Fara í efni

Fréttir

22.03.2024

Málörvun barna í Kærabæ

Í Kærabæ er unnið markvisst með málörvun barna. Ýmist námsefni er notað til þess, til dæmis Lærum og leikum með hljóðin, Lubbi, ásamt mörgu öðru. Börnin fá kennsluna í gegnum leik þeirra. Lubbi er á öllum deildum. Lubbi er íslenskur fjárhundur sem er duglegur að gelta og þá heyrist ,,voff - voff." Lubba langar mikið til að læra að tala og þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Góð samvinna og skilningur er við heimilin um það hversu mikilvægt er að lesa fyrir börnin á hverjum degi.
22.03.2024

Þróunarverkefnið ,,Gott að eldast"

Áfram er unnið í þróunarverkefninu ,,Gott að eldast" þar sem stjórnvöld taka utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Markmið verkefnisins er að finna góðar lausnir á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin.
21.03.2024

Framkvæmdir við snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað boðin út

Ríkiskaup hefur nú, fyrir hönd Fjarðabyggðar, auglýst útboð á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagili í Neskaupstað. Stefnt er að framkvæmdir hefjist í lok maí á þessu ári og áætluð verklok eru 30. október 2029 samkvæmt útboðsgögnum. Frestur til að skila inn útboðsgögnum er 17. apríl. Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu þess efnis í fjárlagafrumvarpi að 600 milljónum króna yrði varið til að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað um eitt ár.
21.03.2024

Stríðsárasafnið opnar aftur á komandi sumri

Fundur um framtíð Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði fór fram í grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn og var vel sóttur, en um sextíu manns mættu á fundinn. Upplýst var á fundinum að til stendur að opna safnið á komandi sumri, eða 1. júní næst komandi. Í núverandi meirihlutasáttmála er þess getið að hafin verði uppbygging á núverandi safnasvæði.
20.03.2024

Stóra upplestrahátíðin

Miðvikudaginn 13. mars síðastliðin var Stóra upplestrarhátíðin haldin í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Stóra Upplestrarkeppnin hefur verið haldin á Austurlandi í rúma tvo áratugi. Hún er tvískipt og fer fram í Fjarðabyggð og í Múlaþingi. Ræktunarhlutinn hefst ávallt á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og stendur fram í mars. Á þeim tíma æfa nemendur sig í upplestri þar sem að þeir njóta leiðbeininga kennara sinna um ýmislegt er varðar flutning á texta í ræðustól.
19.03.2024

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð mynda nýjan meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Í samstarfinu verður horft til eflingar samvinnu og samstarfs þvert á byggðarkjarna sveitarfélagsins og styrkingu fjárhagslegrar sjálfbærni þeirra svo Fjarðabyggð geti áfram eflst og dafnað. Í krafti sterkrar fjárhagsstöðu getur Fjarðabyggð horft björtum augum til framtíðar með ábyrgum og traustum rekstri.
15.03.2024

Samstarfssamningur um uppbyggingu á búsetukjarna og skammtímavistun

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur á milli Fjarðabyggðar og R101 ehf. til uppbyggingar á búsetukjarna auk skammtímavistunnar á Reyðarfirði. Fjarðabyggð áformar að koma á fót búsetukjarna á Reyðarfirði sem mun hafa sex einstaklingsíbúðir og skammtímavistun fyrir fötluð börn. Einnig verður gert ráð fyrir starfsmannarými, setustofu fyrir íbúa og gesti ásamt tækjageymslu.
14.03.2024

Kardemommubærinn, leiksýning 9. bekkjar Nesskóla

Á hverju ári setur 9. bekkur Nesskóla upp leiksýningu og var þetta ár enginn undantekning. Á þessu sinni var leikritið um Kardemommubæinn sett upp eftir Thorbjörn Egner, í leikstjórn Þórfríðar Soffíu Þórarinsdóttur.
12.03.2024

Fjarðabyggð gerir samstarfssamning við blakdeild Þróttar Fjarðabyggð

Á dögunum skrifuðu Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri og Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir undir samstarfssamning milli Fjarðabyggðar og blakdeildar Þróttar Fjarðabyggðar.
04.03.2024

Úthlutun menningarstyrkja 2024

Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar úthlutaði styrkjum til ýmissa verkefna á fundi stjórnar menningarstofu sem haldin var 27. febrúar. Líkt og síðustu ár barst fjöldi umsókna fyrir metnaðarfull verkefni á sviði menningar í Fjarðabyggð. Veittir voru m.a. styrkir til götuleikshúss og sæskrímsla, tónleikahalds, ljósmyndasýninga, upptöku á nýjum plötum, súpuhittings, brúðuleikhússýningar, sinfóníutónleika og ljóðabókaútgáfu.
01.03.2024

Vegna breytinga í fræðslumálum

Síðastliðin þriðjudag var samþykkt tillaga á fundi bæjarstjórnar um breytingar í fræðslumálum í Fjarðabyggð. Breytingunum er ætlað að auka skilvirkni og fagmennsku innan skólakerfisins.
27.02.2024

Endurbætur á stjórnskipulagi Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagins. Markmiðið með breytingunum er að ná betur utan um ýmis úrbótamál, starfsmannamál, stjórnsýslu og auka stuðning við ólík fagsvið sveitarfélagsins.
27.02.2024

Nýtt fyrirkomulag fræðslumála í Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag nýtt fyrirkomulag fræðslumála í Fjarðabyggð. Markmiðið er að nýta fjármuni betur, auka faglegt samstarf og samlegð í rekstri.
27.02.2024

