27.06.2025
Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hafa undirritað viljayfirlýsingu vegna nýs rannsóknaseturs Háskóla Íslands sem staðsett verður á Eskifirði. Um er að ræða fyrsta rannsóknarsetur Háskóla Íslands á sviði menntavísinda.