Fara í efni
21.03.2024 Fréttir

Stríðsárasafnið opnar aftur á komandi sumri

Deildu

Gunnar Jónsson, bæjarritari fór yfir þær hugmyndir um uppbyggingu stríðsárasafnsins og tengsl þess við áfangastaðinn Búðarárfoss sem áformað er að byggja upp. Einnig var farið yfir aðstæður, og ástand safnsins ásamt skýrslu sem unnin var af safnafræðibraut HÍ.

Í óveðrinu árið 2022 skemmdist safnið mikið og tveir braggar sem voru hluti þess gjöreyðilögðust. Um veturinn komu í ljós skemmdir á þakinu og vatnstjón sem varð verulegt og urðu til þess að loftgæðin voru ófullnægjandi og því lokað um sumarið 2023. Farið var í vinnu við að þurrka og loka af rými sem skemmdust.

Óhætt er að segja að íbúum sveitarfélagsins eru afar áhugasamir um stöðu safnsins og hver framtíð þess verður. Enda sköpuðust líflegar umræður um framtíð safnsins og safnkost sem og hvernig má styrkja safnið og umgjörð þess.

Glærukynning um framtíð Íslenska stríðsárasafnsins