Fara í efni
30.12.2024 Fréttir

Samstarf á milli skíðasvæðanna í Oddsskarði og Stafdal

Deildu

Af því tilefni bjóða sveitarfélögin upp á 20% afslátt af vetrarkortum til og með 15. janúar 2025. Afslátturinn gildir fyrir einstaklinga og fjölskyldur og veitir fullan aðgang að báðum svæðunum allt tímabilið.

Samstarið á milli svæða er stórt skref í átt að því að gera Austurland að leiðandi áfangastað fyrir skíðaiðkun og vetrarferðamennsku. Íbúar og gestir Austurlands eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tilboð og tryggja sér vetrarkort á afsláttarverði.

Nánari upplýsingar um verð og afslátt má finna á síðu Fjarðabyggðar, þar sem hægt er að kaupa miðana.