Fara í efni
02.01.2025 Fréttir

Menningarstofa þakkar fyrir góðar stundir árið 2024.

Deildu

Menningarstofa þakkar gestum og þátttakendum fyrir góðar stundir, samveruna og samstarfið á ótal viðburðum á árinu 2024. Myndirnar í þessu örstutta myndbandi fanga aðeins brota brot af þeim töfrum sem áttu sér stað í Fjarðabyggð á árinu sem var að ljúka. Á því má þó sjá hversu fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum skólastigum og fjölskyldur þeirra, ungmenni og fullorðna. Innsævi, BRAS - menningarhátíð barna og ungmenna, laga- og tónsmiðju fyrir Upptaktinn í Hörpu, árlega sinfoníutónleika Sinfoníahljómsveitar Austurlands svo eitthvað sé nefnt. En menning, tónlist og listir verða áfram í hávegum höfð árið 2025 og metnaðarfull dagskrá er í mótun fyrir árið framundan. Hlökkum til að sjá ykkur og vera í samtali.