Rafrænar undirritanir allra teikninga

Frá og með deginum í dag, 27.febrúar 2024, tekur embætti byggingafulltrúa Fjarðabyggðar upp rafrænar undirritanir á allar teikningar, þ.e. aðaluppdrætti og sérteikningar. Er þetta stórt skrefið í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og liður í því að einfalda þjónustuferla og spara um leið tíma og kostnað.
13.02.2024

Starfsdagur tengiliða farsældar haldin í Fjarðabyggð

Haldin var starfsdagur með tengiliðum farsældar úr leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar sem haldin var í sal Austurbrúar mánudaginn 5. febrúar. Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
12.02.2024

Skólaþing - aukum virðingu

Miðvikudaginn 7. febrúar s.l. var haldið skólaþing í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem starfsfólk, nemendur og forráðamenn þeirra settust niður og fundu leiðir til að styrkja sjálfsmynd og líðan nemenda. Til þingsins var boðað í kjölfar niðurstaðna rannsókna og kannana sem lagðar hafa verið fyrir nemendur undanfarin misseri sem sýna að nemendum líður ekki alltaf vel. Þeir upplifa það að þeim gangi illa að læra, þeim líður ekki alltaf vel í bekknum sínum eða meðal jafnaldra og hafa almennt minni trú á sér.
08.02.2024

Fernuflugsmeistarar

Mjólkursamsalan hefur frá árinu 1994 beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins með fjölbreyttum leiðum og hafa stærstu og sýnilegustu verkefni okkar verið íslenskuátökin á mjólkurfernum MS. Mjólkurfernurnar hafa þannig verið nýttar sem vettvangur málræktar, tjáningar og sköpunar og því var ákveðið að endurvekja textasamkeppni grunnskólanema, Fernuflug, á haustmánuðum 2023.
07.02.2024

Takmarkaður opnunartími Stefánslaugar á Norðfirði

Eins og frá var greint á mánudag ákvað bæjarráð að takamarka opnunartíma Stefánslaugar á Norðfirði vegna skerðingar á orku til fjarvarmaveitna. Fyrir liggur að kostnaður við að kynda sundlaugina með viðarperlum og olíu, eins og nú er gert, er umtalsverður. Nýr opnunartími er gerður í samráði við sundeild Þróttar.
07.02.2024

Heimsókn nemenda leikskólans Dalborg til Eskju

Nemendur frá grænu deildinni á leikskólanum Dalborg, heimsóttu sjávarútvegsfyrirtækið Eskju á Eskifirði í dag. En tilefni heimsóknarinnar var Dagur Leikskólans sem haldin er 6. febrúar. Fara átti í heimsóknina í gær, en henni var frestað vegna veðurs.
05.02.2024

Takmörkuð opnun Stefánslaugar á Norðfirði

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag var tekið fyrir minnisblað fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmda og umhverfissviðs vegna þeirra áhrifa sem skerðing Landsvirkjunar á afhendingu orku til fjarvarmaveitna mun hafa.
25.01.2024

Heimsókn bæjarstjóra til Eskifjarðar

Miðvikudaginn 13. desember s.l. heimsótti Jóna Árný, bæjarstjóri stofnanir Fjarðabyggðar á Eskifirði ásamt þeim Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa.
25.01.2024

Sveitarfélög á Austurlandi samstillt á Mannamótum

Þann 18. janúar síðastliðinn var Mannamót haldið í Kórnum í Kópavogi, en það er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna. Á ráðstefnunni má kenna ýmissa grasa frá öllum landshlutum. Þar má finna bása frá einyrkjum sem og stórfyrirtækjum og þar eru bæði opinberir- og einkaaðilar. Að venju hafði Austurbrú veg og vanda að skipulagningu fyrir Austurland
23.01.2024

Rafræn fjárhagsaðstoð

Fjarðabyggð hefur tekið í notkun stafrænar lausnir er við kemur fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð til fólks sem ekki getur séð sér og sínum farborða án aðstoðar er mikilvægt málefni sem sveitarfélögin tóku ákvörðun um að vinna að sameiginlega við þróun stafrænnar lausnar inn á miðlægan þjónustuvef Ísland.is.
23.01.2024

Styrkir til menningarmál 2024

Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2024. Markmið menningarstyrkja er að styðja og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð.
15.01.2024

Íbúafundir í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar boðar til íbúafunda í byggðakjörnum Fjarðabyggðar dagana 15-23. janúar 2024. Markmið með fundinum er að fara yfir stöðu mála og ræða framtíðina.
10.01.2024

Góður gangur í framkvæmdum á Eskifirði

Góður gangur er á framkvæmdum við nýja viðbyggingu við leikskólan Dalborg á Eskifirði. Búið er að setja upp öndunardúk á þakið og smiðir langt komnir með að lekta þakið og búið er að setja upp glugga að norðanverðu. Verður þá byggingin fokheld þegar lokið er við suðurhliðina.
22.12.2023

Jólakveðja frá Fjarðabyggð

Bæjarstjórn og starfsfólk Fjarðabyggðar sendir íbúum sveitarfélagsins og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þakklæti fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
18.12.2023

Samstarfsverkefni grunnskóla Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands

Á vordögum 2021 var ákveðið í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk upp á nám í verklegum greinum í Verkmenntaskóla Austurlands.
18.12.2023

Heimsókn bæjarstjóra til Reyðarfjarðar

Fimmudaginn 30. nóvember s.l. heimsótti Jóna Árný, bæjarstjóri stofnanir Fjarðabyggðar á Reyðarfirði ásamt þeim Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa.
13.12.2023

,,Kjötdagar" í heimilisfræðismiðju í Eskifjarðaskóla

Undanfarin ár hafa hjónin Heiðberg Hjelm og Sjöfn Gunnarsdóttur á Útstekk gefið Eskifjarðaskóla kjöt sem svo hefur verið nýtt í heimilsfræðikennslu. Í haust fékk skólinn kindaskrokk.