Fara í efni

Fréttir

17.04.2023

Bæjarráð sendir hlýjar kveðjur til bænda og annara íbúa í Miðfirði

Bæjarráð sendir hlýjar kveðjur til bænda og annara íbúa í Miðfirði í ljósi þeirra slæmu atburða sem hafa átt sér stað síðustu daga. Niðurskurður á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá skilur eftir sig stórt skarð í íslenskri sauðfjárrækt enda hafa þessi bú náð miklum árangri í ræktun og spilað stórt hlutverk í kynbótum á íslenska sauðfjárstofninum. Mjög mikilvægt er að hraðað sé aðgerðum við arfgerðargreiningu og fyrirbyggjandi ráðstafanir til að draga úr áhættu sem er af þeirri vá sem sauðfjárbændum stendur af riðu og áföllum sem þeir verða fyrir. Í því sambandi er vert að taka upp og endurskoða reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna riðuniðurskurðar.
14.04.2023

Tengill á streymi frá íbúafundi í Egislbúð Neskaupstað

Hægt er að fylgjast með íbúafundinum með því að smella hér
14.04.2023

Opið hús fyrir 10. bekkinga og forsjáraðila í Verkmenntaskóla Austurlands

10. bekkingar og forsjáraðilar eru boðin velkomin á opið hús í Verkmenntaskóla Austurlands þriðjudaginn 18. apríl kl. 18:00. Starfsfólk tekur á móti nemendum í spjall og kynningu á skólanum. Hægt verður að skoða bóknáms- og verkkennsluhús skólans auk heimavistar. Tengill á viðburðinn á Facebook
13.04.2023

Hádegismatur fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð býður einstaklingum 65 ára og eldri í sveitarfélaginu upp á hádegismat á eftirtöldum stöðum: Fáskrúðsfjörður: 19. apríl klukkan 12:00 Reyðarfjörður: 19. apríl klukkan 12:00 Eskifjörður: 21. apríl klukkan 12:00 Neskaupstaður: 21. apríl klukkan 12:00 Stöðvarfjörður: 4. maí klukkan 12:00 Staðsetning: Húsnæði eldri borgara á hverjum stað. Öll velkomin.
13.04.2023

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð opin út vikuna

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð verður opin út vikuna frá kl. 11-18. Þar er í boði kaffi, spjall, stuðningur við íbúa og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum ofanflóða og ofanflóðahættu á Austfjörðum. Þjónustumiðstöðin stendur öllum á Austfjörðum til boða og þau sem hafa ekki tök á að koma í heimsókn eða kjósa að gera það ekki geta haft samband í gegnum síma 855 2787 eða í netpósti á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is
13.04.2023

Íbúafundur fyrir íbúa Fjarðabyggðar vegna stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð

Íbúafundur fyrir íbúa Fjarðabyggðar vegna stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð verður haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað föstudaginn 14. apríl, klukkan 17:00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Fjarðabyggðar um stöðu mála í kjölfar ofanflóða og rýminga í Fjarðabyggð 27. – 1. apríl sl. Athygli er vakin að fundurinn verður einnig í streymi - Hægt er að nálgast streymið hér Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is
12.04.2023

Klúbbastarf í félagsmiðstöðinni Zveskjunni

Tilraunaverkefni Fjarðabyggðar í samstarfi við Karítas Hörpu Davíðsdóttur. Karitas Harpa, söngkona vann keppnina The Voice Iceland árið 2017. Klúbburinn söngur og sjálfsstyrking verður haldinn einu sinni í viku í sex vikur í Zveskjunni. Hann verður haldinn á þriðjudögum klukkan 19:30 og hver tími verður um 2 klukkustundir. Klúbburinn hefst 18. apríl.
08.04.2023

Service Center of The Department of Civil Protection and Emergency Management in Egilsbud will open after Easter, on Tuesday, April 11

The Service Centre of The Department of Civil Protection and Emergency Management in Egilsbud in Neskaupstaðir will be closed starting tomorrow, April 2nd, and will be closed over Easter. It will reopen on upcoming Tuesday, April 11th and will be open for the rest of the week, until April 14th. The centre's opening hours are from 11 a.m. to 6 p.m. Support is available for residents and others who have been in some way affected by floods or the risk of flooding in the East Fjords. The support includes, among other things, the provision of information of various kinds. In addition the Red Cross offers psychosocial support. The service centre is available to everyone in the East Fjords, and those who are unable to attend or prefer not to do so, can contact us on phone number +354 855 2787 or through email at fyrirspurnir@almannavarnir.is
08.04.2023

