Fara í efni

Fréttir

03.07.2023

Leikhópurinn Lotta sýnir söngleikinn Gilitrutt

Leikhópurinn Lotta sýnir söngleikinn Gilitrutt á Austurlandi dagana 22.-29.júlí. Tvær sýningar verða í Fjarðabyggð. Á Reyðarfirði 24. júlí og 27. júlí á frönskum dögum, Fáskrúðsfirði. Sýningaplan fyrir allar sýningar má finna á www.leikhopurinnlotta.is.
29.06.2023

Nýtt gistiheimili Þroskahjálpar opnað

Þroskahjálp hefur um árabil boðið fötluðum börnum af landsbyggðinni og aðstandendum þeirra að nýta sér gistiaðstöðu á vegum samtakanna þegar sækja þarf þjónustu í höfuðborgina vegna fötlunar þeirra, og eftir að hafa endurnýjað húsnæðið getum við nú aftur boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu.
22.06.2023

Bæjarstjórnarfundur fimmtudaginn 22. júní - Bein útsending

Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmutdaginn 22. júní 2023. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins má fá í síma 470 9000. Að fundi loknum verður upptaka fundarins aðgengileg á Youtube rás Fjarðabyggðar
13.06.2023

17. júní 2023 í Fjarðabyggð

Sú hefð hefur skapast að hátíðahöld vegna 17. júní færast á milli bæjarkjarna. Að þessu sinni verður haldið upp á 17. júní á Reyðarfirði í samvinnu við Ungmennafélgið Val. Dagskrá dagsins má finna hér að neðan.
02.06.2023

Viðburðir í Fjarðabyggð sumarið 2023

Að vana er fjölbreytt um að vera í Fjarðabyggð sumarið 2023. Hér má líta á þá fjölbreyttu dagskrá sem í boði er.
31.05.2023

Jógaganga á Stöðvarfirði

Róleg ganga þar sem gengið er í kyrrð og þögn í umhverfi Stöðvarfjarðar. Stoppað á vel völdum stöðum og gerðar liðkandi jógaæfingar, hugleiðslustopp þar sem boðið verður upp á bolla með hreinu kakói. Lagst verður í grasið í slökun. Dásamleg leið til að vinda ofan af spennu og amstri dagsins. Verð 3000-
24.05.2023

Jógastund með fjölskyldunni

Jógastund er fyrir fjölskyldur eða fullorðinn og barn/börn sem vilja hreyfa sig saman og eiga saman gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu. Verður haldin sunnudagin 28. maí klukkan 11:00 í Egilsbúð.
24.05.2023

Prófun í boðun rýmingar

Miðvikudaginn 24. maí kl. 13 munu Lögreglustjórinn á Austurlandi og Neyðarlínan, í samstarfi við Fjarðabyggð og Almannavarnir, vera með prófun í boðun rýmingar með SMS skilaboðum. Tilgangur hennar er að leita upplýsinga um það hvers vegna SMS skilaboð berast ekki í alla síma sem staðsettir eru á því svæði sem þau eru send á, líkt og gerðist í snjóflóðunum í Neskaupstað í mars síðastliðnum.
23.05.2023

Tilkynningar til íbúa með smáskilaboðum

Fjarðabyggð hefur tekið í notkun smáskilaboðakerfi sem býður upp á að senda sms skilaboð til íbúa í ákveðnum götum og hverfum sveitarfélagsins. Skilaboð verða t.d. send út ef viðgerðir eru fyrirhugaðar á vatnslögnum.
19.05.2023

Leiðtogaráð grunnskólanna í Fjarðabyggð

Fyrri hluta miðvikudagsins 17. maí fundaði hluti leiðtogaráðanna í grunnskólum Fjarðabyggðar í Nesskóla í Neskaupstað ásamt leiðbeinendum sínum og Vöndu Sigurgeirsdóttur höfundi þróunarverkefnisins.
19.05.2023

Íþróttadagur grunnskóla og lokahátíð félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð

