Fara í efni

Fréttir

27.02.2025

Velheppnuð opnun á Píeta skjóli á Reyðarfirði

Píeta samtökin og Fjarðarbyggð buðu til viðburðar í morgun á Reyðarfirði, tilefnið var opnun á meðferðarúrræði og undirritun samstarfssamnings Píeta samtakanna og Fjarðabyggðar. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Ellen Calmon, framkvæmastýra samtakanna undirrituðu samninginn. Íbúar Fjarðabyggðar, fagfólk og áhugafólk um geðheilbrigði mættu á svæðið. Gestir kynntu sér meðferð og úrræði Píeta samtakanna, hittu fagfólk og framkvæmdastýru samtakanna.
26.02.2025

Píeta samtökin opna Píeta skjól á Reyðarfirði fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10:00

Píeta samtökin og Fjarðarbyggð bjóða til viðburðar núna á fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10 að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, tilefnið er opnun á meðferðarúrræði Píeta á Reyðarfirði. Eru allir íbúar Fjarðarbyggðar, fagfólk og áhugafólk um geðheilbrigði hjartanlega velkomin. Þá eru aðstandendur þeirra sem hafa misst í sjálfsvígi sérstaklega velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí og notalega stund.
24.02.2025

Fjölskyldunefnd heimsótti nýjan búsetukjarna á Reyðarfirði

Fjölskyldunefnd Fjarðabyggðar heimsótti nýjan búsetukjarna á Reyðarfirði sem er nú í byggingu. Byggingin er langt komin og gert er ráð fyrir að fyrstu íbúar geti flutt inn í byrjun sumars. Róbert Óskar tók á móti nefndinni og sýndi þeim húsið, en með í heimsókninni voru Ragnar Sigurðsson, formaður fjölskyldunefndar, Stefán Þór Eysteinsson, Jóhanna Sigfúsdóttir, Tinna Hrönn Smáradóttir, Guðlaug Björgvinsdóttir, áheyrnafulltrúi, Laufey Þórðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
19.02.2025

Menningarstofa í samstarfi við Sjóminjasafn Austurlands hlaut undirbúningsstyrk úr Safnasjóði

Aðalúthlutun úr Safnasjóði 2025 fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn síðasta föstudag. Menningarráðherra Logi Einarsson ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum, alls 217.159.500 krónum úr Safnasjóði. Árni Pétur, verkefnastjóri hjá Menningarstofu, var viðstaddur athöfnina og tók við viðurkenningarskjali og rós fyrir hönd safna Fjarðabyggðar.
19.02.2025

Samtök iðnaðarins funduðu á Austurlandi

Fulltrúar sveitarfélaganna á Austurlandi og Austurbrúar hittu Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins á fundi á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar til þess að ræða þau málefni sem eru efst á baugi í atvinnulífi Austurlands. Þá var mikilvægi þess að styrkja innviði í landshlutanum einnig til umræðu, en það eru grundvöllur þess að atvinnulífið og samfélagið geti haldið áfram að blómstra.
18.02.2025

Fulltrúar ÖBÍ heimsóttu Fjarðabyggð og ræddu málefni fatlaðs fólks

Fulltrúar Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) heimsóttu Fjarðabyggð mánudaginn 12. febrúar, þar sem þeir funduðu með fulltrúum sveitarfélagsins um málefni fatlaðs fólks. Í heimsókninni voru Andrea Valgeirsdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ. Af hálfu Fjarðabyggðar tóku þátt þau Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri, Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir, stjórnandi stoð- og stuðningsþjónustu og Jón Grétar Margeirsson, fasteigna- og framkvæmdafulltrúi.
13.02.2025

Samstarfsverkefni Nesskóla og VA ,,Bara fínt"

Föstudaginn 7. febrúar fengu nemendur 9. og 10. bekkja Nesskóla að njóta málþingsins "Bara fínt" sem er samstarfsverkefni VA og Nesskóla og styrkt var af SÚN og Alcoa Fjarðaál.
13.02.2025

STREAM verkefni á unglingastigi

Haustið 2024 fengu nemendur á unglingastigi Nesskóla að spreyta sig á STREAM verkefnum í ensku. STREAM stendur fyrir Science, Technology, Reading and Writing, Engineering, Art og Math. Verkefni af þessu tagi ýta meðal annars undir sköpunarkraft og samvinnu. Sigrún Júlía enskukennari fór til Frakklands á námskeið í STREAM á vegum Erasmus+ og má segja að það sé kveikjan að þessari vinnu. Verkefnalýsingar vann hún svo með aðstoð ChatGPT.
12.02.2025

