Þórhildur Tinna kom til starfa sem verkefnastjóri menningarstofu í september á þessu ári. Þórhildur er með masterspróf í menningar- og liststjórnun og BA gráðu í listfræði. Hún hefur víðtæka reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun ýmissa viðburða, bæði stórra sem smárra hér á landi sem erlendis líkt og Íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum 2021 - 2024 fyrir Icelandic Art Center / Myndlistarmiðstöð. Hún hefur samhliða því starfað sem sjálfstæður sýningastjóri og verið framkvæmdastjóri listahátíða á borð við Sequences Art Festival í Reykjavík og LungA Art festival á Seyðisfirði.
Þórhildur tók til starfa sem forstöðumaður 1. desember 2024.
Við óskum Þórhildi Tinnu til hamingju með nýja starfið.