Fara í efni

Fréttir

11.11.2024

Nýr skólastjóri ráðinn við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði

Ása Sigurlaug Harðardóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með næstkomandi áramótum. Ása Sigurlaug gengdi stöðu skólastjóra við Tálknafjarðarskóla. Ása Sigurlaug er með kennaramenntun frá Háskóla Akureyrar og er einnig menntaður landfræðingur frá Frakklandi.
07.11.2024

VA hlýtur íslensku menntaverðlaunin

Verkmenntaskóli Austurlands hlaut íslensku menntaverðlaunin 2024 í flokki iðn- og verkmenntunar fyrir að efna til samstarfs við grunnskólana í Fjarðabyggð um framboð á fjölbreyttum verklegum valgreinum. Skólastjórinn og aðstoðarskólastjórinn tóku við viðurkenningu vegna þess við formlega athöfn á Bessastöðum.
07.11.2024

Nýr slökkviliðsstjóri ráðinn

Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október sl.
04.11.2024

Syndum - landsátak í sundi 1. - 30. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember. Syndum er heilsu- og hvatningarátak fyrir alla landsmenn. Sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær alhliða hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja.
01.11.2024

Víðtæk samþætting endurhæfingar formgerð með tímamótasamningi

Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag. Að samningnum koma 46 aðilar á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, sem skuldbinda sig til að eiga með sér samstarf og samvinnu um endurhæfingu einstaklinga sem á þurfa að halda. Samningurinn tekur gildi 1. september 2025 og er mikilvægur liður í innleiðingu viðamikilla breytinga á örorkulífeyriskerfinu samkvæmt lögum sem öðlast gildi á sama tíma.
01.11.2024

Bragðlaukaþjálfun á Eyrarvöllum

Í september hóf leikskólinn á Eyravöllum þátttöku í rannsóknarverkefni Berglindar Lilju Guðlaugsdóttur og hennar teymis í bragðlaukaþjálfun sem nefnast Litlu laukar. Litlu laukar er bragðlaukaþjálfun hjá börnum sem felst í markvissri þjálfun í að smakka og upplifa mat með öllum skynfærum sínum.
29.10.2024

Íbúafundur um ofanflóðamál

Þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var haldinn íbúafundur vegna ofanflóðamála í Neskaupstað. Fundurinn var framhald af þeirri vinnu sem verið hefur frá síðasta íbúafundi og vinnustofunni ,,Stillum saman strengi" sem fram fór 2. október, 2023. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar fór stuttlega yfir það sem fram fór á vinnustofunni. Þar komu saman allir helstu viðbragðsaðilar, Almannavarnanefnd Austurlands, Veðurstofa Íslands, og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra ásamt fulltrúum sveitarfélaganna, björgunarsveita, Vegagerðarinnar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og fleiri aðilium.
28.10.2024

Umfangsmikið átak ljósleiðaravæðingu heimila og fyrirtækja í Fjarðabyggð hrundið af stað

Í gær var undirritaður samningur Fjarðabyggðar og Mílu um viðamikla framkvæmd sveitarfélagsins í að ljúka ljósleiðaravæðingu heimila og fyrirtækja allra byggðakjarna næstu tvö árin. Í dag eru allt að 60% heimila í Fjarðabyggð án ljósleiðaratengingu. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs segir ljósleiðaravæðingu Fjarðabyggðar vera íbúum mikið kappsmál. Eitt stærsta verkefni í uppbyggingu innviða sveitarfélagsins síðari ára.
22.10.2024

Framtíðin er ljós í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð mun fara í hraða uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu í kjölfar tilboðs fjarskiptasjóðs um stuðning við uppbyggingu ljósleiðaraneta utan markaðssvæða í þéttbýli. Hvert heimili í þéttbýli fær 80.000 kr. styrk til að kosta jarðvinnu til að tengja ljósleiðara fyrir árslok 2026.
19.10.2024

Breytingar á stuðningsþjónustu Fjarðabyggðar frá og með áramótum.

