Fara í efni
14.03.2024 Fréttir

Kardemommubærinn, leiksýning 9. bekkjar Nesskóla

Deildu

Í fyrra setti 9. bekkur upp sýninguna Greese. Leiksýningarnar eru fjaröflun fyrir ferðasjóð sem 9. bekkur fer í í lok hvers skólaárs. Undirbúningsvinnar er svipuð og verið hefur undanfarin ár, leikrit er fundið sem hentar stærð hvers bekkjar fyrir sig. Allir fá tækifæri til að taka þátt, hvort sem það er á sviði eða baksviðs. Fundið hlutverk fyrir alla og enginn neyddur til að gera eitthvað sem hann ekki vill.

Í ár eins og í fyrra og í raun á næsta ári þá eru stórir bekkir og þá þarf að velja handrit sem hentar svo stórum hópum.

Leiksýning 9. bekkjar er samstarf milli skóla, foreldra og nemenda. Skólinn kemur að leikstjórn, kaup á handritum og öðrum kostnaði. Á meðan foreldrar koma að uppsetningunni sjálfri með því að gera sviðsmynd, finna búninga, hár og smink og vinnu á leiksýningunni sjálfri eins og sviðsmenn, gæslu, miðasala og sjoppu. Þannig að fjöldi þeirra sem kemur að leiksýningu er mismunandi eftir bekkjum.

Í ár fengum við aðstoð utan bekkjar því okkur vantaði í hljómsveitina auka hendur, fórum við í samstarf við árgang á næsta ári og komu því tveir aðstandendur til að aðstoða okkur en á móti þá þurfa tveir aðstandendur eða nemendur að aðstoða við leiksýninguna á næsta ári, vinna á móti vinnu. En við fengum samt einn sem var alveg auka því við misstum bassaleikarann okkar út en þá er gott að vera með mikið af tónlistarfólki í firðinum sem er tilbúið að stökkva til og grípa verkefnin. Erum við virkilega þakklát fyrir þá aðstoð sem Viðar Guðmundsson veitti okkur í hljómsveitinni og var fljótur að koma sér inn í verkefnið, enda vanur bassaleikari.

Samvinnan gengur yfirleitt alltaf vel, það vita allir af þessu verkefni þegar kemur að 9. bekk og það eru því allir mjög peppaðir í þetta verkefni. Auk þess þá er þessi vetur í 9. bekk með öllum fjáröflunum og annað mikið hópefli og kemur leiksýningin mjög sterk þar inn bæði hjá börnum og aðstandendum.

Sviðsmyndin er gerð af foreldrum í samvinnu við leikstjóra, hún kemur með grunninn en svo fá foreldrar frjálsan tauminn til að fínisera hverja senu fyrir sig, því smáatriðin skipta ótrúlega miklu máli í sviðsmynd. Við fáum styrki til að setja upp sýninguna og höfum því fjármagn til að greiða fyrir hluti sem leikhópurinn þarf fyrir sitt leikrit annað en það sem skólinn borgar. En svo eru foreldrahópurinn einnig mjög dugleg að fá lánaða hluti og græja með hlutum sem er til heima.

Ljósmyndir: Jói Steini

Kardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, fjórir kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn.

Emilíana Guðrún Sigurjónsdóttir, sem leikur Soffíu frænku sagði í smatali við Austurfrétt að bætt hafi veirð við hluterkum, þau voru til dæmis með tvo pylsugerðamenn og tvo bakara. En bættu ekki við mörgum línum, var þeim skipt frekar á milli hlutverkanna.

"Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Ég hef þurft að fara aðeins út úr kassanum og feimninni, ég hef ekki áður verið í svona stóru hlutverki. Þetta er smá stressandi. Ég þarf að vera reið uppi á sviði, gretta mig og vera pirruð. Í senunum með ræningjunum öskra ég mikið. Þannig er ég ekki dagsdaglega þótt ég getið öskrað ef ég er pirruð," segir Emilíana í samtali við Austurfrétt.

,,Ég vil benda á allan lærdóminn sem allir fá í þessu ferli, framkoma og tjáning fyrir framan aðra, leikritin eru oft með orðaforða sem þau þekkja ekki, vinna saman sem stór hópur, grípa hvert annað ef illa gengur, uppgötva styrkleika sem oft hafa legið í dvala og uppgötvast á sviðinu. Margir hafa lagt fyrir sig bæði leik og söng eftir 9. bekkjarsýningu sem er alltaf gaman að fylgjast með,, sagði Þórfríður Soffía í lokin.

Sjá má frekari umfjöllun um sýninguna á vef Nesskóla og Austurfrétta