Fundur með rektor Háskólans á Akureyri og sveitarstjóra Múlaþings

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, heimsótti nýlega Austurland og átti fund með Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra Fjarðabyggðar og Dagmari Ýr Stefánsdóttur, sveitastjóra Múlaþings. Á fundinum var umræða um aðgengi að háskólanámi á Austurlandi, samstarf stofnanna og þjónustu við háskólanema á svæðinu.
10.02.2025

Haldið uppá dag leikskólans í Fjarðabyggð

Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Af því tilefni er dagurinn haldinn hátíðlegur og hefur svo verið gert um langt árabil.
10.02.2025

Nýr slökkviliðsstjór tekinn við

Ingvar Georg Georgsson hefur tekið við starfi slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október sl.
10.02.2025

Lagning ljósleiðara í þéttbýli Fjarðabyggðar

Míla í samstarfi við Fjarðabyggð leggur ljósleiðara í þéttbýlum Fjarðabyggðar á árinu 2025. Um er að ræða framkvæmdir í Neskaupstað, á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu á slóðinni: https://www.mila.is/framkvaemdaaaetlanir.
08.02.2025

Hreinsunarstarf á Stöðvarfirði gengur vel

Líkt og fram hefur komið í fréttum gekk mikið ofsaveður yfir Stöðvarfjörð sl. fimmtudag, sem olli margvíslegum og miklum skemmdum víða í bænum. Starfsmenn Fjarðabyggðar ásamt verktökum og íbúum unnu í gær ötulega að hreinsunarstarfi og viðgerðum í bænum, og gekk sú vinna afar vel. Ljóst er þó að einhvern tíma mun taka að koma öllu aftur í samt horf, og mun hreinsunar- og viðgerðarstarf halda áfram næstu daga.
06.02.2025

Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa samstarfssamning

Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa nú samstarfssamning sem tryggir fasta viðveru og reglubundna þjónustu samtakanna í sveitarfélaginu. Af því tilefni kom Ellen Calmon, framkvæmdastýra Píeta samtakanna, til Fjarðabyggðar og kynnti starfsemi samtakanna. Píeta samtökin veita sérhæfða aðstoð fyrir einstaklinga í sjálfvígsvanda með sjálfsskaða og aðstandendur þeirra. Með samningnum verður þjónustan aðgengileg íbúum Fjarðabyggðar á stöðugum grundvelli.
05.02.2025

Rauð viðvörun vegna veðurs og hættustigi Almannavarna lýst yfir

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Hættustig Almannavarna gildir frá og með 15:00 í dag á landinu öllu en rauð viðvörun tekur gildi kl. 18 á Austurlandi og gildir til kl. 4 í nótt. Síðan verður aftur rauð viðvörun frá kl. 8 til kl.18 á morgun fimmtudaginn 6. febrúar.
03.02.2025

Opið fyrir umsóknir - Þórsmörk listamannasetur

Gjaldfrjáls rannsóknardvöl fyrir listamenn til að dvelja í allt að 8 vikur í Þórsmörk á Norðfirði á tímabilinu 15 mars - 15 október 2025. Umsóknir skal senda á menningarstofa@fjardabyggd.is fyrir umsóknarfrest sem er 20.febrúar 23:59.
02.02.2025

Ótímabundið verkfall í leikskólanum Lyngholt

Fundi samninganefndar sveitarfélaga og KÍ lauk nú um klukkan 22:00 í kvöld, án þess að samningar næðust. Því er ljóst að ótímabundið verkfall mun hefjast á morgun í leikskólanum Lyngholt, sem mun hafa áhrif á starfsemi þess. Foreldrar barna fengu upplýsingar í tölvupósti sl. föstudag með nánari upplýsingum um áhrif verkfallsins á starfsemi leikskólans.
01.02.2025

Óvissustig á Austfjörðum - hætta á krapaflóðum og votum snjóflóðum - Uppfært-

Gert er ráð fyrir áframhaldandi óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum fram til mánudags. Viðbúnaður á tilteknum svæðum, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði sem kynntur var í gær, er þó úr gildi fallinn.
30.01.2025

Fjöldi blóta í Fjarðabyggð

Þá er þorrinn genginn í garð og með honum fylgja hin árlegu þorrablót. En fjöldi slíkra blóta eru í Fjarðabyggð. Um síðustu helgi voru haldin þrjú blót, þorrablót Reyðfirðinga var haldið á föstudeginum í íþróttahúsi Reyðfirðinga, þorrablót Eskfirðinga og sveitablót Norðfirðinga var svo haldið á laugardeginum í Valhöll, Eskifirði og í Egilsbúð, Neskaupstað.
29.01.2025

Heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð

Verkefnið "Fjölþætt heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð" hefur skilað miklum árangri frá upphafi þess, en 194 einstaklingar hafa tekið þátt frá því verkefnið hófst í ágúst mánuði árið 2022. Markmið verkefnisins er að stuðla að farsælum efri árum með því að bæta lífsgæði og heilsu eldri íbúa sveitarfélagsins í gegnum markvissa hreyfingu og fræðslu.
29.01.2025

Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi

Framlögð yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli: Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana.
24.01.2025

Skapandi Sumarstörf leyfa nýrri vináttu að blómstra

Viðtal við fyrrum starfsmenn í skapandi sumarstörfum, þær Daníelu Yolanda & Maríu Rós, birtist í Heimildinni í gær. Þær segja starfið hafa gefið þeim nýja vináttu sem blómstrar áfram að starfinu loknu. Lesið allt viðtalið til þess að komast að því hvað þær hafa að segja um reynslu sína. https://heimildin.is/.../akvad-ad-vera-hun-sjalf-og.../...
22.01.2025

Bæjarráð lækkar gjald vegna skráningardaga

Bæjarráð Fjarðabyggðar fór yfir helstu atriði sem komu fram á kynningarfundum með foreldrum um fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrárkerfi leikskóla Fjarðabyggðar. Í ljósi athugasemda varðandi gjaldtöku fyrir skráningardaga telur bæjarráð mikilvægt að bregðast við ábendingum foreldra og forráðamanna.
21.01.2025

Líneik Anna Sævarsdóttir ráðin í stöðu stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu

Líneik Anna Sævarsdóttir hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu. Staða stjórnanda fræðaslumála og skólaþjónustu var auglýst laus til umsóknar þann 28. nóvember síðastliðinn og lauk umsóknarfresti þann 23. desember. Tvær umsóknir bárust um stöðuna.
21.01.2025

Aflétting rýminga í Neskaupstað

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á rýmingarsvæðum í Neskaupstað frá klukkan 12:00 í dag. Öllum rýmingum í Neskaupstað hefur því verið aflétt. Íbúum á rýmingarsvæðum er óhætt að snúa heim og starfsemi hjá fyrirtækjum á rýmdum svæðum má hefjast að nýju. Verið er skoða stöðuna á Seyðisfirði. Gera má ráð fyrir að rýmingum þar verði aflétt síðar í dag.
19.01.2025

Rýmingu lokið frá í morgun í Neskaupstað og á Seyðisfirði

Rýming er tók gildi í Neskaupstað og á Seyðisfirði er lokið. Um hundrað og sjötíu í heildina búa á þeim svæðum sem rýmd voru. Allir eru komnir með húsaskjól.
19.01.2025

Óvissustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Rýmingar hafa verið ákveðnar á eftirtöldum reitum; Íbúar í Neskaupstað og á Seyðisfirði sem upplifa óþægindi vegna rýminga eru hvattir til að koma við í fjöldahjálparstöð eða hafa samband við hjálparsíma Rauða kross Íslands í síma 1717.
17.01.2025

Opið fyrir umsóknir í Menningarstyrki Fjarðabyggðar 2025

Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2025. Markmið menningarstyrkja er að styðja og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð. Skilafrestur er 10. febrúar.
14.01.2025

Úthlutun úr jólasjóð Fjarðabyggðar

Undanfarin ár hafa Rauði Krossinn, þjóðkirkjan og fjölskyldusvið Fjarðabyggðar tekið höndum saman og styrkt og starfrækt Jólasjóð. Markmið sjóðsins er að styðja við fjölskyldur í Fjarðabyggð sem á þurfa að halda í aðdraganda jóla. Með stuðningi og styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, einstaklingum og öðrum velunnurum í sjóðinn er það gert mögulegt.
13.01.2025

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna óvissu í sjávarútvegi

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna óvissu sem nú ríkir í sjávarútvegi í kjölfar boðaðra hækkana á veiðigjöldum, einkum á uppsjávarveiðar, ásamt þeim áhrifum sem boðuð aukning á kvóta til strandveiða kemur til með að hafa á aðra kvóta. Fjarðabyggð er sveitarfélag sem byggir að stórum hluta á sjávarútvegi og óvíða kemur meiri afli á land en þar og velgengni greinarinnar er undirstaða efnahagslegrar og félagslegrar stöðu samfélagsins.