Íþróttadagur grunnskólanna var haldinn í íþróttahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 17. maí en dagurinn er íþróttadagur nemenda í 7.-10. bekk í Fjarðabyggð. Dagskráin byrjaði kl. 14 með hvatningarávarpi Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns Knattspyrnusambands Íslands og eftir það keyrðu nemendur úr Nesskóla upp stuðið og lið úr öllum skólum voru með hvatningar- og gleðihróp.
15.05.2023

Nýr sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs

Svanur Freyr Árnason hefur verið ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs til eins árs. Hann hefur nú þegar hafið störf. Tekur hann við starfinu af Marinó Stefánssyni, sem lét af störfum sviðstjóra 1. apríl síðastliðinn.
14.05.2023

Skáknámskeið fyrir 1. - 10. bekk

Börnum í 1.-10. bekk í Fjarðabyggð býðst að sækja frítt skáknámskeið dagana 20.-21. maí. Námskeiðið er haldið í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Birkir Karl mun sjá um námskeiðið en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák og hefur fengist við skákkennslu síðastliðin 11 ár. Birkir hélt skáknámskeið í Grunnskóla Reyðarfjarðar í nóvember 2022 sem gekk mjög vel.
12.05.2023

Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí

Þriggja daga opinberri heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar lauk miðvikudaginn 10. maí Dagskráin var þétt og voru allir byggðarkjarnar Fjarðabyggðar heimsóttir, stofnanir sveitarfélagsins, ásamt því að kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri.
11.05.2023

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi frá og með næsta hausti. Um er að ræða sveigjanlegt nám sem hentar vel fyrir fjarnema og fólk sem ætlar að stunda hlutastarf með náminu. Fyrirlestrarnir eru teknir upp og settir á kennsluvef og þannig getur þú horft á fyrirlestrana þegar þér hentar og eins oft og þú vilt. Nemendur mæta svo í verkefnatíma á Reyðarfjörð þar sem verkefnastjóri aðstoðar þá.
08.05.2023

Sterkur Stöðvarfjörður úthlutar úr frumkvæðissjóði verkefnisins.

Þann 19.apríl var 7.200.000 milljónum úthlutað úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Alls bárust 30 umsóknir og heildarkostnaður verkefna er tæplega 60 milljónir en heildar upphæð umsókna var um 29 milljónir. Í ár fengu 17 verkefni úthlutað styrk úr sjóðnum en þetta er önnur úthlutun verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður.
05.05.2023

Opinber heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun koma í opinbera heimsókn til Fjarðabyggðar mánudaginn 8. maí næstkomandi. Um er að ræða þriggja daga heimsókn, og mun forsetinn heimsækja öll hverfi Fjarðabyggðar ásamt fyrirtækjum og stofnunum í Fjarðabyggð. Viljum við því hvetja alla íbúa og fyrirtæki til að flagga íslenska fánum af því tilefni.
04.05.2023

Stærsta verkefni Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Sinfóníuhljómsveit Austurlands tókst á við stærsta verkefni sitt til þessa þar sem hún flutti nokkrar af þekktustu perlum kvikmyndatónlistarinnar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Hljóðfæraleikararnir voru 45 talsins að þessu sinni og kom stærstur hluti þeirra frá Austurlandi en einnig komu hljóðfæraleikarar frá Norðurlandi og úr Reykjavík.
04.05.2023

Nýr fræðslustjóri Fjarðabyggðar

Anna Marín Þórarinsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Fjarðabyggðar og mun hún taka við starfinu af Þóroddi Helgasyni þann 1. ágúst næst komandi. Þóroddur hefur gegnt starfi fræðslustjóra í 15 ár og þar áður sem skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar í 20 ár.
28.04.2023

Hjólað í vinnuna

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu "Hjólað í vinnuna".
27.04.2023

Fjölmennt ungmennaþing haldið

Miðvikudaginn 1. Mars fór fram fyrsta ungmennaþing Fjarðabyggðar fram þegar hátt í 200 ungmenni komu saman í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði. Þingið var að mestu skipulagt af ungmennaráði Fjarðabyggðar, en naut stuðnings starfsmanna Fjarðabyggðar, verkefnið er hluti af Barnvænu sveitarfélagi.
24.04.2023

