Fara í efni

Fréttir

27.02.2024

Endurbætur á stjórnskipulagi Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagins. Markmiðið með breytingunum er að ná betur utan um ýmis úrbótamál, starfsmannamál, stjórnsýslu og auka stuðning við ólík fagsvið sveitarfélagsins.
27.02.2024

Nýtt fyrirkomulag fræðslumála í Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag nýtt fyrirkomulag fræðslumála í Fjarðabyggð. Markmiðið er að nýta fjármuni betur, auka faglegt samstarf og samlegð í rekstri.
27.02.2024

Rafrænar undirritanir allra teikninga

Frá og með deginum í dag, 27.febrúar 2024, tekur embætti byggingafulltrúa Fjarðabyggðar upp rafrænar undirritanir á allar teikningar, þ.e. aðaluppdrætti og sérteikningar. Er þetta stórt skrefið í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og liður í því að einfalda þjónustuferla og spara um leið tíma og kostnað.
13.02.2024

Starfsdagur tengiliða farsældar haldin í Fjarðabyggð

Haldin var starfsdagur með tengiliðum farsældar úr leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar sem haldin var í sal Austurbrúar mánudaginn 5. febrúar. Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
12.02.2024

Skólaþing - aukum virðingu

Miðvikudaginn 7. febrúar s.l. var haldið skólaþing í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem starfsfólk, nemendur og forráðamenn þeirra settust niður og fundu leiðir til að styrkja sjálfsmynd og líðan nemenda. Til þingsins var boðað í kjölfar niðurstaðna rannsókna og kannana sem lagðar hafa verið fyrir nemendur undanfarin misseri sem sýna að nemendum líður ekki alltaf vel. Þeir upplifa það að þeim gangi illa að læra, þeim líður ekki alltaf vel í bekknum sínum eða meðal jafnaldra og hafa almennt minni trú á sér.
08.02.2024

Fernuflugsmeistarar

Mjólkursamsalan hefur frá árinu 1994 beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins með fjölbreyttum leiðum og hafa stærstu og sýnilegustu verkefni okkar verið íslenskuátökin á mjólkurfernum MS. Mjólkurfernurnar hafa þannig verið nýttar sem vettvangur málræktar, tjáningar og sköpunar og því var ákveðið að endurvekja textasamkeppni grunnskólanema, Fernuflug, á haustmánuðum 2023.
07.02.2024

Takmarkaður opnunartími Stefánslaugar á Norðfirði

Eins og frá var greint á mánudag ákvað bæjarráð að takamarka opnunartíma Stefánslaugar á Norðfirði vegna skerðingar á orku til fjarvarmaveitna. Fyrir liggur að kostnaður við að kynda sundlaugina með viðarperlum og olíu, eins og nú er gert, er umtalsverður. Nýr opnunartími er gerður í samráði við sundeild Þróttar.
07.02.2024

Heimsókn nemenda leikskólans Dalborg til Eskju

Nemendur frá grænu deildinni á leikskólanum Dalborg, heimsóttu sjávarútvegsfyrirtækið Eskju á Eskifirði í dag. En tilefni heimsóknarinnar var Dagur Leikskólans sem haldin er 6. febrúar. Fara átti í heimsóknina í gær, en henni var frestað vegna veðurs.
05.02.2024

Takmörkuð opnun Stefánslaugar á Norðfirði

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag var tekið fyrir minnisblað fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmda og umhverfissviðs vegna þeirra áhrifa sem skerðing Landsvirkjunar á afhendingu orku til fjarvarmaveitna mun hafa.
25.01.2024

Heimsókn bæjarstjóra til Eskifjarðar

Miðvikudaginn 13. desember s.l. heimsótti Jóna Árný, bæjarstjóri stofnanir Fjarðabyggðar á Eskifirði ásamt þeim Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa.
25.01.2024

Sveitarfélög á Austurlandi samstillt á Mannamótum

Þann 18. janúar síðastliðinn var Mannamót haldið í Kórnum í Kópavogi, en það er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna. Á ráðstefnunni má kenna ýmissa grasa frá öllum landshlutum. Þar má finna bása frá einyrkjum sem og stórfyrirtækjum og þar eru bæði opinberir- og einkaaðilar. Að venju hafði Austurbrú veg og vanda að skipulagningu fyrir Austurland
23.01.2024

Rafræn fjárhagsaðstoð

Fjarðabyggð hefur tekið í notkun stafrænar lausnir er við kemur fjárhagsaðstoð. Fjárhagsaðstoð til fólks sem ekki getur séð sér og sínum farborða án aðstoðar er mikilvægt málefni sem sveitarfélögin tóku ákvörðun um að vinna að sameiginlega við þróun stafrænnar lausnar inn á miðlægan þjónustuvef Ísland.is.
23.01.2024

Styrkir til menningarmál 2024

Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2024. Markmið menningarstyrkja er að styðja og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð.
15.01.2024

Íbúafundir í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar boðar til íbúafunda í byggðakjörnum Fjarðabyggðar dagana 15-23. janúar 2024. Markmið með fundinum er að fara yfir stöðu mála og ræða framtíðina.
10.01.2024

