Fara í efni

Fréttir

17.10.2024

Öruggara Austurland

Mánudaginn 14. október fór fram samráðsfundur vegna verkefnisins ,,Öruggara Ausutrland" á Reyðarfirði. Verkefnið hefur þa markmið að vinna sameiginlega gegn ofbeldi og öðrum afbrotum með markmiðum og aðgerðum sem byggðar eru á svæðisbundnum aðstæðum á Austurlandi.
16.10.2024

Hring­vegur um Fagra­dal – SMS-þjón­usta Vega­gerðar­innar

Vegagerðin mun í haust hefja sendingar á SMS-boðum um snjóflóðahættu til vegfarenda á Hringvegi (1) um Fagradal. Vegfarendur sem þess óska geta gerst áskrifendur að þessum viðvörunum. Sérstaklega er því beint til þeirra sem fara oft um veginn, vegna atvinnu sinnar, skólasóknar eða af öðrum ástæðum, að nýta sér þessar viðvaranir.
15.10.2024

Æfing hjá Fjarðabyggðarhöfnum á morgun

Varðskipið Þór kom til hafnar á Reyðarfirði í gær, mánudaginn 14.október. Tilefnið er að á morgun, miðvikudag, verður haldin mengunarvarnaæfing á Reyðarfirði. Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa og Fjarðabyggðarhafnir standa fyrir þessari sameiginlegu æfingu ásamt því að Heilbrigðiseftirlit Austurlands og slökkvilið Fjarðabyggðar taka þátt.
14.10.2024

Menntaþing, Bras, Fjölgreindaleikar og Forvarndardagurinn

Það hefur verið fjölbreytt dagskrá í grunnskólum Fjarðabyggðar það sem af er hausti. Má þar nefna Menntaþing, Bras, Fjölgreindarleikar og Forvarnadagurinn, svo eitthvað sé nefnt. Valgeir Elís Hafþórsson, úr Nesskóla flutti upphafsræðu menntaþingsins ásamt öðrum nemanda úr öðrum skóla. Hægt er að horfa á ræðuna og lesa upplýsingar um menntaþingið hérna.
14.10.2024

Landsmót Samfés

Landsmót Samfés er haldið að hausti ár hvert þar sem aðildarfélög Samfés koma saman. Á landsmóti fer fram lýðræðisleg kosning í ungmennaráð Samfés. Alls er kosið í níu kjördæmum þar sem tveir fulltrúar eru kosnir úr hverju kjördæmi, 18 fulltrúa til tveggja ára og níu fulltrúa til eins árs. Fulltrúar ungmennaráðs er því 27 talsins og eru fulltrúarnir á aldrinum 13-16 ára.
08.10.2024

Nýbakaðir foreldrar í Fjarðabyggð fá gjafir

Nýbakaðir for­eldr­ar í Fjarðarbyggð þurfa ekki að ótt­ast bleyju­skort og fleira því nú hef­ur Kjör­búðin sem er í eigu Sam­kaupa í sam­starfi við sveita­fé­lagið Fjarðarbyggð tekið hönd­um sam­an.
07.10.2024

Sendiherra Bandaríkjanna sækir Fjarðabyggð heim

Carrin F. Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi átti fund á dögunum með Jónu Árný Þórðardóttur, bæjarstjóra, Jóni Birni Hákonarsyni forseta bæjarstjórnar og Stefáni Þór Eysteinssyni, bæjarfulltrúa. Með í för var Joshua Bull og Arnar B. Sigurðsson starfsmenn sendiráðsins.
02.10.2024

Kjördæmadagar Alþingis

Kjördæmadagar eru nú í gangi en þeir hófust 30. september og standa til 4. október. Þá nýta þingmenn dagana til að fara út í kjördæmin og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.
01.10.2024

Samstarfsamningur milli Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða

Í tilefni af bleikum október var við hæfi að hefja hann með því að Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri og Hrefna Eyþórsdóttir formaður Krabbameinsfélags Austfjarða undirrituðu nýjan samstarfssaming. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér samstarf og vinnu við lífsstílstengdar forvarnir og fræðslu í Fjarðabyggð.
27.09.2024

Vel heppnaður afmælisdagur á leikskólanum Eyrarvöllum

Þann 17. september síðastliðinn átti leikskólinn Eyrarvellir átta ára afmæli. Í tilefni dagsins fengu börnin kjúkling og franskar í hádeginu og skúffuköku í kaffitímanum.
23.09.2024