Árið 2023 var sveitarfélagið Fjarðabyggð valið til þátttöku í þróunarverkefninu Gott að eldast sem felst í samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Liður í því verkefni er að fara yfir þjónustu við eldra fólk og hvernig henni verði best hagað til framtíðar í takt við hækkandi lífaldur fólks.
18.10.2024

Nemendur grunnskólans á Fáskrúðsfirði heimsækja Loðnuvinnsluna

Í gær fóru nemendur unglingastigs grunnskólans á Fáskrúðsfirði í heimsókn í Loðnuvinnsluna þar sem þau fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins. Nemendum var skipt upp í hópa og fengu þau bæði kynningu og að prófa mismunandi störf í deildum fyrirtækisins. Deildirnar sem tóku á móti þeim voru rafdeild, frystihús, vélaverkstæði, bræðslan, skrifstofan og Hoffellið. Um borð í Hoffellinu fengu þau kynning á þeim fjölbreyttu störfum sem þar eru unnin.
17.10.2024

Öruggara Austurland

Mánudaginn 14. október fór fram samráðsfundur vegna verkefnisins ,,Öruggara Ausutrland" á Reyðarfirði. Verkefnið hefur þa markmið að vinna sameiginlega gegn ofbeldi og öðrum afbrotum með markmiðum og aðgerðum sem byggðar eru á svæðisbundnum aðstæðum á Austurlandi.
16.10.2024

Hring­vegur um Fagra­dal – SMS-þjón­usta Vega­gerðar­innar

Vegagerðin mun í haust hefja sendingar á SMS-boðum um snjóflóðahættu til vegfarenda á Hringvegi (1) um Fagradal. Vegfarendur sem þess óska geta gerst áskrifendur að þessum viðvörunum. Sérstaklega er því beint til þeirra sem fara oft um veginn, vegna atvinnu sinnar, skólasóknar eða af öðrum ástæðum, að nýta sér þessar viðvaranir.
15.10.2024

Æfing hjá Fjarðabyggðarhöfnum á morgun

Varðskipið Þór kom til hafnar á Reyðarfirði í gær, mánudaginn 14.október. Tilefnið er að á morgun, miðvikudag, verður haldin mengunarvarnaæfing á Reyðarfirði. Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Fjarðabyggðarhafnir standa fyrir þessari sameiginlegu æfingu ásamt því að Heilbrigðiseftirlit Austurlands og slökkvilið Fjarðabyggðar taka þátt.
14.10.2024

Menntaþing, Bras, Fjölgreindaleikar og Forvarndardagurinn

Það hefur verið fjölbreytt dagskrá í grunnskólum Fjarðabyggðar það sem af er hausti. Má þar nefna Menntaþing, Bras, Fjölgreindarleikar og Forvarnadagurinn, svo eitthvað sé nefnt. Valgeir Elís Hafþórsson, úr Nesskóla flutti upphafsræðu menntaþingsins ásamt öðrum nemanda úr öðrum skóla. Hægt er að horfa á ræðuna og lesa upplýsingar um menntaþingið hérna.
14.10.2024

Landsmót Samfés

Landsmót Samfés er haldið að hausti ár hvert þar sem aðildarfélög Samfés koma saman. Á landsmóti fer fram lýðræðisleg kosning í ungmennaráð Samfés. Alls er kosið í níu kjördæmum þar sem tveir fulltrúar eru kosnir úr hverju kjördæmi, 18 fulltrúa til tveggja ára og níu fulltrúa til eins árs. Fulltrúar ungmennaráðs er því 27 talsins og eru fulltrúarnir á aldrinum 13-16 ára.
08.10.2024

Nýbakaðir foreldrar í Fjarðabyggð fá gjafir

Nýbakaðir for­eldr­ar í Fjarðarbyggð þurfa ekki að ótt­ast bleyju­skort og fleira því nú hef­ur Kjör­búðin sem er í eigu Sam­kaupa í sam­starfi við sveita­fé­lagið Fjarðarbyggð tekið hönd­um sam­an.
07.10.2024

Sendiherra Bandaríkjanna sækir Fjarðabyggð heim

Carrin F. Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi átti fund á dögunum með Jónu Árný Þórðardóttur, bæjarstjóra, Jóni Birni Hákonarsyni forseta bæjarstjórnar og Stefáni Þór Eysteinssyni, bæjarfulltrúa. Með í för var Joshua Bull og Arnar B. Sigurðsson starfsmenn sendiráðsins.
02.10.2024

Kjördæmadagar Alþingis

Kjördæmadagar eru nú í gangi en þeir hófust 30. september og standa til 4. október. Þá nýta þingmenn dagana til að fara út í kjördæmin og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.
01.10.2024

