11.11.2024
Nýr skólastjóri ráðinn við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði
Ása Sigurlaug Harðardóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með næstkomandi áramótum. Ása Sigurlaug gengdi stöðu skólastjóra við Tálknafjarðarskóla. Ása Sigurlaug er með kennaramenntun frá Háskóla Akureyrar og er einnig menntaður landfræðingur frá Frakklandi.