27.02.2025
Velheppnuð opnun á Píeta skjóli á Reyðarfirði
Píeta samtökin og Fjarðarbyggð buðu til viðburðar í morgun á Reyðarfirði, tilefnið var opnun á meðferðarúrræði og undirritun samstarfssamnings Píeta samtakanna og Fjarðabyggðar. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Ellen Calmon, framkvæmastýra samtakanna undirrituðu samninginn. Íbúar Fjarðabyggðar, fagfólk og áhugafólk um geðheilbrigði mættu á svæðið. Gestir kynntu sér meðferð og úrræði Píeta samtakanna, hittu fagfólk og framkvæmdastýru samtakanna.