Fara í efni
03.07.2024 Fréttir

Kaffispjall með bæjarstjóra og oddvitum meirihlutans

Deildu

Nú hafa farið fram þrír spjallfundir, það er á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Norðfirði. Ráðgert er að halda svo áfram með haustinu og heimsækja, Breiðdal, Reyðarfjörð og Eskifjörð.

Fundirnir hafa gengið mjög vel, og verið vel sóttir af íbúum. Íbúar hafa þá geta komið og átt spjall einslega við bæjarstjóra og oddvita meirihlutans og rætt þau mál sem brenna á þeim.