Fara í efni
29.12.2024 Fréttir

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024 og hvatningarverðlaun

Deildu

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2024

Hrefna Lára Zoéga úr Skíðadeild Þróttar – SFF var valin íþróttamanneskja ársins 2024. Hún hefur náð glæsilegum árangri í skíðaíþróttum, bæði innanlands og á vegum unglingalandsliðs SKÍ. Hrefna Lára varð meðal annars bikarmeistari Skíðasambands Íslands í flokki 14–15 ára stúlkna og vann til fjölda verðlauna á bikarmótum SKÍ, Unglingameistaramóti og Unglingalandsmóti. Hún hefur sýnt óbilandi keppnisskap, dugnað og framúrskarandi fyrirmyndarhegðun sem hefur haft hvetjandi áhrif á aðra iðkendur.

Hvatningarverðlaun Fjarðabyggðar 2024

Hvatningarverðlaunin hlutu tveir ungir íþróttamenn sem stíga stór skref í sinni íþrótt, hvort heldur er í starfi félagsins eða á landsvísu.

  1. Árndís Eva Arnórsdóttir – Körfubolti (Hrafnkell Freysgoði)
    Árndís Eva er þekkt fyrir jákvæðni, metnað og óþreytandi leit að framförum. Hún leggur sig alla fram á æfingum sem og í leikjum og hefur verið leiðandi afl innan körfuboltastarfsins. Hún er kappsöm og hvetur félaga sína áfram með góðu fordæmi.
  2. Daníel Michal Grzegorzsson – Fótbolti (Valur)
    Daníel, sem nýverið var valinn í U15 landslið Íslands og á að baki þrjá landsleiki, hefur verið lykilmaður í byrjunarliði KFA. Hann býr yfir miklum styrk og réttum hugarfari, bæði innan vallar og utan, og hefur blómstrað í hlutverki sínu. Daníel er fyrirmynd fyrir aðra unga fótboltamenn og hvetur þá áfram með jákvæðni og vinnusemi.

Tilnefningar íþróttamanneskju Fjarðabyggðar 2024

  • Hrefna Lára Zoéga – Skíðadeild Þróttar SFF
  • Þórður Páll Ólafsson – Glímudeild Vals
  • Ásdís Olsen Eðvaldsdóttir – Skíðadeild Austra
  • Stefán Sveinsson – Hestamannafélagið Blær

Tilnefningar til hvatningarverðlauna Fjarðabyggðar 2024

Þróttur

  • Valgeir Elís Hafþórsson (15 ára) – Blak
  • Róza Madhara (15 ára) – Sund

Austri

  • Þórir Rúnar Valgeirsson (14 ára) – Fótbolti
  • Katrín María Jónsdóttir (15 ára) – Skíði

Hrafnkell Freysgoði

  • Árndís Eva Arnórsdóttir (13 ára) – Körfubolti
  • Birgir Hrafn Valdimarsson (13 ára) – Karate

Leiknir

  • Jason Eide Bjarnason (13 ára) – Skíði
  • Emilía Björk Ulatowska (15 ára) – Blak

Valur

  • Rakel Lilja Sigurðardóttir (15 ára) – Fótbolti og skíði
  • Daníel Michal Grzegorzsson (15 ára) – Fótbolti

Hestamannafélagið Blær

  • Hrafnhildur Lilja Stefánsdóttir (14 ára)

Við óskum öllum sem voru tilnefndir hjartanlega til hamingju með frábæran árangur og þökkum þeim fyrir að vera mikilvægir fulltrúar íþróttastarfs Fjarðabyggðar.