Fara í efni

Fréttir

01.09.2024

Opnun áfallamiðstöðvarinnar 1. - 5. september

Áfallamiðstöðin í Egilsbúð verður áfram opin næstu daga. Þar getur fólk komið og fengið samtal og sálrænan stuðning í kjölfar þeirra erfiðu atburða sem orðið hafa í vikunni. Áfallamiðstöðin er samstarfsverkefni Fjarðabyggðar, Rauða krossins og HSA.
26.08.2024

Minningarstund í Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. ágúst

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju á morgun þriðjudaginn 27. ágúst l 18:00. Að lokinni þeirri stund verður síðan opið í áfallamiðstöðinni í Egilsbúð þar sem fólk getur komið, fengið samtal og sálrænan stuðning.
23.08.2024

Opnun áfallamiðstöðvar í Egilsbúð

Unnið er að undirbúningi að opnun áfallamiðstöðvar sem opnuð verður í Egilsbúð í Neskaupstað í dag kl. 16:00. Þar getur fólk komið og fengið samtal og sálrænan stuðning í kjölfar þeirra erfiðu atburða sem orðið hafa í vikunni. Áfallamiðstöðin er samstarfsverkefni Fjarðabyggðar, Rauða krossins og HSA.
21.08.2024

Í kjölfar hörmulegs slyss við Hálslón

Í kjölfar hörmulegs slyss við Hálslón í gær vill Fjarðabyggð koma eftirfarandi á framfæri. Samfélagið á Austurlandi er í sameiningu að takast á við mikið áfall, og vinna úr því. Með samfélögunum koma að áfallaviðbragðinu margir aðilar s.s. prestar, HSA, Rauði Krossinn, sveitarfélögin og aðrir sérfræðingar.
16.08.2024

30 ár frá frækilegu björgunarafreki í Vöðlavík

Þess verður minnst í Vöðlavík á morgun, laugardaginn 17. ágúst kl. 12:00 , að í ár eru 30 ár liðin frá því að sveit þyrlubjörgunarsveitar varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði sex skipverjum af björgunarskipinu Goðanum í Vöðlavík.
16.08.2024

Nýr sviðstjóri fjármála- og greiningarsviðs.

Jóhann Gunnsteinn Harðarson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fjármála- og greiningarsviðs. Mun Jóhann taka formlega við starfinu af Snorra Styrkárssyni í haust þegar fjárhagsáætlunarferli Fjarðabyggðar lýkur í nóvember.
12.08.2024

Framkvæmdir vegna snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað

Framkvæmdir vegna byggingar á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagiljum á Norðfirði munu standa yfir frá ágúst 2024 til hausts 2029 og eru framkvæmdir nú þegar hafnar. Verktakafyrirtækið Héraðsverk ehf. er verktaki verksins. Héraðsverk mun sjá um alla jarðvinnu í verkinu og uppbyggingu snjóflóðavarna.
08.08.2024

Kynningarfundur - Fjölþætt heilsuefling

Í ágúst verður nýr hópur af þátttakendum tekinn inn í verkefnið Fjölþætt heilsuefling í Fjarðabyggð. Af því tilefni verður kynningarfundur mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00 í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði.
07.08.2024

Lystigarðurinn 90 ára

Lystigarðurinn í Neskaupstað átti á dögunum 90 ára afmæli og í tilefni þessara merku tímamóta heldu félagskonur í Kvenfélagi Nönnu upp á afmælið. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri flutti ávarp ásamt Önnu Sigríði Þórðardóttur, formanni kvenfélagsins Nönnu. Blásarasveit Tónskólans flutti nokkur lög og Ísabella Danía söng. Til stóð að halda afmælishátíðina í garðinum sjálfum, en vegna veðurs var hátíðin flutt í safnaðarheimilið.
02.08.2024

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar, lauk á dögunum og ekki er hægt að segja annað en að hátíðin hafi tekist með miklum ágætum. Innsævi var nú haldin í þriðja sinn og átti sér stað um allt sveitarfélagið og greina mátti mikla ánægju bæði meðal þeirra fjölda gesta sem sóttu viðburði og þess listafólks sem tók þátt í þeim fjölmörgu viðburðum sem áttu sér stað í þann rúma mánuð sem Innsævi stóð yfir.
01.08.2024

Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson

Þann 1. apríl 2023 tók ég við sem bæjarstjóri í Fjarðabyggð á skrýtnum tímum. Við vorum að koma úr erfiðum náttúruhamförum þar sem snjóflóð höfðu fallið í Neskaupstað í lok mars. Unnið hafði verði að því í nokkurn tíma að undirbúa heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar. Til stóð að heimsóknin ætti að vera haustið 2022 en þá kom feikna óveður á Reyðarfirði í september.
31.07.2024