Samstarfsamningur milli Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða

Í tilefni af bleikum október var við hæfi að hefja hann með því að Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri og Hrefna Eyþórsdóttir formaður Krabbameinsfélags Austfjarða undirrituðu nýjan samstarfssaming. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér samstarf og vinnu við lífsstílstengdar forvarnir og fræðslu í Fjarðabyggð.
27.09.2024

Vel heppnaður afmælisdagur á leikskólanum Eyrarvöllum

Þann 17. september síðastliðinn átti leikskólinn Eyrarvellir átta ára afmæli. Í tilefni dagsins fengu börnin kjúkling og franskar í hádeginu og skúffuköku í kaffitímanum.
23.09.2024

Frítt í sund og líkamsrækt

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu býður Fjarðabyggð frítt í sund og líkamsrækt í öllum íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggðar vikuna 23. september - 29. september. Einnig viljum við vekja athygli á dagskránni hér að neðan.
23.09.2024

Fjölsótt starfamessa

Starfamessa var haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 19. október síðastliðinn. Starfamessuna sóttu ungmenni af öllu Austurlandi úr 9. og 10. bekk grunnskóla sem og nemendur af 1. ári í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands. Starfamessan var haldin af frumkvæði sveitarfélaganna og í samstarfi við Austurbrú.
20.09.2024

Framtíðin er ljós - Fjarðabyggð undirritar samning um ljósleiðaravæðingu

Fjarðabyggð undirritaði samning við Fjarskiptasjóð ásamt 25 öðrum sveitarfélögum um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Lengi hefur ríkt óvissa um hvort og hvenær, þúsundir heimila í landinu muni eiga kost á háhraðanetsambandi, sem er mikilvægt öryggismál og undirstaða nútíma búsetugæða. Með þessum samningum er sú óvissa ekki lengur fyrir hendi.
19.09.2024

Íbúum stendur til boða að sækja sér tré

Íbúum stendur til að boða að sækja sér tré á framkvæmdarsvæði snjóflóðavarnagarðanna í Neskaupstað, föstudaginn 20. september til og með sunnudeginum 22. september. Þar sem framkvæmdir standa yfir eru íbúar beðnir um að sýna aðgát og fylgja leiðbeiningum starfsmanna.
18.09.2024

Vegna tafa á sorphirðu

Talsverðar tafir hafa verið á hirðingu undanfarnar vikur. Í þessari viku er stefnt að því að ljúka hirðingu úr gráu tunnunni á öllu svæðinu. Nýlega er búið að hirða úr grænu tunnunni á stórum hluta Reyðarfjarðar og byggðina þar norðan við. Á föstudag og um helgina verður hirt úr grænu tunnuni hjá þeim sem ekki fengu hirðingu í síðustu viku (aðallega póstnúmer 750, 755 og 760).
18.09.2024

Bókun bæjarráðs vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu af hálfu verktaka. Þessar truflanir hafa valdið óþægindum fyrir íbúa og skapað óásættanlegt ástand varðandi sorphirðu í sveitarfélaginu. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að sorphirða gangi snurðulaust fyrir sig og að verktaki uppfylli þær skyldur sem samningur kveður á um.
12.09.2024

Fjarðabyggð gerir rekstrar- og uppbyggingarsamning við golfklúbbana í Fjarðabyggð

Í sumar skrifaði Jóna Árný Þórðardóttir undir rekstrar- og uppbyggingarsamning ásamt forsvarsmönnum golfklúbbanna í Fjarðabyggð. Er samningurinn til þriggja ára. Í Fjarðabyggð eru þrír golfklúbbar, það er Golfklúbbur Fjarðabyggðar á Reyðarfirði, Golfklúbbur Byggðarholts á Eskifirði og Golfklúbbur Norðfjarðar.
12.09.2024

Nýir starfsmenn hjá Fjarðabyggð

Adda Björk Ólafsdóttir hefur tekið við sem nýr mannauðsráðgjafi og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er nýr verkefnastjóri Menningarstofu. Adda Björk er með B.A. í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og Ms. frá Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun.
03.09.2024

Stöðfirðingar taka virkan þátt í mótun síns samfélags

Á árlegum íbúafundi á Stöðvarfirði kom berlega í ljós að Stöðfirðingar hafa tekið höndum saman um að nýta verkefnið Brothættar byggðir/Sterkan Stöðvarfjörð til fulls.