Fara í efni
20.01.2026 Fjarðabyggðarhafnir

Fyrsti loðnufarmurinn mættur

Deildu

Fyrsti loðnufarmurinn kom til hafnar í Fjarðabyggð í morgun þegar Polar Amaroq kom í Norðfjarðarhöfn með 340 tonn eftir rúmlega sólarhrings veiðar skammt austur af Norðfjarðarhorni. Farmurinn fer til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Útgefinn loðnukvóti fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er tæp 44.000 tonn, sem er um 6% minna en á síðasta ári en nú eru fimm skip við leit norður af landinu sem vonast er til að leiði til aukinna veiðiheimilda.

Polar Amaroq við Norðfjarðahöfn  Mynd: Jón Björgólfsson

Frétt birtist fyrst á heimasíðu Fjarðabyggðarhafna