Fara í efni
07.01.2026 Fréttir, Menning

Fimm þættir um söfn Fjarðabyggðar á RÚV

Deildu

Í þáttunum fara Darren Adams, þáttastjórnandi, og Árni Pétur Árnason, verkefnastjóri safna á Menningarstofu, um söfnin fjögur og fræða hlustendur um sýningarnar og söguna bakvið þær.

Í fyrsta þætti er Safnahúsið í Neskaupstað tekið fyrir og Árni segir frá sýningum Jósafatssafnsins og Náttúrugripasafnsins. Í öðrum þætti er Sjóminjasafn Austurlands heimsótt, Stríðsárasafnið í þeim þriðja og Frakkar á Íslandsmiðum í þeim fjórða. Sérstakur jólaþáttur fylgdi síðan um Listasafn Tryggva Ólafssonar en tilurð þess má rekja til bréfs sem Magni Kristjánsson, skipsstjóri á Norðfirði, sendi æskuvini sínum Tryggva um jólin 2000.

Þættirnir eru aðgengilegir í spilara RÚV og á heimasíðu RÚV:

https://www.ruv.is/utvarp/spila/ruv-english-radio/34448/a8gmua (Safnahúsið í Neskaupstað)

https://www.ruv.is/utvarp/spila/ruv-english-radio/34448/a8gmuf (Sjóminjasafn Austurlands)

https://www.ruv.is/utvarp/spila/ruv-english-radio/34448/a8gmuk (Íslenska stríðsárasafnið)

https://www.ruv.is/utvarp/spila/ruv-english-radio/34448/a8gmup (Frakkar á Íslandsmiðum)

https://www.ruv.is/utvarp/spila/ruv-english-radio/34448/a8gmv3 (Listasafn Tryggva Ólafssonar)