Fara í efni
22.01.2026

Bæjar- og sveitarstjórar brunuðu um brekkur Austfjarða

Deildu

Fjarðabyggð og Múlaþing hafa gert með sér samstarfssamning um skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal. Samningurinn var undirritaður af bæjar- og sveitarstjórum sveitarfélaganna á dögunum og markar skref í átt að betra aðgengi og aukinni þjónustu fyrir skíðafólk á Austurlandi.

Að þessu tilefni ákváðu Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Dagmar Ýr  Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings að fagna á besta mögulega hátt, með því að skella sér á skíði, bæði í Stafdal og í Oddsskarði, og njóta þannig þess sem bæði svæðin hafa upp á að bjóða.

Dagmar Ýr, sveitarstjór Múlaþings og Jóna Árný, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Jóna Árný Þórðardóttir sagð við þetta tilefni: „Þetta samstarf er mikilvægt skref fyrir skíðafólk á Austurlandi. Með því að samræma kerfi og auðvelda aðgengi að Oddsskarði og Stafdal gerum við fólki einfaldara að nýta skíðasvæðin eftir því sem aðstæður og opnunartími leyfa. Það styrkir vetrarafþreyingu á svæðinu, bætir þjónustu við íbúa og gesti og styður við jákvæða þróun í ferðaþjónustu og mannlífi á Austfjörðum.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir tók undir og sagði: „Við fögnum því að þetta samstarf haldi áfram enda verður þjónusta við íbúa og gesti betri með þessu móti. Þá gefur samstarfið okkur kost á að byggja frekar undir vetraferðaþjónustu á svæðinu en við eigum mikið inni þar.“

Sveigjanleiki fyrir íbúa og gesti sniðið að aðstæðum og opnunartíma

Á Austurlandi vita allir að veðrið getur ráðið dagskránni, og opnunartími skíðasvæðanna veltur að miklu leiti á því. Með þessu samstarfi og samræmdri lausn fyrir sölu og aðgangsstýringu verður einfaldara fyrir íbúa og gesti að nýta skíðasvæðin eftir því hvað hentar hverju sinni, hvort sem það er Oddsskarð eða Stafdalur, eftir aðstæðum, opnun og veðri. Þetta samstarf hófst síðasta vetur og það sýndi sig að íbúar landshlutasn tóku þessari nýbreyttni opnum örmum og nýttu sér svæðin vel. 

Íbúar og gestir eru hvattir til að skella sér á skíði enda kjörið tækifæri til útivistar, samveru með vinum og fjölskyldu og afbragðs góð skemmtun! 

Hægt er að kaupa miða í fjöllin í gegnum þennan hlekk