Fara í efni

Fréttir

27.09.2023

Gjöf til Eskifjarðarskóla frá Rubix og Verkfærasölunni

Á dögunum fékk Eskifjarðarskóli rausnarlega gjöf frá Rubix og Verkfærasölunni. Þessi verkfæri eiga eftir að koma sér vel í Hönnunarsmiðjum í 1.-7. bekk og Hönnunarvali í 8.-10. bekk
25.09.2023

Farsæld barna – þjónusta í þágu farsældar barna

Miðvikudaginn 21. september fór fram kynningarfundur Barna- og fjölskyldustofu á farsældarlöggjöfinni, fyrir starfsfólk félagsþjónustu Fjarðabyggðar, leik-, grunn-, þjálfara íþróttafélaga og framhaldsskóla í Fjarðabyggð, starfsfólk heilsugæslunnar og lögreglu.
25.09.2023

,,Vera kurteis og með hausinn í lagi"

"Þetta hefur verið draumur minn lengi, að komast í landsliðið", segir Daníel Michal Grzegorzsson, nemandi í 9. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar en hann hefur nú verið valinn í landslið Íslands í fótbolta, 15 ára drengja og yngri.
25.09.2023

Kuldaboli 2023

Kuldaboli fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði föstudaginn 22. september. Kuldaboli er viðburður sem hefur farið fram árlega síðan árið 2007 og hefur stækkað með hverju árinu síðan þá.
13.09.2023

Samtakamáttur Stöðfirðinga skilar árangri

Fjölbreytt flóra frumkvæðisverkefna sýnir vilja Stöðfirðinga til að styrkja samfélagið á Stöðvarfirði. Vel sóttur íbúafundur var haldinn á Stöðvarfirði miðvikudaginn 6. sept. sl. Þetta var í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn undir merkjum verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður.
12.09.2023

Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf

Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu aflaheimilda á Breiðdalsvík í Fjarðabyggð allt að 400 þorskígildistonn fiskveiðiárið 2023/2024.
10.09.2023

Euroskills 2023

Það er gaman að segja frá því að fyrrum nemendur úr grunnskólum Fjarðabyggðar, þau Hlynur Karlsson, Írena Fönn Clemensen og Patryk Slota, keppptu í Gdansk í Póllandi á Euroskills 2023. Keppa þau í rafeindavirkjun, háriðn og rafvirkjun.
09.09.2023

Grunnskólarnir farnir af stað eftir sumarfrí

Grunnskólar Fjarðabyggðar hófu göngu sína á ný eftir sumarfrí og er nú ýmislegt búið að gerast. En það má alveg segja að börnin eru að koma vel undan sumri og sér maður glaða krakka á göngum skólans alla daga.
05.09.2023

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnar Íslands

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar fór fram á Egilsstöðum fimmtudaginn 31. ágúst. Í kjölfarið á honum fundaði ríkisstjórnin með fulltrúum sveitarfélaganna á Austurlandi. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar fór yfir þau málefni sem helst ber á í Fjarðabyggð, eins og atvinnumál, húsnæðismál, samgöngu- og öryggismál.
02.09.2023

Hinsegin íþróttafræðsla í Fjarðabyggð

Í septembermánuði mun Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur hjá Samtökunum 78, ferðast um Fjarðabyggð með fræðsluna Hinsegin og íþróttir. Fræðslan er fyrir alla iðkendur eldri en 13 ára og allt fólk sem kemur að íþróttastarfi í sveitarfélaginu með einhverjum hætti. Fræðsluátakið er hluti af samstarfssamningi Fjarðabyggðar við Samtökin 78.
01.09.2023

Regnbogafánum stolið

Enn og aftur hafa regnbogafánar verið teknir niður við skrifstofu fjölskyldusviðs og smábátahöfnina á Reyðarfirði.
01.09.2023

Rampur #800 á austfjörðum

Átta hundraðasti rampurinn var gerður á austfjörðum á dögunumm. Að því tilefni var haldin athöfn að viðstöddum ráðherrum, sveitarstjórnarfólki af austurlandi ásamt forsvarmönnum Römpum upp Ísland og formanni Sjalfsbjargar.
31.08.2023

Vera 330 sveitar norska hersins á Íslandi

Við fengum góða gesti á dögunum, þegar Cato Guhndeldt, rithöfundur og Bernard M. Pausett, kvikmyndagerðamaður, komu í heimsókn til Fjarðabyggðar.
30.08.2023

800 Rampar

Í tilefni átta hundraðasta ramps á Íslandi verður vígsla við Hótel Berjaya, Egilsstöðum, fimmtudaginn 31.ágúst klukkan 11:40 til 12:10.
24.08.2023

Römpum upp Fjarðabyggð

Undanfarna daga hefur teymi frá Römpum upp Ísland verið að störfum í Fjarðabyggð. Til stendur að leggja 20 rampa við verslanir og þjónustufyrirtæki í Fjarðabyggð og var byrjað á mánudaginn.
24.08.2023