Frítt í sund og líkamsrækt

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu býður Fjarðabyggð frítt í sund og líkamsrækt í öllum íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggðar vikuna 23. september - 29. september. Einnig viljum við vekja athygli á dagskránni hér að neðan.
23.09.2024

Fjölsótt starfamessa

Starfamessa var haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 19. október síðastliðinn. Starfamessuna sóttu ungmenni af öllu Austurlandi úr 9. og 10. bekk grunnskóla sem og nemendur af 1. ári í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands. Starfamessan var haldin af frumkvæði sveitarfélaganna og í samstarfi við Austurbrú.
20.09.2024

Framtíðin er ljós - Fjarðabyggð undirritar samning um ljósleiðaravæðingu

Fjarðabyggð undirritaði samning við Fjarskiptasjóð ásamt 25 öðrum sveitarfélögum um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Lengi hefur ríkt óvissa um hvort og hvenær, þúsundir heimila í landinu muni eiga kost á háhraðanetsambandi, sem er mikilvægt öryggismál og undirstaða nútíma búsetugæða. Með þessum samningum er sú óvissa ekki lengur fyrir hendi.
19.09.2024

Íbúum stendur til boða að sækja sér tré

Íbúum stendur til að boða að sækja sér tré á framkvæmdarsvæði snjóflóðavarnagarðanna í Neskaupstað, föstudaginn 20. september til og með sunnudeginum 22. september. Þar sem framkvæmdir standa yfir eru íbúar beðnir um að sýna aðgát og fylgja leiðbeiningum starfsmanna.
18.09.2024

Vegna tafa á sorphirðu

Talsverðar tafir hafa verið á hirðingu undanfarnar vikur. Í þessari viku er stefnt að því að ljúka hirðingu úr gráu tunnunni á öllu svæðinu. Nýlega er búið að hirða úr grænu tunnunni á stórum hluta Reyðarfjarðar og byggðina þar norðan við. Á föstudag og um helgina verður hirt úr grænu tunnuni hjá þeim sem ekki fengu hirðingu í síðustu viku (aðallega póstnúmer 750, 755 og 760).
18.09.2024

Bókun bæjarráðs vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu af hálfu verktaka. Þessar truflanir hafa valdið óþægindum fyrir íbúa og skapað óásættanlegt ástand varðandi sorphirðu í sveitarfélaginu. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að sorphirða gangi snurðulaust fyrir sig og að verktaki uppfylli þær skyldur sem samningur kveður á um.
12.09.2024

Fjarðabyggð gerir rekstrar- og uppbyggingarsamning við golfklúbbana í Fjarðabyggð

Í sumar skrifaði Jóna Árný Þórðardóttir undir rekstrar- og uppbyggingarsamning ásamt forsvarsmönnum golfklúbbanna í Fjarðabyggð. Er samningurinn til þriggja ára. Í Fjarðabyggð eru þrír golfklúbbar, það er Golfklúbbur Fjarðabyggðar á Reyðarfirði, Golfklúbbur Byggðarholts á Eskifirði og Golfklúbbur Norðfjarðar.
12.09.2024

Nýir starfsmenn hjá Fjarðabyggð

Adda Björk Ólafsdóttir hefur tekið við sem nýr mannauðsráðgjafi og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er nýr verkefnastjóri Menningarstofu. Adda Björk er með B.A. í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og Ms. frá Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun.
03.09.2024

Stöðfirðingar taka virkan þátt í mótun síns samfélags

Á árlegum íbúafundi á Stöðvarfirði kom berlega í ljós að Stöðfirðingar hafa tekið höndum saman um að nýta verkefnið Brothættar byggðir/Sterkan Stöðvarfjörð til fulls.
01.09.2024

Opnun áfallamiðstöðvarinnar 1. - 5. september

Áfallamiðstöðin í Egilsbúð verður áfram opin næstu daga. Þar getur fólk komið og fengið samtal og sálrænan stuðning í kjölfar þeirra erfiðu atburða sem orðið hafa í vikunni. Áfallamiðstöðin er samstarfsverkefni Fjarðabyggðar, Rauða krossins og HSA.
26.08.2024

