Fara í efni
16.01.2026 Skipulags- og byggingarmál, Umhverfi

Stöðufærsla á úrgangsmálum í Fjarðabyggð – 16. janúar 2026

Deildu

Þær breytingar sem eru á yfirfærslu þjónustunnar á móttökustöðum er lokið á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Munu þær stöðvar því vera opnar samkvæmt auglýstri opnun. Breytingarnar ganga ágætlega. 

Móttökustöðin á Stöðvarfirði er opin í dag, frá klukkan 16:00-18:00.  Á Norðfirði verður lokað laugardaginn 17. janúar vegna breytinga. 

  • Unnið verður að breytingum á Norðfirði og verður því lokað um helgina. Stefnt er að því að opna aftur miðvikudaginn 21. janúar.
  • Yfirfærslu er lokið á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og eru þær stöðvar opnar samkvæmt auglýstri opnun.
  • Búast má við röskun á Breiðdal og Stöðvarfirði þegar farið verður í breytingarnar þar. Það verður auglýst sérstaklega.

Staða á sorphirðu og móttökustöðum

Unnið er að því að ljúka að hirða plast og pappa á Norðfirði í dag, föstudaginn 16. janúar.
Laugardaginn 17. janúar verður svo klárað að hirða á Reyðarfirði.

Mánudaginn 19. janúar hefst síðan sorphirða samkvæmt sorphirðudagtali á almennum og lífrænum úrgangi.

Aðgengi að sorptunnum – á ábyrgð íbúa

Bent er á að samkvæmt kafla 6.12 í byggingarreglugerð skal sorptunnum vera komið fyrir í sorpgerði eða sorpskýli. Aðgengi að sorpskýli þarf að vera án hindrana þannig að tæming geti farið fram án vandkvæða.

Á vetrum bera húseigendur ábyrgð á að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og frá þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar. Ef aðgengi að sorpskýlum eða sorpgeymslum er hindrað, verða tunnurnar ekki tæmdar.

Að lokum biðjum við íbúa enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem breytingarnar hafa í för með sér og þökkum þolinmæðina.

Allar upplýsingar um sorplosun og sorpdagatal