Umhyggjudagur barna frítt í sund

Umhyggja, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, stendur fyrir Umhyggjudeginum víðsvegar um land laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Markmið Umhyggjudagsins er að vekja athygli á félaginu og því góða starfi sem þar er unnið. Af því tilefni verður frítt í sund í sundlaugum Fjarðabyggðar.
23.08.2023

Regnbogafáninn rifinn niður við skrifstofur Fjarðabyggðar

Regnbogafáninn sem blakti við skrifstofur Fjarðabyggðar við Búðareyri 2 var stolið í nótt. En fáninn blakti til stuðnings hinsegin samfélagsins. Því miður er þetta verða æ algengar að fánar eru rifnir niður og er sönnun þess hversu mikilvæg þessi barátta er til suðnings hinsegin samfélaginu. Nýr fáni hefur verið settur upp í staðinn.
23.08.2023

Klippikort fyrir gjaldskyldan úrgang

Frá og með 15. september 2023 þurfa heimili og fyrirtæki að greiða fyrir gjaldskyldan úrgang á móttöku- og þjónustustöðum Fjarðabyggðar með klippikorti.
22.08.2023

Hjarta mitt slær í sveitinni

Boðið er til samtals um framtíðartækifæri í sveitum Austurlands í gamla barnaskólanum á Eiðum miðvikudaginn 23. ágúst frá klukkan 14-19.
10.08.2023

Hinsegin dagar

Fjarðabyggð hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir til að fagna fjölbreytileikanum í tilefni Hinsegin daga sem fram fara 8. - 13. ágúst og sýna þannig mannréttindabaráttu hinsegin samfélagsins mikilvægan stuðning.
09.08.2023

Fjölþætt heilsuefling 65+

Í ágúst verður tekinn inn nýr hópur þáttakenda í verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Fjarðabyggð.
31.07.2023

Gestir frá Gravelines

Um helgina fengum við heimsókn frá vinabæ fjarðabyggðar í Gravelines. Er þetta árleg heimsókn í tilefni Franskra daga og fara einnig fulltrúar frá Fjarðabyggð til Gravelines á Íslendingahátíð sem þar er haldin.
27.07.2023

Lokasýning starfsfólks skapandi sumarstarfa 2023 sem ber nafnið: MINNA EN EKKERT!

Opnun sýningarinnar Minna En Ekkert er föstudaginn 28. júlí og mun standa til 30. júlí. Sýningin verður á Búðavegi 8, 750 Fáskrúðsfirði í húsi sem heitir Templarinn. Sýningin verður sömu helgi og Franskir ​​dagar og hvetjum við alla til að njóta hinna viðburða líka!
24.07.2023

Sumarlokun afgreiðslu bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar

Afgreiðsla bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar verður lokuð dagana 31. júlí til og með 11. ágúst. Líkt og undanfarin ár. Tekið er á móti erindum á netfanginu fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í gegnum ábendingargátt Fjarðabyggðar. Ef erindið er vegna barnaverndarmála er hringt í neyðarlínuna 1-1-2 og bilanir í veitum tilkynnast í vaktsíma 470 9060.
20.07.2023

Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Mennta- og barnamálaráðneytið hefur staðfest samning Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur á sameiginlegri barnaverndarþjónustu
14.07.2023

Regnboginn málaður á Stöðvarfirði

Föstudaginn 7. júlí síðastliðinn, var fjölbreytileikanum fagnað á Stöðvarfirði, þegar Fjarðabyggð í samstarfi við Hinsegin Austurland, bæjarhátiðin Støð í Stöð og Sterkur Stöðvarfjörður, máluðu regnbogagöngubraut við Hólaland á Stöðvarfirði.
10.07.2023

Bæjarstjóri heimsækir nemendur í vinnuskólanum í Fjarðabyggð

Miðvikudaginn 5. júlí síðastliðinn fór Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri að heimsækja nemendur vinnuskólans í Fjarðabyggð til að kynna sér starfsemi hans og hitta nemendur. Hátt í 110 ungmenni á aldrinum 13 - 15 ára sækja nám í vinnuskólanum þetta sumarið.
10.07.2023

Flugslys við Sauðahnjúka

Stórt skarð hefur myndast hér í samfélaginu okkar á Austurlandi vegna flugslyssins við Sauðahnjúka þar sem þrjú létust. Fjarðabyggð sendir fjölskyldum og aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur.
07.07.2023

Fögnum fjölbreytileikanum í Fjarðabyggð

Í dag föstudag klukkan 17:30 ætlar Fjarðabyggð í samstarfi við Hinsegin Austurland, Støð í Stöð og Sterks Stöðvarfjarðar að mála göngubrautina yfir Hólaland í regnbogalitunum. Hvetjum íbúa og gesti til að mæta og taka þátt.
04.07.2023

Vettvangsferð bæjarstjóra með byggingarfulltrúa um Fjarðabyggð

Föstudaginn síðastliðinn fór bæjarstjóri ásamt byggingarfulltrúa í vettvangsheimsóknir til að skoða alla þá uppbyggingu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem á sér stað í sveitarfélaginu.