Minningarstund í Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. ágúst

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju á morgun þriðjudaginn 27. ágúst l 18:00. Að lokinni þeirri stund verður síðan opið í áfallamiðstöðinni í Egilsbúð þar sem fólk getur komið, fengið samtal og sálrænan stuðning.
23.08.2024

Opnun áfallamiðstöðvar í Egilsbúð

Unnið er að undirbúningi að opnun áfallamiðstöðvar sem opnuð verður í Egilsbúð í Neskaupstað í dag kl. 16:00. Þar getur fólk komið og fengið samtal og sálrænan stuðning í kjölfar þeirra erfiðu atburða sem orðið hafa í vikunni. Áfallamiðstöðin er samstarfsverkefni Fjarðabyggðar, Rauða krossins og HSA.
21.08.2024

Í kjölfar hörmulegs slyss við Hálslón

Í kjölfar hörmulegs slyss við Hálslón í gær vill Fjarðabyggð koma eftirfarandi á framfæri. Samfélagið á Austurlandi er í sameiningu að takast á við mikið áfall, og vinna úr því. Með samfélögunum koma að áfallaviðbragðinu margir aðilar s.s. prestar, HSA, Rauði Krossinn, sveitarfélögin og aðrir sérfræðingar.
16.08.2024

30 ár frá frækilegu björgunarafreki í Vöðlavík

Þess verður minnst í Vöðlavík á morgun, laugardaginn 17. ágúst kl. 12:00 , að í ár eru 30 ár liðin frá því að sveit þyrlubjörgunarsveitar varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði sex skipverjum af björgunarskipinu Goðanum í Vöðlavík.
16.08.2024

Nýr sviðstjóri fjármála- og greiningarsviðs.

Jóhann Gunnsteinn Harðarson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fjármála- og greiningarsviðs. Mun Jóhann taka formlega við starfinu af Snorra Styrkárssyni í haust þegar fjárhagsáætlunarferli Fjarðabyggðar lýkur í nóvember.
12.08.2024

Framkvæmdir vegna snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað

Framkvæmdir vegna byggingar á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagiljum á Norðfirði munu standa yfir frá ágúst 2024 til hausts 2029 og eru framkvæmdir nú þegar hafnar. Verktakafyrirtækið Héraðsverk ehf. er verktaki verksins. Héraðsverk mun sjá um alla jarðvinnu í verkinu og uppbyggingu snjóflóðavarna.
08.08.2024

Kynningarfundur - Fjölþætt heilsuefling

Í ágúst verður nýr hópur af þátttakendum tekinn inn í verkefnið Fjölþætt heilsuefling í Fjarðabyggð. Af því tilefni verður kynningarfundur mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00 í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði.
07.08.2024

Lystigarðurinn 90 ára

Lystigarðurinn í Neskaupstað átti á dögunum 90 ára afmæli og í tilefni þessara merku tímamóta heldu félagskonur í Kvenfélagi Nönnu upp á afmælið. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri flutti ávarp ásamt Önnu Sigríði Þórðardóttur, formanni kvenfélagsins Nönnu. Blásarasveit Tónskólans flutti nokkur lög og Ísabella Danía söng. Til stóð að halda afmælishátíðina í garðinum sjálfum, en vegna veðurs var hátíðin flutt í safnaðarheimilið.
02.08.2024

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar

Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar, lauk á dögunum og ekki er hægt að segja annað en að hátíðin hafi tekist með miklum ágætum. Innsævi var nú haldin í þriðja sinn og átti sér stað um allt sveitarfélagið og greina mátti mikla ánægju bæði meðal þeirra fjölda gesta sem sóttu viðburði og þess listafólks sem tók þátt í þeim fjölmörgu viðburðum sem áttu sér stað í þann rúma mánuð sem Innsævi stóð yfir.
01.08.2024

Kveðja til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson

Þann 1. apríl 2023 tók ég við sem bæjarstjóri í Fjarðabyggð á skrýtnum tímum. Við vorum að koma úr erfiðum náttúruhamförum þar sem snjóflóð höfðu fallið í Neskaupstað í lok mars. Unnið hafði verði að því í nokkurn tíma að undirbúa heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar. Til stóð að heimsóknin ætti að vera haustið 2022 en þá kom feikna óveður á Reyðarfirði í september.