Fara í efni
23.01.2026 Fréttir, Menning

Opnun Lúðvíkshús að viðstöddu fjölmenni

Deildu

Í gær fimmtudaginn 22. janúar fór fram opnun á nýju skjala- og myndasafni í Gamla Lúðvíkshúsi, að viðstöddu fjölmenni. 

Jóna Árný Þórðardóttir bauð gesti velkomna og sagði nokkur orð. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar ávarpið gesti ásamt Smára Geirssyni. Í kjölfarið á því afhentu Jóna Árný og Jón Björn, Guðmundi Sveinssyni, gjöf í þakklætisskyni fyrir störf hans og framlag til starfsemi skjala- og myndasafns Norðfjarðar. Guðmundur hefur starfað sem forstöðumaður safnsins frá upphafi. 

Þær Birta Fanney Örvarsdóttir og Lilja Sóldís Guðnadóttir, nemendur Tónlistarskóla Fjarðabyggðar sungu eitt lag við undirspil Evu Björg Sigurjónsdóttur, kennara tónlistarskólans. 

Birta Fanney Örvarsdóttir og Lilja Sóldís Guðnadóttir og Evu Björg Sigurjónsdóttur, kennara tónlistarskólans. Á myndinni eru einnig Smári Geirsson og Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður skjala og myndasafnsins. 

Þegar hefðbundinni dagskrá var lokið var gestum boðið uppá kaffi og veitingar með því ásamt því að skoða safnið. 

Í dag eru liðin 47 ár frá því að bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkti að koma á  skjala- og myndasafni og fagnar því safnið 47 ára afmæli.

Skjala- og myndasafnið er opið almenning og hvetjum við öll sem hafa áhuga á safnkosti þess að kíkja við og kynna sér það sem þar er hægt að skoða.