31.07.2024
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Franskir dagar voru settir á fimmtudaginn var, þegar Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri setti hátíðina að viðstöddu fjölmenni. Í kjölfarið á setningunni var haldið í hina árlegu Kenderísgöngu, þar sem þáttakendur halda í smá óvissuferð um Fáskrúðsfjörð þar sem ýmislegt er á boðstólnum.




