Punkt wsparcia Służby Obrony Narodowej w Egilsbúd zostanie otwarty po Wielkanocy - we wtorek, 11 kwietnia

Punkt wsparcia Służby Obrony Narodowej w Egilsbúð w Neskaupstað będzie zamknięty od jutra tj. Od 2 kwietnia, i będzie nieczynny w okresie Wielkanocy. Zostanie ponownie otwarty we wtorek 11. kwietnia i będzie otwarty przez resztę tygodnia do 14. kwietnia. Punkt będzie otwarty w godzinach od 11:00 do 18:00 . Wsparcie jest dostępne dla mieszkańców i innych osób, które w jakiś sposób zostały dotknięte powodzią lub zagrożeniem powodziowym w Austfjörður. Wsparcie obejmuje między innymi udzielania różnego rodzaju informacji, a Czerwony Krzyż oferuje wsparcie psychospołeczne. Punkt wsparcia jest dostępny dla wszystkich w Austfjörður, a ci, którzy nie mogą lub nie chcą go odwiedzić, mogą skontaktować się z nami pod nr tel. 855 2787, bądź też drogą mailową pod adresem : fyrirspurnir@almannavarnir.is
06.04.2023

Kveðjur til íbúa Austurlands frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sendir góðar og hlýjar kveðjur austur á land til sveitarfélaga og íbúa þar, sem hafa ekki farið varhluta af náttúruöflunum og þeirri óvissu sem nú er á Austfjörðum.
05.04.2023

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð opnar eftir páska þriðjudaginn 11. apríl

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Egilsbúð í Neskaupstað verður lokuð frá og með morgundeginum, skírdag 2. apríl, og verður lokuð yfir páskana. Hún opnar aftur þriðjudaginn 11. apríl og verður opin út vikuna til og með 14. apríl. Opnunartími miðstöðvarinnar er frá kl. 11 til 18. Þar er í boði kaffi, spjall, stuðningur við íbúa og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum ofanflóða og ofanflóðahættu á Austfjörðum. Stuðningurinn felur meðal annars í sér upplýsingagjöf af ýmsu tagi og Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning. Þjónustumiðstöðin stendur öllum á Austfjörðum til boða og þau sem hafa ekki tök á að koma í heimsókn eða kjósa að gera það ekki geta haft samband í gegnum síma 855 2787 eða í netpósti á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is
05.04.2023

Hreinsunarstarfi miðar vel í Neskaupstað

Hreinsunarstarfi hefur miðað vel áfram í Neskaupstað eftir að snjóflóð féllu mánudaginn 27. mars. Gert er ráð fyrir að hægt er að klára hreinsun í kringum íbúðarhúsin við Starmýri í dag sem fóru hvað verst úti í snjóflóðunum. Mikilvægt er að koma í veg fyrir alla slysahættu þegar íbúar snúa til síns heima aftur. Ljóst er þó að um 10 íbúðir eru óíbúðarhæfar. Ljóst er að hreinsunarstarf mun taka einhvern tíma, lögð hefur verið áhersla á íbúðarhúsin við Starmýri. Eftir eru svo aðrir staðir sem snjóflóðin féllu á. Frekari upplýsingar um aðstoð er að finna hér
05.04.2023

Til upplýsinga/For information

(Englis follows) Þeir íbúar sem finna til óöryggis við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana eru hvattir til að þiggja sálrænan stuðning frá viðbragðsaðilum. Hjálpasími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa í gegnum netspjall. Netspjall 1717
03.04.2023

Jóna Árný Þórðardóttir hefur tekið við sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Jóna Árný Þórðardóttir hefur tekið við sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar af Jóni Birni Hákonarsyni. Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins, ráðinn af bæjarstjórn. Hann hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarráðs og bæjarstjórnar og fer ásamt bæjarráði með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins. Bæjarstjóri er yfirmaður starfsmanna bæjarins og æðsti embættismaður.
02.04.2023

Heimsókn forsætisráðherra og umhverfis-, orku-, og loftlagsráðherra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn frá Almannavörnum komu í heimsókn til Fjarðabyggðar í dag ásamt fulltrúum úr ráðuneytum og Ofanflóðanefnd.
01.04.2023

Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð í Neskaupstað mánudaginn 3. apríl

Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðabyggð mun opna þjónustumiðstöð nk. mánudag. Þjónustumiðstöðin verður til húsa í Egilsbúð í Neskaupstað og verður opnunartíminn eftir helgi eins og hér segir: Mánudaginn 3. apríl, klukkan 11 – 18 Þriðjudaginn 4. apríl, klukkan 11 – 18 Miðvikudaginn 5. apríl, klukkan 11-18
01.04.2023

The Department of Civil Protection and Emergency Management will open a service centre in Neskaupsstaður on Monday, April 3.