Góður gangur í framkvæmdum á Eskifirði

Góður gangur er á framkvæmdum við nýja viðbyggingu við leikskólan Dalborg á Eskifirði. Búið er að setja upp öndunardúk á þakið og smiðir langt komnir með að lekta þakið og búið er að setja upp glugga að norðanverðu. Verður þá byggingin fokheld þegar lokið er við suðurhliðina.
22.12.2023

Jólakveðja frá Fjarðabyggð

Bæjarstjórn og starfsfólk Fjarðabyggðar sendir íbúum sveitarfélagsins og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þakklæti fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
18.12.2023

Samstarfsverkefni grunnskóla Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands

Á vordögum 2021 var ákveðið í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk upp á nám í verklegum greinum í Verkmenntaskóla Austurlands.
18.12.2023

Heimsókn bæjarstjóra til Reyðarfjarðar

Fimmudaginn 30. nóvember s.l. heimsótti Jóna Árný, bæjarstjóri stofnanir Fjarðabyggðar á Reyðarfirði ásamt þeim Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa.
13.12.2023

,,Kjötdagar" í heimilisfræðismiðju í Eskifjarðaskóla

Undanfarin ár hafa hjónin Heiðberg Hjelm og Sjöfn Gunnarsdóttur á Útstekk gefið Eskifjarðaskóla kjöt sem svo hefur verið nýtt í heimilsfræðikennslu. Í haust fékk skólinn kindaskrokk.
12.12.2023

Jólahefð í Lyngholti

Í Lyngholti hefur lengi verið sú hefð að hafa útikaffihús fyrir jólin. Allar deildir taka þátt og stundin sniðin eftir getu og þroska barnanna. Furu og Birki undirbúa útikaffihúsið og baka smákökur sem þykir mjög skemmtilegt.
11.12.2023

Kærleiksvika hafin í Eskifjarðarskóla

Í dag hófst Kærleiksvikan sem Leiðtogaráð Eskifjarðarskóla heldur utan um, settur var upp Kærleiksveggur þar sem nemendur skólans setja upp kærleiksríkar kveðjur og falleg skilaboð sem vekja hjá þeim þakklæti og gleði.
11.12.2023

Úttekt á stjórnsýslu Fjarðabyggðar

Á árinu 2023 fékk bæjarráð Deloitte til að fara í greiningu á því hvað þarf að gera til að efla getu sveitarfélagsins til að vinna að úrbótum í rekstri sem skili sér í betri vinnustað, skilvirkari breytingarstjórnun og öflugri rekstri. Ýmis verkefni voru þar tilgreind sem vinna þarf að á næstu mánuðum.
07.12.2023

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Markaðsstofur landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, setja upp vinnufundinn MANNAMÓT MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 18. janúar 2024, kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi.
06.12.2023

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands fór fram í gær þriðjudaginn 5. desember í Sláturhúsinu menningarmiðstöðinni á Egilstöðum. Alls bárust 115 umsóknir upp á 222 milljónir. 55 umsóknir á sviði atvinnu og nýsköpunar, 54 á sviði menningar og 6 um stofn- og rekstrarstyrki. Úthlutunarnefnd samþykkti styrkveitingar til 67 verkefna af þeim 115 sem sóttu um.
05.12.2023

Ljósin tendruð á jólatrjánum í Fjarðabyggð

Jólaljósin voru tendruð á jólatrjánum í Fjarðabyggð um nýliðna helgi. Fjölmenni mættu og áttu notalegar stundir saman í aðdraganda aðventunnar.
04.12.2023

Heimsókn bæjarstjóra til Neskaupstaðar

Fimmtudaginn 23. nóvember s.l. heimsótti Jóna Árný, bæjarstjóri ásamt þeim Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa stofnanir Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA).
29.11.2023

Vel heppnaðir Dagar myrkurs

Dagar myrkurs fóru vel fram þetta árið og þátttaka almennt góð. Hrekkjavakan er orðin órjúfanlegur þáttur af Dögum myrkurs og æ fleiri taka þátt í "grikk eða gott" þar sem börn á öllum aldri sníkja nammi af nágrönnum. Hina árlegu ljósmyndakeppni vann Jón Einar Ágústsson sem sendi inn fallega mynd frá Djúpavogi.
20.11.2023

Góður gangur í framkvæmdum á leikskólanum Dalborg, Eskifirði

Góður gangur er á framkvæmdum á leikskólanum Dalborg á Eskifirði. Búið er að koma upp límtrjám og sperrum. Næst verður farið í að klæða þakið og setja þakdúkinn á.
20.11.2023

Margt um að vera í Fjarðabyggð um helgina

Nóg var um að vera í Fjarðabyggð um helgina. Á föstudagskvöldinu var Rokk fyrir geðheilsuna í Egilsbúð og komu þar fram Hljómsveitin Óvissa ásamt Degi Sig og Stebba Jak. Sérstakir gestir voru CHÖGMA, Nanna Imsland og Sóley Þrastar. Allur ágóði tónleikanna rennur til styrktar geðheilbrigðismála á Austurlandi.
20.11.2023

Heimsókn bæjarstjóra til Stöðvarfjarðar

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ásamt Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu, Valborgu Ösp, verkefnastjóra Sterks Stöðvarfjarðar og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa heimsóttu hluta af stofnunum og fyrirtækjum á Stöðvarfirði, fimmtudaginn 9. Nóvember s.l.