Fara í efni

Fréttir

12.12.2023

Jólahefð í Lyngholti

Í Lyngholti hefur lengi verið sú hefð að hafa útikaffihús fyrir jólin. Allar deildir taka þátt og stundin sniðin eftir getu og þroska barnanna. Furu og Birki undirbúa útikaffihúsið og baka smákökur sem þykir mjög skemmtilegt.
11.12.2023

Kærleiksvika hafin í Eskifjarðarskóla

Í dag hófst Kærleiksvikan sem Leiðtogaráð Eskifjarðarskóla heldur utan um, settur var upp Kærleiksveggur þar sem nemendur skólans setja upp kærleiksríkar kveðjur og falleg skilaboð sem vekja hjá þeim þakklæti og gleði.
11.12.2023

Úttekt á stjórnsýslu Fjarðabyggðar

Á árinu 2023 fékk bæjarráð Deloitte til að fara í greiningu á því hvað þarf að gera til að efla getu sveitarfélagsins til að vinna að úrbótum í rekstri sem skili sér í betri vinnustað, skilvirkari breytingarstjórnun og öflugri rekstri. Ýmis verkefni voru þar tilgreind sem vinna þarf að á næstu mánuðum.
07.12.2023

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp vinnufundinn MANNAMÓT MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 18. janúar 2024, kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi.
06.12.2023

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands fór fram í gær þriðjudaginn 5. desember í Sláturhúsinu menningarmiðstöðinni á Egilstöðum. Alls bárust 115 umsóknir upp á 222 milljónir. 55 umsóknir á sviði atvinnu og nýsköpunar, 54 á sviði menningar og 6 um stofn- og rekstrarstyrki. Úthlutunarnefnd samþykkti styrkveitingar til 67 verkefna af þeim 115 sem sóttu um.
05.12.2023

Ljósin tendruð á jólatrjánum í Fjarðabyggð

Jólaljósin voru tendruð á jólatrjánum í Fjarðabyggð um nýliðna helgi. Fjölmenni mættu og áttu notalegar stundir saman í aðdraganda aðventunnar.
04.12.2023

Heimsókn bæjarstjóra til Neskaupstaðar

Fimmtudaginn 23. nóvember s.l. heimsótti Jóna Árný, bæjarstjóri ásamt þeim Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa stofnanir Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA).
29.11.2023

Vel heppnaðir Dagar myrkurs

Dagar myrkurs fóru vel fram þetta árið og þátttaka almennt góð. Hrekkjavakan er orðin órjúfanlegur þáttur af Dögum myrkurs og æ fleiri taka þátt í "grikk eða gott" þar sem börn á öllum aldri sníkja nammi af nágrönnum. Hina árlegu ljósmyndakeppni vann Jón Einar Ágústsson sem sendi inn fallega mynd frá Djúpavogi.
20.11.2023

Góður gangur í framkvæmdum á leikskólanum Dalborg, Eskifirði

Góður gangur er á framkvæmdum á leikskólanum Dalborg á Eskifirði. Búið er að koma upp límtrjám og sperrum. Næst verður farið í að klæða þakið og setja þakdúkinn á.
20.11.2023

Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina

Nóg var um að vera í Fjarðabyggð um helgina. Á föstudagskvöldinu var Rokk fyrir geðheilsuna í Egilsbúð og komu þar fram Hljómsveitin Óvissa ásamt Degi Sig og Stebba Jak. Sérstakir gestir voru CHÖGMA, Nanna Imsland og Sóley Þrastar. Allur ágóði tónleikanna rennur til styrktar geðheilbrigðismála á Austurlandi.
20.11.2023

Heimsókn bæjarstjóra til Stöðvarfjarðar

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ásamt Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu, Valborgu Ösp, verkefnastjóra Sterks Stöðvarfjarðar og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa heimsóttu hluta af stofnunum og fyrirtækjum á Stöðvarfirði, fimmtudaginn 9. Nóvember s.l.
16.11.2023

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag. En honum er fagnað víðsvegar um landið og þar á meðal í Nesskóla, Neskaupstað. Dagurinn er einnig upphaf stóru upplestrarkeppninnar sem 7. bekkur Nesskóla tekur þátt í.
15.11.2023

Menningarmót í Fjarðabyggð 2023

Um þessar mundir er verið að gefa menningarmálum góðan gaum í Fjarðabyggð, en unnið er að því að uppfæra menningarstefnu sveitarfélagsins. Í gær þriðjudag, fór fram "Menningarmót" í Tónlistamiðstöðinni á Eskifirði þar sem íbúar ræddu málin og fengu kynningu á þessu viðamikla verkefni og því sem fylgir.
14.11.2023

Undirritun samnings um lengingu Strandarbryggju

Mánudaginn 13. nóvember var undirritaður samningur milli Fjarðabyggðarhafna og MVA ehf. um lengingu Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði.
14.11.2023

Nanna heillaði tónleikagesti

Það var margt um manninn á stórkostlegum tónleikum í Egilsbúð í Neskaupstað síðastliðinn laugardaga þegar Nanna lék þar fyrir gesti ásamt frábærri hljómsveit sinni. Nanna, sem er án nokkurs vafa en frægasta tónlistarkona landsins, hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en lagið þeirra Little Talks hefur t.d. verið streymt tæplega 950.000.000 sinnum á Spotify.
13.11.2023

Dagar myrkurs í Kærabæ

Nú eru dagar myrkurs nýliðnir. Börn, kennarar og foreldrar tóku þátt í þeim af fullum krafti. Börnin föndruðu allskonar draugalega hluti, leikið var með ljós og skugga og mála kertakrukkur sem þau kveiktu svo á kerti með foreldrum einn morguninn.
11.11.2023

