Fara í efni
21.01.2025 Fréttir

Líneik Anna Sævarsdóttir ráðin í stöðu stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu

Deildu

Líneik Anna var áður alþingismaður og er heldur ekki ókunn skólamálum í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði, framkvæmdarstjóri Fræðslunets Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú. Einnig sat hún í sveitarstjórn Búðarhrepps og Austurbyggðar, ásamt ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélagsins.

Líneik Anna hefur lokið BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands, prófi í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og diploma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Líneik Anna kemur til starfa með vorinu.

Við óskum Líneik Önnu til hamingju með starfið og bjóðum hana hjartanlega velkomna.