Fara í efni

Fréttir

15.05.2023

Nýr sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs

Svanur Freyr Árnason hefur verið ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs til eins árs. Hann hefur nú þegar hafið störf. Tekur hann við starfinu af Marinó Stefánssyni, sem lét af störfum sviðstjóra 1. apríl síðastliðinn.
14.05.2023

Skáknámskeið fyrir 1. - 10. bekk

Börnum í 1.-10. bekk í Fjarðabyggð býðst að sækja frítt skáknámskeið dagana 20.-21. maí. Námskeiðið er haldið í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Birkir Karl mun sjá um námskeiðið en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák og hefur fengist við skákkennslu síðastliðin 11 ár. Birkir hélt skáknámskeið í Grunnskóla Reyðarfjarðar í nóvember 2022 sem gekk mjög vel.
12.05.2023

Opinber heimsókn forset Íslands til Fjarðabyggðar dagana 8. maí til 10 maí

Þriggja daga opinberri heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar lauk miðvikudaginn 10. maí Dagskráin var þétt og voru allir byggðarkjarnar Fjarðabyggðar heimsóttir, stofnanir sveitarfélagsins, ásamt því að kynna sér atvinnu- og menningarlíf og ræða við fólk á öllum aldri.
11.05.2023

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi frá og með næsta hausti. Um er að ræða sveigjanlegt nám sem hentar vel fyrir fjarnema og fólk sem ætlar að stunda hlutastarf með náminu. Fyrirlestrarnir eru teknir upp og settir á kennsluvef og þannig getur þú horft á fyrirlestrana þegar þér hentar og eins oft og þú vilt. Nemendur mæta svo í verkefnatíma á Reyðarfjörð þar sem verkefnastjóri aðstoðar þá.
08.05.2023

Sterkur Stöðvarfjörður úthlutar úr frumkvæðissjóði verkefnisins.

Þann 19.apríl var 7.200.000 milljónum úthlutað úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Alls bárust 30 umsóknir og heildarkostnaður verkefna er tæplega 60 milljónir en heildar upphæð umsókna var um 29 milljónir. Í ár fengu 17 verkefni úthlutað styrk úr sjóðnum en þetta er önnur úthlutun verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður.
05.05.2023

Opinber heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun koma í opinbera heimsókn til Fjarðabyggðar mánudaginn 8. maí næstkomandi. Um er að ræða þriggja daga heimsókn, og mun forsetinn heimsækja öll hverfi Fjarðabyggðar ásamt fyrirtækjum og stofnunum í Fjarðabyggð. Viljum við því hvetja alla íbúa og fyrirtæki til að flagga íslenska fánum af því tilefni.
04.05.2023

Stærsta verkefni Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Sinfóníuhljómsveit Austurlands tókst á við stærsta verkefni sitt til þessa þar sem hún flutti nokkrar af þekktustu perlum kvikmyndatónlistarinnar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Hljóðfæraleikararnir voru 45 talsins að þessu sinni og kom stærstur hluti þeirra frá Austurlandi en einnig komu hljóðfæraleikarar frá Norðurlandi og úr Reykjavík.
04.05.2023

Nýr fræðslustjóri Fjarðabyggðar

Anna Marín Þórarinsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Fjarðabyggðar og mun hún taka við starfinu af Þóroddi Helgasyni þann 1. ágúst næst komandi. Þóroddur hefur gegnt starfi fræðslustjóra í 15 ár og þar áður sem skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar í 20 ár.
28.04.2023

Hjólað í vinnuna

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu "Hjólað í vinnuna".
27.04.2023

Fjölmennt ungmennaþing haldið

Miðvikudaginn 1. Mars fór fram fyrsta ungmennaþing Fjarðabyggðar fram þegar hátt í 200 ungmenni komu saman í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði. Þingið var að mestu skipulagt af ungmennaráði Fjarðabyggðar, en naut stuðnings starfsmanna Fjarðabyggðar, verkefnið er hluti af Barnvænu sveitarfélagi.
24.04.2023

Plokk á Íslandi og stóri plokk dagurinn 2023

Sunnudaginn 30. apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land í sjötta skipti og Fjarðabyggð ætlar að sjálfsögðu að vera með. Þennan dag er fólk hvatt til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi eftir veturinn. Það eru samtökin Plokk á Íslandi sem standa að deginum sem er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins og sem vitundarvakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu.
21.04.2023

Fræðslufundur um viðbrögð við áföllum

Fræðslufundur um viðbrögð við áföllum verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl klukkan 17:00 í Egilsbúð, Neskaupstað. Ákveðið var að bjóða til fræðslufundar í ljósi atburðanna í lok síðasta mánaðar og vegna ábendinga um að eðlilega hefðu snjóflóðin og rýmingarnar núna ýft upp minningar og tilfinningar vegna atburðanna 1974.
21.04.2023

