Fara í efni
19.03.2024 Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð mynda nýjan meirihluta

Deildu

Þá munu flokkarnir halda áfram að leita allra leiða til styrkingar atvinnulífs og skapa grundvöll fyrir enn frekari fjölgun og fjölbreytileika í atvinnu. Tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar eru til staðar. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíkum áskorunum.

Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð er metnaðarfullur og í takt við þau tækifæri til vaxtar sem Fjarðabyggð býr yfir. Að sama skapi lýsir hann raunhæfum markmiðum að árangri á því tveggja ára tímabili sem er fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.

Jóna Árný Þórðardóttir mun sitja áfram sem bæjarstjóri út kjörtímabilið. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins verður formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins verður forseti bæjarstjórnar.

Við upphaf samstarfsins verður nefndum fækkað og nefndarmönnum fækkað. Félagsmálanefnd, Fræðslunefnd og Íþrótta- og tómstundanefnd verða sameinaðar í eina Fjölskyldunefnd í samræmi við stjórnskipulag sveitarfélagsins.

Mun Framsóknarflokkurinn fara með formennsku í stjórn Menningarstofu og Skipulags- og framkvæmdanefnd en Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í Hafnarstjórn og Fjölskyldunefnd.

Málefnasamningur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð