöku hátíð sem haldin var í Valhöll á Eskifirði.
Menning
22.10.2025

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða í sameiginlegu átaki fyrir heilsu og velferð

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða hafa undirritað samning sem tryggir einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein ókeypis aðgang að sundlaugum og líkamsrækt á vegum sveitarfélagsins. Markmið samningsins er að styðja við einstaklinga sem glíma við krabbamein, efla forvarnir og stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum íbúa sveitarfélagsins.
20.10.2025

Menningar- og nýsköpunar- og háskólaráðherra heimsótti austfirskar menningar- og nýsköpunarmiðstöðvar

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, heimsótti Austurland 16. október síðastliðinn. Á ferðinni kynnti hann sér menningar- og nýsköpunarstarf á svæðinu og ræddi við fulltrúa sveitarfélaga og stofnana um framtíðarsýn í mennta- og menningarmálum á Austurlandi.
Menning
14.10.2025

Þemadagar í Eskifjarðarskóla – Eskifjörður og Ísland í öndvegi

Dagana 9. og 10. október fóru fram líflegir og fjölbreyttir þemadagar í Eskifjarðarskóla. Að þessu sinni var þemað Eskifjörður og Ísland, og voru dagarnir bæði fræðandi og skemmtilegir. Samkvæmt frétt frá Eskifjarðarskóla var markmið daganna að efla tengsl nemenda við heimabyggðina, styrkja vitund þeirra um íslenska menningu og náttúru, og skapa tækifæri til skapandi vinnu.
Skólar
14.10.2025

Geðræktarmiðstöð Austurlands opnar á Egilsstöðum og Reyðarfirði

Geðræktarmiðstöð Austurlands verður formlega opnuð á Reyðarfirði þann 17. október frá kl. 12 til 14. Opnun miðstöðvarinnar markar tímamót í þjónustu við fólk í landshlutanum sem glímir við andleg veikindi, einmanaleika eða félagslega einangrun – og er liður í því að styrkja geðrækt og vellíðan íbúa á svæðinu.
Fjölskyldusvið
13.10.2025

Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2025 veittar

Fjarðabyggð hefur í sjötta sinn veitt umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins, sem ætlaðar eru til að vekja athygli á fallegu, vel hirtu og snyrtilegu umhverfi íbúa og fyrirtækja.
Umhverfi
07.10.2025

Starfsfólk sótti námskeið í hugmyndafræðinni Merki um öryggi (Signs of Safety)

Starfsfólk félagsþjónustu og barnaverndar í Fjarðabyggð tóku nýverið þátt í námskeiði á Akureyri um hugmyndafræðina Merki um öryggi (Signs of Safety), sem er nú til innleiðingar á landsvísu í barnaverndarþjónustu. Kennarar á námskeiðinu voru þær Haley Muir og Ophelia Mac.
Fjölskyldusvið
07.10.2025

Virk og áhrifarík þátttaka öldungaráðs Fjarðabyggðar í málefnum eldra fólks

Öldungaráð Fjarðabyggðar hefur síðastliðið ár eflt starfsemi sína verulega en hlutverk ráðsins er meðal annars að vera fjölskyldunefnd og bæjarstjórn til ráðgjafar í málefnum og hagsmunum íbúa 67 ára og eldri.
06.10.2025

Göngum í skólann - Gullskórinn afhentur í Grunnskólanum á Reyðarfirði

Göngum í skólann er hluti af verkefninu ,,Virkar og öruggar leiðir í skólann", sem nýtur stuðnings "Go for Green" og annarra samstarfsaðila. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.
30.09.2025

Fulltrúar Fjarðabyggðar tóku þátt í Íslendingadögum í Gravelines

Um síðstliðna helgi fóru fram árlegir Íslendingadagar í Gravelines í Frakklandi, þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði til að heiðra tengslin milli Fáskrúðsfjarðar og íbúa Gravelines
26.09.2025

Vel heppnaður fundur með Rarik

Stjórn og framkvæmdastjórn Rarik heimsótti Fjarðabyggð og Austurland dagana 22.-24. september síðastliðin.
22.09.2025

BRAS í fullum gangi!

Haldin nú í áttunda skiptið er menningarhátíð BRAS. Markmið hátíðarinnar er að tryggja aðgengi og þátttöku barna og ungmenna á Austurlandi að list- og menningarviðburðum í heimabyggð.
Menning
22.09.2025

Nýr vefur Fjarðabyggðar kominn í loftið

Fjarðabyggð hefur nú sett í loftið nýjan vef. Með honum er stigið stórt skref í átt að nútímalegri upplýsingagjöf og aukinni þjónustu við íbúa, fyrirtæki og aðra sem sækja sveitarfélagið heim.
19.09.2025

Þrjúhundruð nemendur skráðir í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar

Nú á haustönn eru hvorki meira né minna en þrjú hundruð nemendur skráðir í tónlistarnám við Tónlistarskóla Fjarðabyggðar.
Menning
16.09.2025

Heilsudagur að hausti

Nemendur og starfsfólk Eskifjarðar nýttu daginn til útivistar í dag í björtu og fallegu veðri.
16.09.2025

Kjarval á Austurland

Nemendur í 5. og 6. bekk Eskifjarðarskóla fengu þann heiður að taka þátt í listfræðsluverkefninu Kjarval á Austurlandi, sem er á vegum BRAS 2025 í samstarfi við Skaftfell – listamiðstöð Austurlands.
Menning
15.09.2025

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar heimsótti Fljótsdalshrepp

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ásamt bæjarstjóra og starfsmönnum heimsótti Fljótsdalshrepp föstudaginn 29. ágúst síðastliðin.
15.09.2025

Íbúafundur um Brothættar byggðir á Stöðvarfirði

Íbúafundur um Brothættar byggðir á Stöðvarfirði fór fram á dögunum og var hann fjölmennasti til þessa.
15.09.2025

Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og björgunarsveitanna undirritaður

Jóna Árný Þórðardóttir,bæjarstjóri ásamt forsvarmönnum björgunarsveitanna í Fjarðabyggð, undirrituðu samstarfssamning milli Fjarðabyggðar og björgunarsveitanna í sveitarfélaginu.
15.09.2025

Bæjarráð hækkar framlag til Píeta samtakanna

Bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað á fundi sínum í gær að hækka árlegt framlag sitt til Píeta samtakanna úr 700.000 kr. í 1.500.0000 kr. fyrir árið 2025. Píeta samtökin gegna mikilvægu hlutbverki. Jafnframt viljum við hvetja íbúa til að nýta sér þjónustuna ef þurfa þykir.
15.09.2025

Nafnasamkeppni fyrir leikskólann Dalborg

Innan tíðar mun ný viðbygging vera tekin í notkun í leikskólanum Dalborg. Verða þá teknar í notkun tvær nýjar deildir og af því tilefni stendur til að endurnefna allar deildir leikskólans.
15.09.2025

Sinfó í sundi í sundlaug Eskifjarðar og Stefánslaug, Norðfirði.

Næstkomandi föstudagskvöld geta sundlaugargestir í sundlauginni á Eskifirði og Stefánslaug á Norðfirði notið þess að hlusta á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í beinni útsendingu en þá verður tónleikunum Klassíkin okkar útvarpað við fjölmargar sundlaugar landsins.
15.09.2025

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað hafa gengið vel að undanförnu og mega teljast nokkuð á undan upphaflegri áætlun, enda hefur tíðarfar þessa árs verið með eindæmum hagstætt. Lokið er við uppsetningu 14 af 20 keilum og vinna við grindarkerfi þvergarðs er hafin. Tekin hefur verið ákvörðun um að keilum verði fjölgað um fimm.
15.09.2025

400. fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hélt sinn 400. fund frá sameiningu árið 2006, á fimmtudaginn síðastliðin. Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn 13. júní árið 2006 að Sólbrekku í Mjóafirði.
1 2 3 ... 72