,,Það er mikilvægt fyrir sveitarfélög að styðja við öflugt íþróttastarf eins og KFA sinnir. Sterk umgjörð alls íþróttastarfs skilar miklu árangri, uppfyllir bæði þörf á hreyfingu og eflingar íþrótta í samfélaginu og að auki að efla samstöðu meðal íbúa." Sagði Jóna Árný, bæjarstjóri.
,,Styrkur Fjarðabyggðar hefur mikla þýðingu fyrir starfið og hjálpar okkur að ala upp framtíðar leikmenn félagsins og halda úti góðu íþróttastarfi. Eins og stendur erum við í þýðingarmiklu sameiningarferli með alla Knattspyrnu í Fjarðabyggð og vonumst til þess að sveitarfélagið og fyrirtæki í sveitarféalginu standi þétt við bakið á okkur í því ferli." Segir Jóhann R. Benediktsson, formaður KFA.
Markmiðið með samningum er að efla og styðja við það öfluga íþróttastarf sem KFA sinnir. KFA leikur í annarri deild karla og er sem stendur í fimmta sæti.