Plokk á Íslandi og stóri plokk dagurinn 2023

Sunnudaginn 30. apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land í sjötta skipti og Fjarðabyggð ætlar að sjálfsögðu að vera með. Þennan dag er fólk hvatt til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi eftir veturinn. Það eru samtökin Plokk á Íslandi sem standa að deginum sem er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins og sem vitundarvakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu.
21.04.2023

Fræðslufundur um viðbrögð við áföllum

Fræðslufundur um viðbrögð við áföllum verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl klukkan 17:00 í Egilsbúð, Neskaupstað. Ákveðið var að bjóða til fræðslufundar í ljósi atburðanna í lok síðasta mánaðar og vegna ábendinga um að eðlilega hefðu snjóflóðin og rýmingarnar núna ýft upp minningar og tilfinningar vegna atburðanna 1974.
21.04.2023

Páskafjör í Fjarðabyggð

Páskadagskráin í Fjarðabyggð var fjölbreytt að vanda og vel heppnuð í ár fyrir utan að veðrið sett sitt strik í reikninginn og því var lítið skíðað og aflýsa þurfti flugeldasýningu sem átti að fara fram í Oddsskarði.
19.04.2023

Staða mála vegna raka og myglu í Eskifjarðarskóla

Í dag fékk Fjarðabyggð formleg skil á skýrslu frá Verkfræðistofunni EFLU varðandi úttekt sem gerð var á Eskifjarðarskóla varðandi rakaskemmdir og myglu. Rannsókn EFLU hefur leitt í ljós að raka- og mygluskemmdir er að finna í húsinu, mest á jarðhæð hússins.
19.04.2023

Tökum fagnandi á móti sumrinu

Við fögnum sumardegi fyrsta í Fjarðabyggð með því að hafa frítt í sund ! Verið velkomin í sundlaugina á Eskifirði og Norðfirði.
19.04.2023

Nemendur úr Nesskóla tóku þátt í stærðfræðikepninni Pangea

Pangea er einstaklingskeppni í stærðfræði fyrir nemendur í 8. og 9. bekk og var keppnin haldin á Íslandi í sjötta skipti nú í vor. Keppnin skiptist í þrennt en fyrstu tvær umferðirnar fara fram í grunnskólunum sjálfum.
19.04.2023

Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík sendi í fyrsta sinn keppendur á Íslandsmeistaramót barna og unglinga í karate

Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík sendi í fyrsta sinn keppendur á Íslandsmeistaramót barna og unglinga í karate, sem fóru fram í Kópavogi helgina 15. - 16. apríl. Karate er tiltölulega ný íþróttagrein hja Hrafnkeli Freysgoða, karatekennsla hófst á Breiðdalsvík í september 2021 undir leiðsögn Maríu Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi landsliðsþjálfara og landsliðskonu í greininni.
18.04.2023

Fyrstu bekkingar í Eskifjarðaskóla fá góða gjöf

Það voru ánægðir krakkar í fyrsta bekk Eskifjarðaskóla sem tóku á móti reiðhjólahjálmum að gjöf frá Eimskip. Með gjöfinni er stuðlað að enn frekara öryggi í umferðinni og óhöppum og slysum fækkað. Við hvetjum alla, sama í hvaða aldurshópi þeir eru, til að hafa hjálma á höfði þegar farið er í lengri sem styttri hjólaferðir. Við þökkum Eimskip fyrir góða gjöf sem sannarlega kemur sér vel.
17.04.2023

Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað

Íbúafundur sem haldinn var í Egilsbúð í Neskaupstað vegna snjóflóðanna var vel sóttur af íbúum. Tilgangur fundarins var að að upplýsa íbúa Fjarðabyggðar um stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð 27. – 1. apríl sl. Á fundinn héldu aðilar frá Veðusrstofu Íslands, sérfræðingur í ofanflóðavörnum hjá Verkís, Náttúruhamfaratryggingum, Lögreglunni á Austurlandi, fulltrúa þjónustumiðstöðvar Almannavarna í Egilsbúð ásamt Jónu Árný bæjarstjóra og Jóni Birni fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar.