Fara í efni

Fréttir

30.05.2024

Samstarfssamningur undirritaður á milli Fjarðabyggðar og KFA

Laugardaginn 11. maí síðastliðinn undirrituðu Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Ólafur Kristinn Kristínarson stjórnarmaður KFA samstarfssamning milli Fjarðabyggðar og knattspyrnufélagsins KFA. Samningurinn var undirritaður í Fjarðabyggðarhöllinni þegar KFA tók á móti Víking Ólafsvík. En leiknum lauk með jafntefli 2-2.
28.05.2024

Bókun bæjarráðs vegna gjaldtöku á bílastæðum Isavia.

Bæjarráð bókaði eftirfarandi bókun vegna fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum Egilsstaðaflugvallar: Fjarðabyggð mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum Egilsstaðaflugvallar. Með fyrirhugaðri gjaldtöku er verið að setja á fót landsbyggðarskatt sem veldur óhóflegri hækkun á flugi fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
24.05.2024

Starfsfólk Eskju tekur þátt í Vor í Fjarðabyggð

Starfsfólk Eskju létu sitt ekki eftir liggja á umhverfisvikunni ,,Vor í Fjarðabyggð" allar deildir fyrirtækisins tóku sig saman og plokkuðu og hreinsuðu til í í sínu nærumhverfi. Bílaplön og vinnusvæðin voru þrifin og allt gert fínt og klárt fyrir sumarið.
22.05.2024

Samþykkt bæjarráðs vegna breytinga í fræðslumálum 21. maí

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þriðjudaginn 21. maí var samþykkt tillaga um verklag, samráð og tímasetningar við innleiðingu á samþykkt bæjarstjórnar á breytingum í fræðslumálum. Tillagan felur í sér útfærslur á þeim breytingum sem samþykktar voru í bæjarstjórn 27. febrúar sl. Með tilögunni er komið til móts við þau sjónarmið sem komu fram á fundi bæjarráðs með skólastjórnendum þann 13. maí sl. Drög að tilögunni voru kynntar skólastjórnendum á fundi föstudaginn 17. maí sl.
13.05.2024

Lögreglan á Austurlandi hittir ungmennaráð Fjarðabyggðar og Múlaþings

Lögreglunni á Austurlandi bauðst á dögunum að hitta ungmennaráð Fjarðabyggðar og Múlaþings. Þar gafst tækifæri til að kynna starfsemi lögreglu og áherslur auk þess að svara spurningum og reifa skoðanir og sjónarmið.
07.05.2024

LISTASMIÐJUR MENNINGARSTOFU FJARÐABYGGÐAR FYRIR BÖRN SUMARIÐ 2024

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun, líkt og síðustu ár, halda úti listasmiðjum sumarið 2024 en þar eru í boði skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla (fædd 2011-2015). Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð. Athugið að takmarkaður fjöldi barna kemst í hverja smiðju og fyrstur kemur fyrstur fær. Reiknað er með 12-15 börnum í allar smiðjur nema Textílsmiðjuna sem tekur við 8 þátttakendum.
06.05.2024

Skíðatímabilinu í Oddsskarði lokið

Nú þegar vor er komið í loftið þá er komið að lokum skíðatímabilsins í Oddsskarði. Óhætt er að segja að þetta hefur verið einn sá besti vetur um langa hríð. Þrátt fyrir að lokað hafi verið alla páskanna sökum veðurs.
06.05.2024

Úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í síðastliðinni viku úthlutaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tæplega 540 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. 29 verkefni hljóta styrk úr sjóðnum og dreifast um landið allt. Einn af hæstu styrkjunum hlaut Jökuldalur slf., 90 milljónir króna til áframhaldandi uppbyggingar í landi Grundar við Stuðlagil. Alls hlutu sex verkefni á Austurlandi styrk.
02.05.2024

Úthlutun Fiskeldissjóðs

Á dögunum úthlutaði stjórn fiskeldisjóðs, 437,2 milljónum kr til sextán verkefna í sjö sveitarfélögum. Af því var úthlutað til Fjarðabyggðar 151.840.000 kr. til fjögurra verkefna. Alls bárust 29 umsóknir frá átta sveitarfélögum, samtals að fjárhæð rúmlega 1,5 milljarður króna, sem er meira en þrefalt hærri fjárhæð en var til úthlutunar. Umsóknarfrestur var til 6. mars og lauk úthlutun 8. apríl.
30.04.2024

