Fara í efni
06.01.2025 Fréttir

Fjarðabyggð og Janus heilsuefling gera samning um áframhaldandi samstarf

Deildu

Breytingar með nýjum samningi
Nýr samningur tekur gildi frá og með 1. mars 2025. Með honum verður verkefnið áfram byggt á sömu grunnhugmyndum og áherslum, en með eftirfarandi breytingum:

  • Verkefnastjórar og heilsuþjálfarar munu framvegis starfa beint fyrir Fjarðabyggð í stað Janusar heilsueflingar.
  • Með þessu fyrirkomulagi skapast möguleikar á að lækka aldurstakmarkið í framtíðinni, þannig að þjónustan gæti náð til íbúa 60+ og mætt þörfum þeirra enn fyrr.

Samstarf við íþrótta- og tómstundafélög
Hluti af markmiði Fjarðabyggðar með þessum breytingum er að úthýsa ákveðnum þáttum þjónustunnar til íþrótta- og tómstundafélaga sveitarfélagsins. Þetta samstarf gerir félögunum kleift að taka virkan þátt í heilsueflingu íbúa, fjölga valkostum og styrkja tengslin við samfélagið.

Aukin þjónusta til framtíðar
Markmiðið með þessum breytingum er að styrkja þjónustuna enn frekar í öllum bæjarkjörnum sveitarfélagsins. Þátttakendur munu áfram fá heilsueflingu, fræðslu og mælingar byggðar á sömu verkferlum Janusar heilsueflingar og áður, með áherslu á bætta lýðheilsu og aukna afkastagetu með lengri sjálfstæða búsetu í huga.

Við teljum að þessar breytingar muni koma enn betur til móts við þarfir þátttakenda í Fjarðabyggð og hlökkum til að taka á móti bæði nýjum og núverandi þátttakendum í verkefnið.