The National Police Commissioner in cooperation with the Red Cross and Fjarðarbyggð will open a service centre on upcoming Monday. The service centre will be located in Egilsbud, Neskaupstadar's social centre, and the opening hours after the weekend will be as follows: Monday, April 3, from 11 a.m. to 6 p.m Tuesday, April 4, from 11 a.m. to 6 p.m Wednesday, April 5, from 11 a.m. to 6 p.m
01.04.2023

Punkt wsparcia obrony cywilnej, zostanie otwarty w Neskaupstaður w poniedziałek 3 kwietnia

Krajowy Komisarz Policji, we współpracy z Czerwonym Krzyżem i Fjarðarbyggð, w nadchodzący poniedziałek otworzy punkt wsparcia. Punkt wsparcia znajduje się w Egilsbúd, centrum społecznym Neskaupstaðar, a godziny otwarcia po weekendzie będą następujące: Poniedziałek, 3 kwietnia, od 11:00 do 18:00 Wtorek, 4 kwietnia, od 11:00 do 18:00 Środa, 5 kwietnia, od 11:00 do 18:00
01.04.2023

Rýmingu aflétt á Fáskrúðsfirði - Öllum rýmingum aflétt í Fjarðabyggð

Frá lögreglunni á Austurlandi: Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Fáskrúðsfirði og aflétta öllum rýmingum þar. Sms skilaboð verður sent til íbúa á næstu mínútum. Öllum rýmingum sem verið hafa í Fjarðabyggð síðstu daga hefur þannig verið aflétt.
01.04.2023

Tilkynningar frá Lögreglunni á Austurlandi - Aflýsing rýminga á Eskifirði og Stöðvarfirði

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Stöðvarfirði og aflétta öllum rýmingum þar. Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Eskifirði og aflétta öllum rýmingum þar.
01.04.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi- laugardagur 1. apríl kl. 12:00

Fundur var með Veðurstofu í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála og hugsanlegar afléttingar á rýmingum. Enn er verið að meta aðstæður en gert ráð fyrir afléttingum í dag. Ekki ljóst hversu víðtækar þær verða. Dregið hefur úr snjóflóðahættu eftir að hlýnaði til fjalla en krapaflóðahætta aukist. Ekki er talin hætta á skriðum. Sem fyrr er vel fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Hreyfing hefur ekki mælst og grunnvatnsstaða er lág. Það styttir upp um hádegið og kólnar þegar líður á daginn þá dregur frekar úr snjóflóðahættu og fer að draga úr krapaflóðahættu. Reiknað er með að hægt sé að draga úr rýmingum vegna snjóflóðahættu eftir hádegi. Meta þarf krapaflóðahættu þegar líður á daginn.
31.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi - föstudagur 31. mars kl. 17:30

Veðurstofan hefur í dag kannað ástand hlíða með tilliti til rýminga. Ekki þykir óhætt að aflétta rýmingum frekar að svo stöddu. Staðan er í sífelldu endurmati og verða gefnar út frekari tilkynningar þegar breytingar verða.
31.03.2023

Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi föstudaginn 31. mars kl. 12:10 - Frekari rýming á Fáskrúðsfirði.

Veðurstofan hefur vegna ofanflóðahættu ákveðið rýmingu á Fáskrúðsfirði. Um er að ræða reit númer 6. Götur og húsnúmer sem um ræðir eru: Skólavegur 10, 10a, 12, 14, 15, 16, 18 Hamarsgata 14, 15, 18, 23, 24, 25 Hafnargata 7, 8, 8a, 9 til 14 ( Fosshótel ) Fulltrúar aðgerðastjórnar eru núna að fara milli húsa og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir.
31.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi - Föstudaginn 31. mars kl. 11:30

Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Austfjörðum. Ákveðið hefur verið að aflétta á rýmingu á eftirtöldum reitum 8 – 10 – 11 og 14 í Neskaupstað. https://www.vedur.is/.../ne_kynningarbaeklingur_07.pdf https://www.almannavarnir.is/natturuva/snjoflod/
31.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi - Föstudagur 31. mars kl. 10:30

