Undanfarna daga hafa börnin í leikskólanum Kærabæ verið dugleg að leika sér með einingakubba og LEGO. Í leiknum hafa fjölbreyttar og glæsilegar byggingar risið þar sem ímyndunaraflið fékk að njóta sín.
Börnin unnu bæði sjálfstætt og saman, prófuðu ólíkar lausnir og ræddu hugmyndir sín á milli. Kubbaleikurinn eflir meðal annars sköpun, samvinnu, fínhreyfingar og rýmisgreind og gefur börnum tækifæri til að læra í gegnum leik.
Slíkur leikur er mikilvægur hluti af daglegu starfi leikskólans.