Páskafjör í Fjarðabyggð

Páskadagskráin í Fjarðabyggð var fjölbreytt að vanda og vel heppnuð í ár fyrir utan að veðrið sett sitt strik í reikninginn og því var lítið skíðað og aflýsa þurfti flugeldasýningu sem átti að fara fram í Oddsskarði.
19.04.2023

Staða mála vegna raka og myglu í Eskifjarðarskóla

Í dag fékk Fjarðabyggð formleg skil á skýrslu frá Verkfræðistofunni EFLU varðandi úttekt sem gerð var á Eskifjarðarskóla varðandi rakaskemmdir og myglu. Rannsókn EFLU hefur leitt í ljós að raka- og mygluskemmdir er að finna í húsinu, mest á jarðhæð hússins.
19.04.2023

Tökum fagnandi á móti sumrinu

Við fögnum sumardegi fyrsta í Fjarðabyggð með því að hafa frítt í sund ! Verið velkomin í sundlaugina á Eskifirði og Norðfirði.
19.04.2023

Nemendur úr Nesskóla tóku þátt í stærðfræðikepninni Pangea

Pangea er einstaklingskeppni í stærðfræði fyrir nemendur í 8. og 9. bekk og var keppnin haldin á Íslandi í sjötta skipti nú í vor. Keppnin skiptist í þrennt en fyrstu tvær umferðirnar fara fram í grunnskólunum sjálfum.
19.04.2023

Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík sendi í fyrsta sinn keppendur á Íslandsmeistaramót barna og unglinga í karate

Ungmennafélagið Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík sendi í fyrsta sinn keppendur á Íslandsmeistaramót barna og unglinga í karate, sem fóru fram í Kópavogi helgina 15. - 16. apríl. Karate er tiltölulega ný íþróttagrein hja Hrafnkeli Freysgoða, karatekennsla hófst á Breiðdalsvík í september 2021 undir leiðsögn Maríu Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi landsliðsþjálfara og landsliðskonu í greininni.
18.04.2023

Fyrstu bekkingar í Eskifjarðaskóla fá góða gjöf

Það voru ánægðir krakkar í fyrsta bekk Eskifjarðaskóla sem tóku á móti reiðhjólahjálmum að gjöf frá Eimskip. Með gjöfinni er stuðlað að enn frekara öryggi í umferðinni og óhöppum og slysum fækkað. Við hvetjum alla, sama í hvaða aldurshópi þeir eru, til að hafa hjálma á höfði þegar farið er í lengri sem styttri hjólaferðir. Við þökkum Eimskip fyrir góða gjöf sem sannarlega kemur sér vel.
17.04.2023

Fjölmennur íbúafundur í Neskaupstað

Íbúafundur sem haldinn var í Egilsbúð í Neskaupstað vegna snjóflóðanna var vel sóttur af íbúum. Tilgangur fundarins var að að upplýsa íbúa Fjarðabyggðar um stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð 27. – 1. apríl sl. Á fundinn héldu aðilar frá Veðusrstofu Íslands, sérfræðingur í ofanflóðavörnum hjá Verkís, Náttúruhamfaratryggingum, Lögreglunni á Austurlandi, fulltrúa þjónustumiðstöðvar Almannavarna í Egilsbúð ásamt Jónu Árný bæjarstjóra og Jóni Birni fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
17.04.2023

Bæjarráð sendir hlýjar kveðjur til bænda og annara íbúa í Miðfirði

Bæjarráð sendir hlýjar kveðjur til bænda og annara íbúa í Miðfirði í ljósi þeirra slæmu atburða sem hafa átt sér stað síðustu daga. Niðurskurður á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá skilur eftir sig stórt skarð í íslenskri sauðfjárrækt enda hafa þessi bú náð miklum árangri í ræktun og spilað stórt hlutverk í kynbótum á íslenska sauðfjárstofninum. Mjög mikilvægt er að hraðað sé aðgerðum við arfgerðargreiningu og fyrirbyggjandi ráðstafanir til að draga úr áhættu sem er af þeirri vá sem sauðfjárbændum stendur af riðu og áföllum sem þeir verða fyrir. Í því sambandi er vert að taka upp og endurskoða reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna riðuniðurskurðar.
14.04.2023

Tengill á streymi frá íbúafundi í Egislbúð Neskaupstað

Hægt er að fylgjast með íbúafundinum með því að smella hér
14.04.2023

Opið hús fyrir 10. bekkinga og forsjáraðila í Verkmenntaskóla Austurlands

10. bekkingar og forsjáraðilar eru boðin velkomin á opið hús í Verkmenntaskóla Austurlands þriðjudaginn 18. apríl kl. 18:00. Starfsfólk tekur á móti nemendum í spjall og kynningu á skólanum. Hægt verður að skoða bóknáms- og verkkennsluhús skólans auk heimavistar. Tengill á viðburðinn á Facebook
13.04.2023