Útboð á tjaldsvæðum í Fjarðabyggð

Á dögunum voru opnuð tilboð í rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Alls bárust tilboð frá sex aðilum í mismunandi tjaldsvæði í Fjarðabyggð. Engin tilboð bárust í tjaldsvæðið á Eskifirði og Norðfirði.
29.04.2024

Námskeið Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra

Námskeið var haldið á dögunum á vegum almannavarna í umdæminu og Almannavarnadeildar RLS, haldið í húsakynnum aðgerðastjórnar. Á því voru fulltrúar frá björgunarsveitum, sveitarfélögunum, slökkviliðunum, Rauða krossinum, Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og lögreglu.
23.04.2024

Ráðuneytið telur breytingar í fræðslumálum standast gildandi lög

Fjarðabyggð hefur borist niðurstaða mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna þeirra athugasemda sem Kennarasamband Íslands gerði við fyrirhugaðar breytingar á fræðslumálum í Fjarðabyggð. Afstaða ráðuneytisins er sú að breytingar á fræðslumálum í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggð stangist ekki á við gildandi lög. Athugasemdir ráðuneytisins snúa að formlegu samráðsferli, að ekki hafi verið haft nægt samráð við skólaráð grunnskóla eða foreldraráð leikskóla. Í ljósi þessarar athugasemdar mun Fjarðabyggð hefja samráðsferli við ofangreinda aðila og óska eftir umsögnum þeirra. Bréf ráðuneytsins til Fjarðabyggðar má finna hér: Bréf til Fjarðabyggðar_mrn.pdf
23.04.2024

Allt nema töskur dagurinn

Nemendaráð Grunnskóla Reyðarfjarðar samanstendur af einstaklega hugmyndaríkum og framtakssömum nemendum. Á mánudaginn síðastliðinn stóðu nemendur fyrir sérstökum viðburði sem fólst í því að hvetja nemendur og starfsmenn til að koma með gögnin sín í einhverju öðru en hefðbundnum skólatöskum.
22.04.2024

Stóri plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma.
18.04.2024

Öruggara Austurland: Farsæld barna

Síðastliði haust tók fjöldi aðila saman höndum um að vinna gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir heitinu Öruggara Austurland. Samstarfsyfirlýsing um svæðisbundið samráð um afbrotavarnir, sú fyrsta sinnar tegundar, var undirrituð þann 4. október sl. Markmið samráðsins eru m.a. að vinna enn markvissara að öryggi íbúa, auka skilning á ofbeldi og skaðsemi þess, efla samstarfsaðila í að takast á við áföll og ofbeldi, vinna í takt við önnur verkefni í almannaþágu, s.s. innleiðingar á farsæld barna, lýðheilsuvísa, áætlanir sveitarfélaga o.fl.
16.04.2024

Fjölsóttur Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði í níunda sinn laugardaginn 13. apríl síðastliðinn. Fjöldi manns lagði leið sína í Norðfjörð til að kynna sér það helsta sem Austurland hefur upp á að bjóða á sviði tækni, vísinda, nýsköpunar, verkmennta og þróunar. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg höfðaði til allra aldurshópa.
15.04.2024

Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Í gær fór Nótan fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands með miklum myndarbrag. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og í ár var hún haldin í formi svæðistónleika um land allt. Á uppskeruhátíð Austurlands komu fram nemendur tónlistarskólanna á Vopnafirði, Neskaupstað, Fellabæ, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.
15.04.2024

Eygló, Orkuskipti - Orkunýtni - Hringrás

Eygló var kynnt í dag, ásamt Austurbrú fyrir bæjarráði Fjarðabyggðar og hugmyndir ræddar sem snúa að nýsköpun og sóknarmiðum Eyglóar, orkuskiptum - orkunýtni - hringrás.
12.04.2024

Vegna umfjöllunar um breytingar í fræðslumálum

Í kjölfarið á boðuðum breytingum á fræðslumálum í Fjarðabyggð hefur umræða átt sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Sveitarfélagið hefur meðal annar átt samtal við stéttarfélög og Samband íslenskra sveitafélaga, auk þess er málefnið til umfjöllunar í Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Beðið er eftir áliti ráðuneytisins, áður en málið er tekið til umfjöllunar að nýju hjá Fjarðabyggð.
12.04.2024

