Fara í efni

Fréttir

23.04.2024

Ráðuneytið telur breytingar í fræðslumálum standast gildandi lög

Fjarðabyggð hefur borist niðurstaða mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna þeirra athugasemda sem Kennarasamband Íslands gerði við fyrirhugaðar breytingar á fræðslumálum í Fjarðabyggð. Afstaða ráðuneytisins er sú að breytingar á fræðslumálum í leik-, grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggð stangist ekki á við gildandi lög. Athugasemdir ráðuneytisins snúa að formlegu samráðsferli, að ekki hafi verið haft nægt samráð við skólaráð grunnskóla eða foreldraráð leikskóla. Í ljósi þessarar athugasemdar mun Fjarðabyggð hefja samráðsferli við ofangreinda aðila og óska eftir umsögnum þeirra. Bréf ráðuneytsins til Fjarðabyggðar má finna hér: Bréf til Fjarðabyggðar_mrn.pdf
23.04.2024

Allt nema töskur dagurinn

Nemendaráð Grunnskóla Reyðarfjarðar samanstendur af einstaklega hugmyndaríkum og framtakssömum nemendum. Á mánudaginn síðastliðinn stóðu nemendur fyrir sérstökum viðburði sem fólst í því að hvetja nemendur og starfsmenn til að koma með gögnin sín í einhverju öðru en hefðbundnum skólatöskum.
22.04.2024

Stóri plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma.
18.04.2024

Öruggara Austurland: Farsæld barna

Síðastliði haust tók fjöldi aðila saman höndum um að vinna gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir heitinu Öruggara Austurland. Samstarfsyfirlýsing um svæðisbundið samráð um afbrotavarnir, sú fyrsta sinnar tegundar, var undirrituð þann 4. október sl. Markmið samráðsins eru m.a. að vinna enn markvissara að öryggi íbúa, auka skilning á ofbeldi og skaðsemi þess, efla samstarfsaðila í að takast á við áföll og ofbeldi, vinna í takt við önnur verkefni í almannaþágu, s.s. innleiðingar á farsæld barna, lýðheilsuvísa, áætlanir sveitarfélaga o.fl.
16.04.2024

Fjölsóttur Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði í níunda sinn laugardaginn 13. apríl síðastliðinn. Fjöldi manns lagði leið sína í Norðfjörð til að kynna sér það helsta sem Austurland hefur upp á að bjóða á sviði tækni, vísinda, nýsköpunar, verkmennta og þróunar. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg höfðaði til allra aldurshópa.
15.04.2024

Nótan Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Í gær fór Nótan fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands með miklum myndarbrag. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna og í ár var hún haldin í formi svæðistónleika um land allt. Á uppskeruhátíð Austurlands komu fram nemendur tónlistarskólanna á Vopnafirði, Neskaupstað, Fellabæ, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.
15.04.2024

Eygló, Orkuskipti - Orkunýtni - Hringrás

Eygló var kynnt í dag, ásamt Austurbrú fyrir bæjarráði Fjarðabyggðar og hugmyndir ræddar sem snúa að nýsköpun og sóknarmiðum Eyglóar, orkuskiptum - orkunýtni - hringrás.
12.04.2024

Vegna umfjöllunar um breytingar í fræðslumálum

Í kjölfarið á boðuðum breytingum á fræðslumálum í Fjarðabyggð hefur umræða átt sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Sveitarfélagið hefur meðal annar átt samtal við stéttarfélög og Samband íslenskra sveitafélaga, auk þess er málefnið til umfjöllunar í Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Beðið er eftir áliti ráðuneytisins, áður en málið er tekið til umfjöllunar að nýju hjá Fjarðabyggð.
12.04.2024

Heimsókn frá Verkmenntaskóla Austurlands

Mánudaginn 8. apríl síðastliðin komu forsvarsmenn Verkmenntaskóla Austurlands þau Eydís Ábjörnsdóttir, skólameistari og Birgir Jónsson, gæða- og verkefnastjóri á fund bæjarráðs. Á fundinum var meðal annars farið yfir málefni skólans, helstu áskoranir og gengi skólans.
12.04.2024

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2023 tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Fimmtudaginn 11. apríl 2024 fór fram fyrri umræða bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn. Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 2. maí næstkomandi.
11.04.2024