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Franskir dagar voru settir á fimmtudaginn var, þegar Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri setti hátíðina að viðstöddu fjölmenni. Í kjölfarið á setningunni var haldið í hina árlegu Kenderísgöngu, þar sem þáttakendur halda í smá óvissuferð um Fáskrúðsfjörð þar sem ýmislegt er á boðstólnum.
26.07.2024

Lokasýning Skapandi sumarstarfa

Opnun sýningarinnar er föstudaginn 26. júlí og mun standa til 28. júlí. Sýningin er haldin í Bragganum við Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði og er öllum opin endurgjaldslaust. English and Polski follows.
23.07.2024

Framkvæmdir við snjóflóðavarnagarða undir Nes- og Bakkagiljum, Norðfirði

Á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin að 600 milljónum króna yrði varið til að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað um eitt ár. Framkvæmdin felur í sér að reistur er 730 metra langur þvergarður ofan við efstu hús í Mýra- og Bakkahverfi. Undir Nesgili verður hæð garðsins um 21,5 metra og undir Bakkagili verður hæðin um 20,5 metrar. Ofan við garðinn verða jafnframt reistar tvær keiluraðir af samtals 20 keilum sem eiga að draga úr flóðhraða. Framkvæmdasvæðið verður um 23 hektarar og raskað svæði verður um 9,5 hektarar. Talið er að efnistaka úr skeringum á framkvæmdasvæði verði alls um 400.000 m3 sem fer í gerð þvergarðs og keilna.
22.07.2024

Auglýst eftir áhugasömum aðilum vegna uppbyggingar og reksturs ljósleiðaranets í Fjarðabyggð

Fjarskiptasjóður áformar framhald af verkefninu Ísland ljóstengt með það að markmiði að ljúka styrktri ljósleiðaravæðingu heimilisfanga með eitt eða fleiri lögheimili í öllum þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum landsins fyrir árslok 2026 á grundvelli samvinnu íbúa, sveitarfélaga, fjarskiptafyrirtækja og ríkisins.
16.07.2024

Útköllum slökkviliðs fjölgar

Mikið hefur verið að gera það sem af er ári hjá slökkviliði Fjarðabyggðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins fékk slökkviliði 460 boðanir samanborið við 391 árið á undan. Flest útköll eru tengd sjúkraflutningum en auk þess að sinna sjúkraflutningum í Fjarðabyggð, sinnir slökkviliði sjúkraflutningum fyrir Djúpavog.
12.07.2024

Brakandi blíða í Fjarðabyggð

Í morgun var hitastigið komið upp í 20 gráður og brakandi sól. Það verður mikið um að vera næstu dagana á Innsævi. Jóga og íhugun með lifandi tónlist undir berum himni og Dundur - Tónleikar - Tónleikar í Tónspil.
10.07.2024

,,Starfið var fullkomið tækifæri fyrir mig til þess að prófa eitthvað nýtt"

Anna Karen Marinósdóttir starfar í sumar sem verkefnastjóri hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar. Hún er 23. ára, fædd og uppalin í Neskaupstað, náttúrudýrð Austfjarða, eins og hún segir sjálf. Anna Karen sótti nám við Verkmenntaskóla Austurlands í náttúruvísindum og er í dag með BS. gráðu í landfræði frá Háskóla Íslands.
03.07.2024

Kaffispjall með bæjarstjóra og oddvitum meirihlutans

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri ásamt oddvitum meirihlutans þeim Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar og Ragnari Sigurðssyni, formanni bæjarráðs hafa boðið uppá kaffispjall með íbúum Fjarðabyggðar.
02.07.2024

InstaVolt opnar 16 hraðhleðslustöðvar í Fjarðabyggð

Breska fyrirtækið InstaVolt áætlar að koma upp 16 nýjum hraðhleðslustöðvum í Fjarðabyggð. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og Mark Stannard fulltrúi InstaVolt, undirrituðu samning þess efnis fyrir skömmu. Samningurinn er til 25 ára og áformar InstaVolt að setja upp 16, 160 kwh hraðhleðslustöðvar í Fjarðabyggð. Hleðslustöðvarnar verða staðsettar á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.
01.07.2024

Göngubrúin yfir Búðará endurbyggð

Göngubrúin yfir Búðará var endurbyggð nú á dögunum og var verkið klárað í gær sunnudag. Launafl sá um að endurbyggja brúnna. Göngubrúin tengir saman gönguleiðir austan og vestan árinnar og er stór áfangi fyrir aðgengi almennings að vinsælu útivistarsvæði á Reyðarfirði. Brúin var fyrst byggð árið 2015 en skemmdist mikið í óveðrinu haustið 2022.
28.06.2024

