Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni
05.12.2025 Menning

Jólasmásagnakeppni

Deildu

 Nú hrannast inn smásögur til Menningarstofu frá þátttakendum í jólasmásagnakeppninni.

Menningarstofa minnir á að loka dagur til innsendinga er miðvikudagurinn næstkomandi, 10. desember en þá leggst dómnefnd yfir innsendar sögur og velur sigurvegara í þremur aldursflokkum (yngsta stig, miðstig og elsta stig). 

Það er til mikils að vinna en bókaútgáfurnar Óðinsauga og Sögur útgáfa, hafa fært Menningarstofu veglegar bókagjafir fyrir sigurvegarana. Sigurvegarar verða tilkynntir fyrir jól og sigur sögur birtar á miðlum Fjarðabyggðar milli jóla og áramóta.

Sögur má senda á netfangið menningarstofa@fjardabyggd.is 

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram við innsendingu: 

  • Nafn höfundar
  • Skóli og bekkur
  • Netfang, nafn og símanúmer forráðamanna 

Ef einhverjar spurningar vakna, má endilega senda skilaboð á netfangið menningarstofa@fjardabyggd.is