Sigldu um öll heimsins höf á Tæknidegi fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 13. apríl. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, nýsköpun og þróun á Austurlandi og er dagskráin sniðin að öllum aldurshópum. Þetta er í níunda sinn sem Tæknidagurinn er haldinn og nú að vori.
09.04.2024

Bókun bæjarráðs vegna Suðurfjarðavegar

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti eftirfarandi bókun á fundi sínum mánudaginn 8. apríl: Fjarðabyggð skorar á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að flýta framkvæmdum við Suðurfjarðaveg með því að endurskoða forgangsröðun í framlagðri samgönguáætlun sem er til meðferðar á nefndarsviði Alþingis.
08.04.2024

Misjöfn verða morgunverkin

Undanfarnar vikur hafa nemendur 9. bekkjar í grunnskólanum á Reyðarfirði ígrundað Laxdælu, eina að perlum íslenskra bókmennta. Í vikunni sýndu þau afrakstur þeirra vinnu. Nemendur lásu saman söguna og ræddu um þær litríku persónur sem þar koma fyrir. Söguþráður Laxdælu er spennandi og samspil persóna einstakt.
07.04.2024

Upplýsingar vegna rýminga á Austurlandi

Fundi Veðurstofu, Vegagerðar og almannavarna lauk rétt í þessu. Búist er við áframhaldandi úrkomu og skafrenningi fram til morguns en úrkoma er þó heldur minni en spáð var. Ekki er talin hætta utan rýmdra svæða.
06.04.2024

Frá Samráðshópi almannavarna um áfallahjálp

Hættustig vegna snjóflóðahættu tekur gildi í Neskaupsstað kl. 22:00 í kvöld, laugardaginn 6. apríl. Það er gott að fylgjast með upplýsingum um stöðuna á síðu Veðurstofunnar um ofanflóð: https://blog.vedur.is/ofanflod/. Vöktunin er mikil og nýjustu upplýsingar fara beint þangað inn.
06.04.2024

Nánari upplýsingar vegna rýminga í kjölfar fundar Veðurstofunnar og Almannavarna kvöldið 6.4.2024.

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði áðan með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma svæði 17 og 18 klukkan 22:00 í kvöld á Seyðisfirði. Þar er búið í þremur húsum, að Ránargötu 8, 9 og 11. Íbúar hafa þegar verið upplýstir. Sjá mynd af rýmingarsvæði hér að neðan, litað með grænu. Einnig hefur verið ákveðið að rýma rýmingarreit fjögur í Neskaupstað ásamt býlinu Þrastalundi. Íbúar að Þrastarlundi hafa verið upplýstir sem og eigendur og rekstraraðilar annarra húsa á reit fjögur, en um iðnaðarhúsnæði er þar að ræða og hesthús. Sjá mynd af rýmingarsvæði hér að neðan, litað með grænu.
05.04.2024

Þriðji flokkur karla og kvenna í fótbolta stóðu fyrir áheitasöfnun

Á dögunum fór fram knattspyrnumaraþon hjá þriðja flokki karla og kvenna í Fjarðabyggð, vegna áheitasöfnun fyrir æfingaferð til Spánar í sumar. Spilaður var fótbolti frá klukkan 11 laugardaginn 23. mars síðast liðinn og í heilan sólarhring eða til klukkan 11 daginn eftir. Fjölmargir tóku þátt með krökkunum og spiluðu með þeim.
03.04.2024

Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Blakdeildar Þróttar

Á dögunum skrifuðu Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir undir samstarfssamning milli Fjarðabyggðar og blakdeildar Þróttar Fjarðabyggðar.
25.03.2024

Úthlutun úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar

Þann 21.mars var rúmum 11 milljónum úthlutað úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Alls bárust 23 umsóknir og heildarkostnaður verkefna er tæplega 37 milljónir en heildar upphæð umsókna var um 27 milljónir. Í ár fengu 18 verkefni úthlutað styrk úr sjóðnum en þetta er þriðja úthlutun verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður. Það er ljóst að það er mikill hugur í fólki og mikill kraftur hér í samfélaginu á Stöðvarfirði.
22.03.2024