Frá lögreglunni á Austurlandi: Afléttingar á rýmingu á ákveðnum reitum í Neskaupstað, á Seyðisfirði og á Eskifirði. Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Seyðisfirði, í Neskaupstað og á Eskifirði. Ákveðið hefur verið að aflétta á rýmingu á eftirtöldum svæðum: Veðurstofan hefur ákveðið afléttingu á rýmingu á reitum 6, 18 og 20 í Neskaupstað. https://www.vedur.is/.../ne_kynningarbaeklingur_07.pdf Veðurstofan hefur ákveðið afléttingu á rýmingu á reit 4 á Eskifirði: https://www.vedur.is/.../es_kynningarbaeklingur_07.pdf
30.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð föstudaginn 31. mars

Aðstæður vegna rýminga og ofanflóðahættu hafa áhrif á skólastarf í Fjarðabyggð föstudaginn 31. mars. Hér að neðan má finna yfirlit yfir stöðu mála.
30.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 30. mars kl.18:40 - Frekari rýming í Neskaupstað

Veðurstofan hefur vegna ofanflóðahættu ákveðið frekari rýmingu á Neskaupsstað. Um er að ræða rýmingu á reit 18 Rýmingin gildir frá klukkan 20:00 og þangað til að önnur tilkynning verður gefin út. Götuheiti og húsnúmerNesgata 7 – 7b – 9 – 11 – 12 – 13 – 16 – 18 – 20 – 20a – 25 – 27 – 29 – 31 – 32 – 33 – 35 – 36 – 38 – 39 – 41 – 43Árblik 1Beiðablik 1 – 3 – 4 – 5 – 5a – 6 – 7 – 9 – 11 Mýrargata 30 – 32 – 39 – 41 Bakkavegur 1 – 3 – 5 – 7 – 9 – 11 – 13 – 15Bakkabakki 1 – 2 – 3 – 4a – 4b – 5 – 6a – 6b – 6c – 7 – 10 – 11 – 13 – 15 Nesbakki 2 – 4 – 6 Gilsbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 10 – 12 Marbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 6 Lyngbakki 1 – 3 – 5 Sæbakki 1 – 2 – 3 – 4 – 5 – 6 – 7 – 8 – 9 – 10 – 12 – 14 – 16 – 20 – 24 Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir. Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 14 og 15 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.
30.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 30. mars kl. 15:10 - Frekari rýming á Eskifirði

Veðurstofan hefur lýst yfir hættuástandi vegna ofanflóða og því ákveðið rýmingu á reitum 11 og 12 á Eskifirði. Rýmingin gildir frá klukkan 16:00 þangað til önnur tilkynning verður gefin út Götur og húsnúmer sem um ræðir á Eskifirði eru: Bleiksárhlíð 62 – 67 – 67a – 69 Fossagata 1 Bakkastígur 1 Grjótárgata 6 – þar með talið bílskúrar C/D/E Túngötustígur 1 – 3a Strandgata 36 – 37a – 37b Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Eskifirði eða hafa samband í síma 1717 ef fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir. Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 15 og 16 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.
30.03.2023

Tilkynning frá Lögreglunni á Austurlandi 30. mars kl. 14:20 - Frekari rýming í Neskaupstað

Veðurstofan hefur vegna ofanflóðahættu ákveðið frekari rýmingu á Neskaupsstað. Um er að ræða efstu húsaraðir á reitum 8 – 11 – 14 (við Urðarteig, Blómsturvelli, og Víðimýri) að undanskildum húsum 2-12a við Urðarteig Rýmingin gildir frá klukkan 15:00 og þangað til að önnur tilkynning verður gefin út. Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir. Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 14 og 15 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.
30.03.2023

Tilkynning frá lögreglunni á Austurlandi 30. mars 2023 kl. 13:25

Veðurstofan hefur vegna hættuástands vegna ofanflóða ákveðið rýmingu á reitum 4 á Stöðvarfirði og reit 7 Fáskrúðsfirði. Rýmingin gildir frá klukkan 14:00 og þangað til að önnur tilkynning verður gefin út. Göturnar sem um ræðir á Stöðvarfirði eru: Borgargerði 2 Hólaland 12 & 12a Túngata 8 Skólabraut 20 Sundlaugin á Stöðvarfirði Fjarðarbraut 55 & 56 Hús neðan við Fjarðarbraut 56 Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Gamla samkomusalnum eða hafa samband í síma 1717 ef fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir. Á Fáskrúðsfirði hefur verið ákveðið að rýma húsið Ljósaland Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 13 og 14 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.