Unnur Björgvinsdóttir, forstöðukona dagvistar lætur af störfum

Unnur Björgvinsdóttir lauk störfum sínum þann 19. júní sl. eftir 28 ár í starfi forstöðumanns dagvistar fyrir eldra fólk á Breiðdalsvík. Af því tilefni var boðið til kaffisamætis. Unni er þökkuð fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins, og óskum við henni góðs gengis í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.
28.06.2024

Völusteinn koma fram í Breiðablik

Völusteinar voru með tónleika í Egilsbúð í gærkvöldi gg spiluðu þar fram eftir kvöldi. Fyrr um daginn lék svo sveitin við opnum sýningarinnar MILLI FJALLANNA ljósmyndasýningu eftir Dagbjörtu Elvu Sigurðardóttur í Gallerí Þórsmörk. Völusteinar léku fyrír íbúa Breiðabliks í gærmorgun fimmtudag við mikinn fögnuð viðstaddra en fjölmennt var á tónleikunum.
27.06.2024

Aldarafmæli Jósafats Hinriksson

Þann 21. júní síðastliðinn voru 100 ár liðin frá fæðingu Jósafats Hinrikssonar. Af því tilefni var haldinn viðburður í Safnahúsinu á Norðfirði. Ólöf Þóranna Hannesdóttir, dótturdóttir Jósafats og Ólafar konu hans, sagði frá Jósafat og safninu hans. Jón Björn Hákonarson tók svo við og fór yfir aðdraganda þess er Fjarðabyggð tók við safninu á sínum tíma, m.a. að það hefði komið á óvart hversu mikið magn muna tilheyrðu safninu.
18.06.2024

Vel heppnuð hátíðahöld á 17. júní

Hátíðahöld Fjarðabyggðar vegna 17. júní á Stöðvarfirði voru vel sótt og afar vel heppnuð. Skipulag dagskrárinnar í ár var í höndum Ungmennafélagsins Súlan á Stöðvarfirði.
14.06.2024

Innsævi hefst um helgina

Menningar- og listahátíðin Innsævi hefst á morgun, þann 15. júní og stendur yfir til 20. júlí en yfir 30 viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar. Viðburðir hátíðarinnar munu fara fram um alla Fjarðabyggð og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá Mjóafirði til Breiðdalsvíkur.
14.06.2024

Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna á Reyðarfirði

Fimmtudaginn 13. júní var tekin skóflustunga að nýjum búsetukjarna á Reyðarfirði með sex einstaklingsíbúðum og skammtímavistun fyrir fötluð börn. Í kjarnanum verður einnig rými fyrir starfsmenn til að þjónusta íbúa, setustofu fyrir íbúa og gesti ásamt tækjageymslu. Skóflustunguna tóku Róbert Óskar Sigurvaldason, framkvæmdarstjóri R101, Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og Hjördís Helga Seljan, bæjarfulltrúi. Ráðgert er að nýr búsetukjarni verði tekin í notkun um mitt næsta ár.
12.06.2024

Fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps

Fulltrúar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps komu saman í Fjarðabyggð þriðjudaginn 11. júní. Tilefni fundarins var árleg yfirferð sveitarfélaganna á sameiginlegum hagsmunamálum og samvinnuverkefnum. Sveitarfélögin eiga í samstarfi um uppbyggingu er varðar atvinnumál og fjölgun íbúa svo sem uppbyggingu á grænum orkugarði og vindorku því samhliða. Á fundinum var einnig rætt um mikilvæg samgöngumál og hvernig hægt sé að efla samstarf sveitarfélaganna enn frekar.
10.06.2024

Fundur bæjarstjóra og formanns bæjarráðs með forsætisráðherra

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri, og Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs, áttu fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu föstudaginn 7. júní. Á fundinum var farið yfir stöðu sveitarfélagsins m.t.t. atvinnu- og húsnæðisuppbyggingar, uppgjör vegna tjóna eftir veðurhamfarir á Reyðarfirði og snjóflóðið í Neskaupstað.
06.06.2024

Ný slökkvibifreið afhent slökkviliði Fjarðabyggðar

Slökkvilið Fjarðabyggðar fékk á dögunum nýja slökkvibifreið. Þegar Ragnar Sigurðsson, formaðu bæjarráðs afhenti Júlíusi A. Albertssyni, slökkviliðsstjóra lyklana að bifreiðinni. Slökkvibifreiðin er af gerðinni Scania P500 B4X4HZ 4x4 og kom hún fullbúin hingað til lands í síðustu viku. Hún mun verða staðsett á slökkvistöðinni á Hrauni, Reyðarfirði og leysa þar af hólmi eldri bifreið.