Hádegismatur fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð býður einstaklingum 65 ára og eldri í sveitarfélaginu upp á hádegismat á eftirtöldum stöðum: Fáskrúðsfjörður: 19. apríl klukkan 12:00 Reyðarfjörður: 19. apríl klukkan 12:00 Eskifjörður: 21. apríl klukkan 12:00 Neskaupstaður: 21. apríl klukkan 12:00 Stöðvarfjörður: 4. maí klukkan 12:00 Staðsetning: Húsnæði eldri borgara á hverjum stað. Öll velkomin.
13.04.2023

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð opin út vikuna

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð verður opin út vikuna frá kl. 11-18. Þar er í boði kaffi, spjall, stuðningur við íbúa og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum ofanflóða og ofanflóðahættu á Austfjörðum. Þjónustumiðstöðin stendur öllum á Austfjörðum til boða og þau sem hafa ekki tök á að koma í heimsókn eða kjósa að gera það ekki geta haft samband í gegnum síma 855 2787 eða í netpósti á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is
13.04.2023

Íbúafundur fyrir íbúa Fjarðabyggðar vegna stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð

Íbúafundur fyrir íbúa Fjarðabyggðar vegna stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð verður haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað föstudaginn 14. apríl, klukkan 17:00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Fjarðabyggðar um stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð 27. – 1. apríl sl. Athygli er vakin að fundurinn verður einnig í streymi - Hægt er að nálgast streymið hér Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is
12.04.2023

Klúbbastarf í félagsmiðstöðinni Zveskjunni

Tilraunaverkefni Fjarðabyggðar í samstarfi við Karítas Hörpu Davíðsdóttur. Karitas Harpa, söngkona vann keppnina The Voice Iceland árið 2017. Klúbburinn söngur og sjálfsstyrking verður haldinn einu sinni í viku í sex vikur í Zveskjunni. Hann verður haldinn á þriðjudögum klukkan 19:30 og hver tími verður um 2 klukkustundir. Klúbburinn hefst 18. apríl.
08.04.2023

Service Center of The Department of Civil Protection and Emergency Management in Egilsbud will open after Easter, on Tuesday, April 11

The Service Centre of The Department of Civil Protection and Emergency Management in Egilsbud in Neskaupstaðir will be closed starting tomorrow, April 2nd, and will be closed over Easter. It will reopen on upcoming Tuesday, April 11th and will be open for the rest of the week, until April 14th. The centre's opening hours are from 11 a.m. to 6 p.m. Support is available for residents and others who have been in some way affected by floods or the risk of flooding in the East Fjords. The support includes, among other things, the provision of information of various kinds. In addition the Red Cross offers psychosocial support. The service centre is available to everyone in the East Fjords, and those who are unable to attend or prefer not to do so, can contact us on phone number +354 855 2787 or through email at fyrirspurnir@almannavarnir.is
08.04.2023

Punkt wsparcia Służby Obrony Narodowej w Egilsbúd zostanie otwarty po Wielkanocy - we wtorek, 11 kwietnia

Punkt wsparcia Służby Obrony Narodowej w Egilsbúð w Neskaupstað będzie zamknięty od jutra tj. Od 2 kwietnia, i będzie nieczynny w okresie Wielkanocy. Zostanie ponownie otwarty we wtorek 11. kwietnia i będzie otwarty przez resztę tygodnia do 14. kwietnia. Punkt będzie otwarty w godzinach od 11:00 do 18:00 . Wsparcie jest dostępne dla mieszkańców i innych osób, które w jakiś sposób zostały dotknięte powodzią lub zagrożeniem powodziowym w Austfjörður. Wsparcie obejmuje między innymi udzielania różnego rodzaju informacji, a Czerwony Krzyż oferuje wsparcie psychospołeczne. Punkt wsparcia jest dostępny dla wszystkich w Austfjörður, a ci, którzy nie mogą lub nie chcą go odwiedzić, mogą skontaktować się z nami pod nr tel. 855 2787, bądź też drogą mailową pod adresem : fyrirspurnir@almannavarnir.is
06.04.2023

Kveðjur til íbúa Austurlands frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sendir góðar og hlýjar kveðjur austur á land til sveitarfélaga og íbúa þar, sem hafa ekki farið varhluta af náttúruöflunum og þeirri óvissu sem nú er á Austfjörðum.
05.04.2023

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð opnar eftir páska þriðjudaginn 11. apríl

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð í Neskaupstað verður lokuð frá og með morgundeginum, skírdag 2. apríl, og verður lokuð yfir páskana. Hún opnar aftur þriðjudaginn 11. apríl og verður opin út vikuna til og með 14. apríl. Opnunartími miðstöðvarinnar er frá kl. 11 til 18. Þar er í boði kaffi, spjall, stuðningur við íbúa og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum ofanflóða og ofanflóðahættu á Austfjörðum. Stuðningurinn felur meðal annars í sér upplýsingagjöf af ýmsu tagi og Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning. Þjónustumiðstöðin stendur öllum á Austfjörðum til boða og þau sem hafa ekki tök á að koma í heimsókn eða kjósa að gera það ekki geta haft samband í gegnum síma 855 2787 eða í netpósti á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is