Fara í efni
16.09.2025 Fréttir

Heilsudagur að hausti

Deildu

Nemendur á elsta stigi mættu til leiks á Hólmahálsi og þaðan gengu þeir sem leið lá niður á Skeleri. Eftir að hafa spókað sig þar um tíma, borðað pylsur og farið í leiki gengu þeir með ströndinni og plokkuðu rusl.  

Nemendur á miðstigi fóru Kálkshringinn. Þeir hófu leik við kirkjuna og hjóluðu inn í dal, fóru þar yfir brúna innan golfvallar og kíktu á baggalútuna í Hólmatindi. Nemendur á yngsta stigi stungu sér til sunds og tóku nokkrar salíbunur í rennibrautinni. Á heimleiðinni skein sólin og allir duglegir að ganga aftur í skólann.  Allir voru sammála um að heilsudagurinn hefði tekist afar vel. Það var sérstaklega ánægjulegt að njóta sólarinnar eftir mikla rigningu síðustu vikur.  

Myndir frá deginum