Málörvun barna í Kærabæ

Í Kærabæ er unnið markvisst með málörvun barna. Ýmist námsefni er notað til þess, til dæmis Lærum og leikum með hljóðin, Lubbi, ásamt mörgu öðru. Börnin fá kennsluna í gegnum leik þeirra. Lubbi er á öllum deildum. Lubbi er íslenskur fjárhundur sem er duglegur að gelta og þá heyrist ,,voff - voff." Lubba langar mikið til að læra að tala og þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Góð samvinna og skilningur er við heimilin um það hversu mikilvægt er að lesa fyrir börnin á hverjum degi.
22.03.2024

Þróunarverkefnið ,,Gott að eldast"

Áfram er unnið í þróunarverkefninu ,,Gott að eldast" þar sem stjórnvöld taka utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Markmið verkefnisins er að finna góðar lausnir á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin.
21.03.2024

Framkvæmdir við snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað boðin út

Ríkiskaup hefur nú, fyrir hönd Fjarðabyggðar, auglýst útboð á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagili í Neskaupstað. Stefnt er að framkvæmdir hefjist í lok maí á þessu ári og áætluð verklok eru 30. október 2029 samkvæmt útboðsgögnum. Frestur til að skila inn útboðsgögnum er 17. apríl. Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu þess efnis í fjárlagafrumvarpi að 600 milljónum króna yrði varið til að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað um eitt ár.
21.03.2024

Stríðsárasafnið opnar aftur á komandi sumri

Fundur um framtíð Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði fór fram í grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn og var vel sóttur, en um sextíu manns mættu á fundinn. Upplýst var á fundinum að til stendur að opna safnið á komandi sumri, eða 1. júní næst komandi. Í núverandi meirihlutasáttmála er þess getið að hafin verði uppbygging á núverandi safnasvæði.
20.03.2024

Stóra upplestrahátíðin

Miðvikudaginn 13. mars síðastliðin var Stóra upplestrarhátíðin haldin í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Stóra Upplestrarkeppnin hefur verið haldin á Austurlandi í rúma tvo áratugi. Hún er tvískipt og fer fram í Fjarðabyggð og í Múlaþingi. Ræktunarhlutinn hefst ávallt á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og stendur fram í mars. Á þeim tíma æfa nemendur sig í upplestri þar sem að þeir njóta leiðbeininga kennara sinna um ýmislegt er varðar flutning á texta í ræðustól.
19.03.2024

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð mynda nýjan meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Í samstarfinu verður horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu getur Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri.
15.03.2024

Samstarfssamningur um uppbyggingu á búsetukjarna og skammtímavistun

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur á milli Fjarðabyggðar og R101 ehf. til uppbyggingar á búsetukjarna auk skammtímavistunnar á Reyðarfirði. Fjarðabyggð áformar að koma á fót búsetukjarna á Reyðarfirði sem mun hafa sex einstaklingsíbúðir og skammtímavistun fyrir fötluð börn. Einnig verður gert ráð fyrir starfsmannarými, setustofu fyrir íbúa og gesti ásamt tækjageymslu.
14.03.2024

Kardemommubærinn, leiksýning 9. bekkjar Nesskóla

Á hverju ári setur 9. bekkur Nesskóla upp leiksýningu og var þetta ár enginn undantekning. Á þessu sinni var leikritið um Kardemommubæinn sett upp eftir Thorbjörn Egner, í leikstjórn Þórfríðar Soffíu Þórarinsdóttur.
12.03.2024

Fjarðabyggð gerir samstarfssamning við blakdeild Þróttar Fjarðabyggð

Á dögunum skrifuðu Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir undir samstarfssamning milli Fjarðabyggðar og blakdeildar Þróttar Fjarðabyggðar.
04.03.2024

Úthlutun menningarstyrkja 2024

Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar úthlutaði styrkjum til ýmissa verkefna á fundi stjórnar menningarstofu sem haldin var 27. febrúar. Líkt og síðustu ár barst fjöldi umsókna fyrir metnaðarfull verkefni á sviði menningar í Fjarðabyggð. Veittir voru m.a. styrkir til götuleikshúss og sæskrímsla, tónleikahalds, ljósmyndasýninga, upptöku á nýjum plötum, súpuhittings, brúðuleikhússýningar, sinfóníutónleika og ljóðabókaútgáfu.
01.03.2024

Vegna breytinga í fræðslumálum

Síðastliðin þriðjudag var samþykkt tillaga á fundi bæjarstjórnar um breytingar í fræðslumálum í Fjarðabyggð. Breytingunum er ætlað að auka skilvirkni og fagmennsku innan skólakerfisins.