Heimsókn frá Verkmenntaskóla Austurlands

Mánudaginn 8. apríl síðastliðin komu forsvarsmenn Verkmenntaskóla Austurlands þau Eydís Ábjörnsdóttir, skólameistari og Birgir Jónsson, gæða- og verkefnastjóri á fund bæjarráðs. Á fundinum var meðal annars farið yfir málefni skólans, helstu áskoranir og gengi skólans.
12.04.2024

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2023 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Fimmtudaginn 11. apríl 2024 fór fram fyrri umræða bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 2. maí næstkomandi.
11.04.2024

Sigldu um öll heimsins höf á Tæknidegi fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 13. apríl. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, nýsköpun og þróun á Austurlandi og er dagskráin sniðin að öllum aldurshópum. Þetta er í níunda sinn sem Tæknidagurinn er haldinn og nú að vori.
09.04.2024

Bókun bæjarráðs vegna Suðurfjarðavegar

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti eftirfarandi bókun á fundi sínum mánudaginn 8. apríl: Fjarðabyggð skorar á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að flýta framkvæmdum við Suðurfjarðaveg með því að endurskoða forgangsröðun í framlagðri samgönguáætlun sem er til meðferðar á nefndarsviði Alþingis.
08.04.2024

Misjöfn verða morgunverkin

Undanfarnar vikur hafa nemendur 9. bekkjar í grunnskólanum á Reyðarfirði ígrundað Laxdælu, eina að perlum íslenskra bókmennta. Í vikunni sýndu þau afrakstur þeirra vinnu. Nemendur lásu saman söguna og ræddu um þær litríku persónur sem þar koma fyrir. Söguþráður Laxdælu er spennandi og samspil persóna einstakt.
07.04.2024

Upplýsingar vegna rýminga á Austurlandi

Fundi Veðurstofu, Vegagerðar og almannavarna lauk rétt í þessu. Búist er við áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns en úrkoma er þó heldur minni en spáð var. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða.
06.04.2024

Frá Samráðshópi almannavarna um áfallahjálp

Hættustig vegna snjóflóðahættu tekur gildi í Neskaupsstað kl. 22:00 í kvöld, laugardaginn 6. apríl. Það er gott að fylgjast með upplýsingum um stöðuna á síðu Veðurstofunnar um ofanflóð: https://blog.vedur.is/ofanflod/. Vöktunin er mikil og nýjustu upplýsingar fara beint þangað inn.
06.04.2024

Nánari upplýsingar vegna rýminga í kjölfar fundar Veðurstofunnar og Almannavarna kvöldið 6.4.2024.

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði áðan með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma svæði 17 og 18 klukkan 22:00 í kvöld á Seyðisfirði. Þar er búið í þremur húsum, að Ránargötu 8, 9 og 11. Íbúar hafa þegar verið upplýstir. Sjá mynd af rýmingarsvæði hér að neðan, litað með grænu. Einnig hefur verið ákveðið að rýma rýmingarreit fjögur í Neskaupstað ásamt býlinu Þrastalundi. Íbúar að Þrastarlundi hafa verið upplýstir sem og eigendur og rekstraraðilar annarra húsa á reit fjögur, en um iðnaðarhúsnæði er þar að ræða og hesthús. Sjá mynd af rýmingarsvæði hér að neðan, litað með grænu.
05.04.2024

Þriðji flokkur karla og kvenna í fótbolta stóðu fyrir áheitasöfnun

Á dögunum fór fram knattspyrnumaraþon hjá þriðja flokki karla og kvenna í Fjarðabyggð, vegna áheitasöfnun fyrir æfingaferð til Spánar í sumar. Spilaður var fótbolti frá klukkan 11 laugardaginn 23. mars síðast liðinn og í heilan sólarhring eða til klukkan 11 daginn eftir. Fjölmargir tóku þátt með krökkunum og spiluðu með þeim.
03.04.2024

Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Blakdeildar Þróttar

Á dögunum skrifuðu Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir undir samstarfssamning milli Fjarðabyggðar og blakdeildar Þróttar Fjarðabyggðar.
25.03.2024

Úthlutun úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar

Þann 21.mars var rúmum 11 milljónum úthlutað úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Alls bárust 23 umsóknir og heildarkostnaður verkefna er tæplega 37 milljónir en heildar upphæð umsókna var um 27 milljónir. Í ár fengu 18 verkefni úthlutað styrk úr sjóðnum en þetta er þriðja úthlutun verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður. Það er ljóst að það er mikill hugur í fólki og mikill kraftur hér í samfélaginu á Stöðvarfirði.