Kveðja til íbúa Grindavíkur

Fyrir hönd íbúa Fjarðabyggðar sendir bæjarstjórn sveitarfélagsins hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur í þeirri miklu óvissu sem nú ríkir þar. Á stundum sem þessum sannar mikilvægi öflugra viðbragðsaðila sig, og það er aðdáunarvert að fylgjast með hve samhæft og öflugt viðbragðið hefur verið við krefjandi aðstæður. Hugur okkar allra er meðal Grindvíkinga sem hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og vita ekki hvenær þeir geta snúið aftur heim. Einnig hjá þeim viðbragðsaðilum sem nú leggja dag og nótt við að tryggja öryggi íbúa.
08.11.2023

Matarmót Matarauðs Austurlands og Austfirskra krása um helgina

Landsins gæði – austfirsk hráefni er þema Matarmóts sem Matarauður Austurlands heldur þann 11. nóvember næstkomandi í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Matarmót Matarauðs Austurlands er haldið í þriðja sinn og stefnir í stærsta og glæsilegasta viðburðinn til þessa.
08.11.2023

Fagna árangri barnvænna sveitarfélaga

Bæjar- og sveitarstjórar víðs vegar að af landinu tóku þátt í fundi og umræðum með mennta- og barnamálaráðherra. Bæjar- og sveitarstjórar sem vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, með þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög, fjölmenntu á ráðstefnu UNICEF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um verkefnið í Björtuloftum Hörpu 2. nóvember s.l.
06.11.2023

Heimsókn bæjarstjóra á Fáskrúðsfjörð

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ásamt Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa heimsóttu hluta af stofnunum og fyrirtækjum á Fáskrúðsfirði, miðvikudaginn 1. nóvember. Því miður vannst ekki tími til að heimsækja alla þá fjölbreyttu og áhugaverðu starfsemi sem er í gangi á Fáskrúðsfirði að þessu sinni.
03.11.2023

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024 – fyrri umræða í bæjarstjórn.

Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2024, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2025 – 2027, var í gær, fimmtudaginn 2. nóvember 2023, lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.
24.10.2023

Frakklandsferð 9. bekkjar Nesskóla

Á dögunum héldu nemendur 9. SJG í Nesskóla til Châteauroux í Frakklandi. Er það hluti af Erasmusverkefni sem Nesskóli hefur tekið þátt í síðan haustið 2017. Þá fór fyrsti hópurinn til Eistlands. Þetta er í annað sinn sem heill bekkur fer út fyrir landsteinanna í Evrópuverkefni, en áður höfðu smærri hópar farið.
23.10.2023

Kvennaverkfall þriðjudaginn 24. október

Boðað er til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október undir yfirskriftinni Kallarðu þetta jafnrétti? Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa að verkfallinu og munu konur og kvár þá leggja niður störf sé þess nokkur kostur.
23.10.2023

Heimsókn bæjarstjóra til Breiðdalsvíkur

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ásamt Valgeir Ægi Ingólfssyni atvinnu- og þróunarstjóra, Önnu Marín Þórarinsdóttur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu og Valborgu Ösp Árnadóttur verkefnastjóra brothættra byggða hjá Austurbrú, heimsóttu hluta af stofnunum og fyrirtækjum á Breiðdalsvík, miðvikudaginn 18. október. Því miður vannst ekki tími til að heimsækja alla þá fjölbreyttu og áhugaverðu starfsemi sem er í gangi á Breiðdalsvík að þessu sinni.
13.10.2023

Fjarðabyggð hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Fjarðabyggð hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, forsætisráðuneytinu, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
11.10.2023

Vinabæjarheimsókn til Gravelines

Í september á hverju ári eru haldnir Íslendingadagar í Gravelines. Gravelines er vinabær Fjarðabyggðar, en var áður vinabær Fáskrúðsfjarðar fyrir sameiningu. Af því tilefni hefur verið hefð að fulltrúar Fjarðabyggðar ásamt einum fulltrúa frá frönskum dögum fari út og taka þátt í hátíðardagskránni.
05.10.2023

Slökkviliðsæfing slökkviliðs Fjarðabyggðar í samstarfi við Brúnamálaskóla Íslands

Föstudaginn 29. September fór fram slökkviliðsæfing hjá slökkviliði Fjarðabyggðar í samstarfi við Brunamálaskóla við slökkvistöðina á Hrauni við Reyðarfjörð. Slökkvilið Fjarðabyggðar hefur verið undanfarin misseri í markvissum uppbyggingarfasa og Brunamálaskólinn í endurskipulagningu á sínu þjálfunarfræðum.
05.10.2023

Kjördæmavika þingmanna

Þingmenn kjördæmisins áttu fund með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðabyggðar á þriðjudaginn var og ræddu ýmis hagsmunamál sveitarfélagsins og samskipti ríkis og sveitarfélaga í kjördæmavikunni.
04.10.2023

,,Stillum saman Strengi" vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi

Mánudaginn 2. október síðastliðinn fór fram vinnustofa um ofanflóðamál á Austurlandi. Vinnustofan fékk heitið ,,Stillum saman strengi". Voru það Almannavarnanefnd Austurlands í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem boðuðu til vinnustofunnar.
03.10.2023

Tómas Zoëga snjóathugunarmaður í Neskaupstað lætur af störfum

Tómas Zoëga hefur látið af störfum. Tómas sem hefur starfað sem snjóathugunarmaður í Neskaupstað hátt í 40 ár eða frá því seint á síðustu öld. Við starfinu tekur Daði Benediktsson, snjóathugnarmaður og mun hann hafa sér til aðstoðar Hjálmar Joensen. Tómasi er þakkað fyrir störf sín fyrir samfélagið í gegnum árin og óskum við honum velfarnaðar á þessum tímamótum.